Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Kjartan Kjartansson skrifar 21. maí 2025 10:58 Norskur olíuborpallur í Norðursjó. Skylt er að taka tillit til loftslagsáhrifa þess að olíu og gasi sé brennt við umhverfismat á vinnslunni samkvæmt nýju áliti EFTA-dómstólsins. Vísir/EPA Losun gróðurhúsalofttegunda sem hlýst af bruna á olíu og gasi telst til umhverfisáhrifa olíu- og gasframleiðslu Norðmanna, að mati EFTA-dómstólsins. Norskur dómstóll óskaði eftir álitinu vegna máls sem náttúruverndarsamtök höfðuðu vegna fyrirhugaðrar jarðefnaeldsneytisvinnslu í Norðursjó. Þrenn náttúruverndarsamtök stefndu norskum stjórnvöldum til þess að freista þess að stöðva fyrirhugaða olíu- og gasvinnslu í Norðursjó. Þau byggja á því að ekki hafi verið tekið tillit til áhrifa vinnslunnar á loftslag jarðar þegar norska orkumálaráðuneytið veitti leyfin fyrir vinnslunni. Norskur áfrýjunar dómstóll leitaði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins sem kvað í dag upp úr um að losun gróðurhúsalofttegunda sem hlýst af brennslu þeirra sem kaupa olíuna og gasið teljist til umhverfisáhrifa vinnslunnar í skilningi tilskipunar Evrópusambandsins um mat á umhverfisáhrifum. Áfrýjunardómstóllinn tekur málið fyrir aftur í september. Þegar er byrjað að vinna olíu og gas á tveimur svæðum í Norðursjó sem málið snýst um, á svonefndum Breiðabliks- og Tyrvingsvæðum. Framkvæmdir standa enn yfir á Yggdrasilssvæðinu, því stærsta sem er undir í málinu. Ólíkar túlkanir á þýðingunni Grænfriðungar í Noregi lýsa álitinu sem fullnaðarsigri. Það þýði að það sé ólöglegt að samþykkja nýja gas- og olíuvinnslu án þess að meta loftslagsáhrifin af bruna jarðefnanna. Álitið geti haft mikla þýðingu fyrir olíuvinnslu í Evrópu allri. „Afleiðingar skýrs álits EFTA-dómstólsins eru að það verður að ógilda ákvarðanirnar og að það verður að stöðva ólögleg áhrif áframhaldandi starfsemi þessara linda,“ hefur norska ríkisútvarpið eftir Jenny Sandvig, lögmanni náttúruverndarsamtakanna. Fulltrúi norska ríkislögmannsins er ekki sammála því. Áliti þýði ekki að leyfin sem voru veitt og deilt er um í dómsmálinu séu óögleg. Áfrýjunardómstóllinn þurfi enn að svara nokkrum lykilspurningum í málinu. Í áliti dómstólsins kemur fram að landsdómstóli í Noregi sé skylt að koma í veg fyrir ólögmætar afleiðingar þess að ekki var framkvæmt fullt mat á umhverfisáhrifum jarðefnavinnslunnar, að því marki sem unn er samkvæmt landslögum. Dómstóll geti ekki heldur veitt afturvirka undanþágu frá þeirri skyldu að meta loftslagsáhrifin. EFTA-dómstóllinn útilokar ekki að hægt sé að vinna umhverfismatið á meðan framkvæmdir standa yfir eða jafnvel eftir að starfsemin sé hafin til þess að uppfylla tilskipunina. Aftur á móti megi landslög um það ekki veita aðilum tækifæri til að komast í kringum reglurnar. Þá þarf við þær aðstæður að taka tillit til heildarumhverfisáhrifa verkefnis frá því að því er lokið, ekki aðeins framtíðaráhrifa þess. Fréttin hefur verið uppfærð. Noregur Loftslagsmál Jarðefnaeldsneyti EFTA Umhverfismál Evrópusambandið Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Sjá meira
Þrenn náttúruverndarsamtök stefndu norskum stjórnvöldum til þess að freista þess að stöðva fyrirhugaða olíu- og gasvinnslu í Norðursjó. Þau byggja á því að ekki hafi verið tekið tillit til áhrifa vinnslunnar á loftslag jarðar þegar norska orkumálaráðuneytið veitti leyfin fyrir vinnslunni. Norskur áfrýjunar dómstóll leitaði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins sem kvað í dag upp úr um að losun gróðurhúsalofttegunda sem hlýst af brennslu þeirra sem kaupa olíuna og gasið teljist til umhverfisáhrifa vinnslunnar í skilningi tilskipunar Evrópusambandsins um mat á umhverfisáhrifum. Áfrýjunardómstóllinn tekur málið fyrir aftur í september. Þegar er byrjað að vinna olíu og gas á tveimur svæðum í Norðursjó sem málið snýst um, á svonefndum Breiðabliks- og Tyrvingsvæðum. Framkvæmdir standa enn yfir á Yggdrasilssvæðinu, því stærsta sem er undir í málinu. Ólíkar túlkanir á þýðingunni Grænfriðungar í Noregi lýsa álitinu sem fullnaðarsigri. Það þýði að það sé ólöglegt að samþykkja nýja gas- og olíuvinnslu án þess að meta loftslagsáhrifin af bruna jarðefnanna. Álitið geti haft mikla þýðingu fyrir olíuvinnslu í Evrópu allri. „Afleiðingar skýrs álits EFTA-dómstólsins eru að það verður að ógilda ákvarðanirnar og að það verður að stöðva ólögleg áhrif áframhaldandi starfsemi þessara linda,“ hefur norska ríkisútvarpið eftir Jenny Sandvig, lögmanni náttúruverndarsamtakanna. Fulltrúi norska ríkislögmannsins er ekki sammála því. Áliti þýði ekki að leyfin sem voru veitt og deilt er um í dómsmálinu séu óögleg. Áfrýjunardómstóllinn þurfi enn að svara nokkrum lykilspurningum í málinu. Í áliti dómstólsins kemur fram að landsdómstóli í Noregi sé skylt að koma í veg fyrir ólögmætar afleiðingar þess að ekki var framkvæmt fullt mat á umhverfisáhrifum jarðefnavinnslunnar, að því marki sem unn er samkvæmt landslögum. Dómstóll geti ekki heldur veitt afturvirka undanþágu frá þeirri skyldu að meta loftslagsáhrifin. EFTA-dómstóllinn útilokar ekki að hægt sé að vinna umhverfismatið á meðan framkvæmdir standa yfir eða jafnvel eftir að starfsemin sé hafin til þess að uppfylla tilskipunina. Aftur á móti megi landslög um það ekki veita aðilum tækifæri til að komast í kringum reglurnar. Þá þarf við þær aðstæður að taka tillit til heildarumhverfisáhrifa verkefnis frá því að því er lokið, ekki aðeins framtíðaráhrifa þess. Fréttin hefur verið uppfærð.
Noregur Loftslagsmál Jarðefnaeldsneyti EFTA Umhverfismál Evrópusambandið Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent