Samhjálp í kapphlaupi við tímann Lovísa Arnardóttir skrifar 21. maí 2025 10:11 Guðrún Ágústa segist orðin stressuð en er þó vongóð um að nýtt húsnæði finnist. Aðsend og Vísir/Vilhelm Leigusamningi Samhjálpar vegna húsnæðis Kaffistofunnar hefur verið sagt upp og rýma þarf húsnæðið fyrir mánaðamót september október. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar, hefur áhyggjur af því að ekki finnist nýtt húsnæði fyrir Kaffistofuna í tæka tíð. Samtökin hafa nú verið í virkri leit að húsnæði í rúmt heilt ár og hafa helst óskað þess að húsnæðið sé miðsvæðis vegna nálægðar við gistiskýli á Granda og Lindargötu. Auk þess er neyslurýmið Ylja rekið í nálægð við kaffistofuna. Kaffistofan hefur verið rekin í Borgartúni frá árinu 2007 en opnaði upprunalega árið 1981 á Hverfisgötu og hefur Kaffistofan því verið starfrækt í meira en 40 ár. Á Kaffistofu Samhjálpar er boðið upp á heitan mat alla daga, allan ársins hring. „Við erum búin að vera að leita í meira en ár. Við erum í húsnæði sem var vitað frá upphafi að væri á þróunarsvæði þannig það er búið að gefa það út að það eigi að byggja þarna hótel og við höfum fengið uppsögn á leigunni,“ segir Guðrún Ágústa sem fór yfir stöðuna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þau hafi nú hálft ár til að finna nýtt húsnæði og koma því í stand. Hún segir skjólstæðingana þannig að þau verði að vera í göngufæri við gistiskýlin á Granda og Lindargötu. Þau séu á frábærum stað í dag og séu að horfa á það svæði, en líka til Granda og jafnvel upp að Skeifunni. „Við þurfum líka að vera á jarðhæð, við þurfum að hafa aðgengi. Við þurfum helst að vera ein í húsi. Eins skrítið og það er þá erum við ekki uppáhalds nágrannar flestra. Fólk er hrætt, kannski skiljanlega. En okkar skjólstæðingar eru bara venjulegt fólk eins og ég og þú,“ segir Guðrún Ágústa og að hópurinn sé alls ekki einsleitur. Á heimili en ekki fyrir mat Í þeirra hópi sé háskólamenntað, langskólagengið og harðvinnandi fólk sem sé einhverra hluta vegna heimilislaust eða á heimili og er svo fátækt að það á ekki fyrir mat. Hún segir starfsmenn og sjálfboðaliða útbúa og gefa um 200 til 250 máltíðir alla daga. Núverandi húsnæði er um 170 fermetrar en þau eru að leita að stærra rými til að geta þróað starfsemina þannig að það sé félagsráðgjafi á staðnum til dæmis. Kaffistofan er opin frá 10 til 14 flesta daga en á köldustu mánuðum ársins hefur opnunartíminn verið lengdur til 16.30. Gistiskýlin í Reykjavík eru opin frá 17 til 10. Mikill fjöldi kemur í Kaffistofuna á hverjum degi til að fá að borða. Sumir eru heimilislausir en aðrir eiga heimili en ekki fyrir mat. Vísir/Vilhelm Guðrún Ágústa segir fólk smeykt við að fá þau en þau séu góðir leigjendur. Þau sinni vel húsnæðinu sem þau fái. Húsnæðið sé mjög laskað sem þau eru í en það sé mikil alúð lögð í starfsemina. „Þá verður þessi þjónusta ekki til staðar,“ segir Guðrún Ágústa um það sem gerist ef ekki finnist nýtt húsnæði. Það sé ekki hægt að reka þjónustuna undir beru lofti. Hún segir þau tilbúin til að skoða lóðir þar sem hægt væri að flytja á einingahús sem væru rekin þar til skamms tíma. Á meðan væri hægt að finna hús sem myndi nýtast þeim til langs tíma. Best væri fyrir þau að geta keypt húsnæði þannig þau séu ekki á leigumarkaði. Guðrún Ágústa segir borgaryfirvöld vinna þetta með þeim auk þess sem hún hafi fasteignasala í málinu í að finna húsnæði. Orðin stressuð fyrir lokun Hún segir að þó það sé erfitt að finna húsnæði þá finnist fólki þetta nauðsynleg starfsemi. Bæði einstaklingar og fyrirtæki styrki þau mánaðarlega. „Það væri mjög slæmt fyrir okkur öll ef þetta færi. Við erum að gefa fólki að borða og veita þeim skjól. Það munar um 250 máltíðir á dag,“ segir hún og að muni vonandi ekki koma lokunar. Hún sé orðin stressuð en voni til þess að málið leysist tímanlega. Hægt er að hafa samband við Samhjálp hafi fólk ábendingar um mögulegt húsnæði. Málefni heimilislausra Reykjavík Húsnæðismál Fíkn Efnahagsmál Fjármál heimilisins Bítið Kaffistofa Samhjálpar Tengdar fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Ragnar Erling Hermannsson skorar á fólk að prófa að dvelja á kaffistofu Samhjálpar í heilan dag. Hann kallar eftir því að heimilislausu fólki verði úthlutað íbúðum hjá Félagsbústöðum. Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir reynt að gæta að mannúð í samskiptum við heimilislaust fólk. 15. nóvember 2024 14:48 Rekstur neyslurýmis í Borgartúni samþykktur Byggingarfulltrúi samþykkti í vikunni umsókn Rauða kross Íslands um að koma upp einingahúsum fyrir neyslurými á lóð við Borgartún 5 í Reykjavík. Umsóknin var samþykkt þann 9. janúar. 12. janúar 2024 08:48 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Samtökin hafa nú verið í virkri leit að húsnæði í rúmt heilt ár og hafa helst óskað þess að húsnæðið sé miðsvæðis vegna nálægðar við gistiskýli á Granda og Lindargötu. Auk þess er neyslurýmið Ylja rekið í nálægð við kaffistofuna. Kaffistofan hefur verið rekin í Borgartúni frá árinu 2007 en opnaði upprunalega árið 1981 á Hverfisgötu og hefur Kaffistofan því verið starfrækt í meira en 40 ár. Á Kaffistofu Samhjálpar er boðið upp á heitan mat alla daga, allan ársins hring. „Við erum búin að vera að leita í meira en ár. Við erum í húsnæði sem var vitað frá upphafi að væri á þróunarsvæði þannig það er búið að gefa það út að það eigi að byggja þarna hótel og við höfum fengið uppsögn á leigunni,“ segir Guðrún Ágústa sem fór yfir stöðuna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þau hafi nú hálft ár til að finna nýtt húsnæði og koma því í stand. Hún segir skjólstæðingana þannig að þau verði að vera í göngufæri við gistiskýlin á Granda og Lindargötu. Þau séu á frábærum stað í dag og séu að horfa á það svæði, en líka til Granda og jafnvel upp að Skeifunni. „Við þurfum líka að vera á jarðhæð, við þurfum að hafa aðgengi. Við þurfum helst að vera ein í húsi. Eins skrítið og það er þá erum við ekki uppáhalds nágrannar flestra. Fólk er hrætt, kannski skiljanlega. En okkar skjólstæðingar eru bara venjulegt fólk eins og ég og þú,“ segir Guðrún Ágústa og að hópurinn sé alls ekki einsleitur. Á heimili en ekki fyrir mat Í þeirra hópi sé háskólamenntað, langskólagengið og harðvinnandi fólk sem sé einhverra hluta vegna heimilislaust eða á heimili og er svo fátækt að það á ekki fyrir mat. Hún segir starfsmenn og sjálfboðaliða útbúa og gefa um 200 til 250 máltíðir alla daga. Núverandi húsnæði er um 170 fermetrar en þau eru að leita að stærra rými til að geta þróað starfsemina þannig að það sé félagsráðgjafi á staðnum til dæmis. Kaffistofan er opin frá 10 til 14 flesta daga en á köldustu mánuðum ársins hefur opnunartíminn verið lengdur til 16.30. Gistiskýlin í Reykjavík eru opin frá 17 til 10. Mikill fjöldi kemur í Kaffistofuna á hverjum degi til að fá að borða. Sumir eru heimilislausir en aðrir eiga heimili en ekki fyrir mat. Vísir/Vilhelm Guðrún Ágústa segir fólk smeykt við að fá þau en þau séu góðir leigjendur. Þau sinni vel húsnæðinu sem þau fái. Húsnæðið sé mjög laskað sem þau eru í en það sé mikil alúð lögð í starfsemina. „Þá verður þessi þjónusta ekki til staðar,“ segir Guðrún Ágústa um það sem gerist ef ekki finnist nýtt húsnæði. Það sé ekki hægt að reka þjónustuna undir beru lofti. Hún segir þau tilbúin til að skoða lóðir þar sem hægt væri að flytja á einingahús sem væru rekin þar til skamms tíma. Á meðan væri hægt að finna hús sem myndi nýtast þeim til langs tíma. Best væri fyrir þau að geta keypt húsnæði þannig þau séu ekki á leigumarkaði. Guðrún Ágústa segir borgaryfirvöld vinna þetta með þeim auk þess sem hún hafi fasteignasala í málinu í að finna húsnæði. Orðin stressuð fyrir lokun Hún segir að þó það sé erfitt að finna húsnæði þá finnist fólki þetta nauðsynleg starfsemi. Bæði einstaklingar og fyrirtæki styrki þau mánaðarlega. „Það væri mjög slæmt fyrir okkur öll ef þetta færi. Við erum að gefa fólki að borða og veita þeim skjól. Það munar um 250 máltíðir á dag,“ segir hún og að muni vonandi ekki koma lokunar. Hún sé orðin stressuð en voni til þess að málið leysist tímanlega. Hægt er að hafa samband við Samhjálp hafi fólk ábendingar um mögulegt húsnæði.
Málefni heimilislausra Reykjavík Húsnæðismál Fíkn Efnahagsmál Fjármál heimilisins Bítið Kaffistofa Samhjálpar Tengdar fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Ragnar Erling Hermannsson skorar á fólk að prófa að dvelja á kaffistofu Samhjálpar í heilan dag. Hann kallar eftir því að heimilislausu fólki verði úthlutað íbúðum hjá Félagsbústöðum. Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir reynt að gæta að mannúð í samskiptum við heimilislaust fólk. 15. nóvember 2024 14:48 Rekstur neyslurýmis í Borgartúni samþykktur Byggingarfulltrúi samþykkti í vikunni umsókn Rauða kross Íslands um að koma upp einingahúsum fyrir neyslurými á lóð við Borgartún 5 í Reykjavík. Umsóknin var samþykkt þann 9. janúar. 12. janúar 2024 08:48 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Ragnar Erling Hermannsson skorar á fólk að prófa að dvelja á kaffistofu Samhjálpar í heilan dag. Hann kallar eftir því að heimilislausu fólki verði úthlutað íbúðum hjá Félagsbústöðum. Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir reynt að gæta að mannúð í samskiptum við heimilislaust fólk. 15. nóvember 2024 14:48
Rekstur neyslurýmis í Borgartúni samþykktur Byggingarfulltrúi samþykkti í vikunni umsókn Rauða kross Íslands um að koma upp einingahúsum fyrir neyslurými á lóð við Borgartún 5 í Reykjavík. Umsóknin var samþykkt þann 9. janúar. 12. janúar 2024 08:48
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent