Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. maí 2025 22:28 Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, var ekki par sáttur við vinnubrögð Vegagerðarinnar. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, baðst auðmjúkur afsökunar. Skilti sem Borgarverk reisti fyrir Vegagerðina við Dynjandisheiði reyndist innihalda fjölda stafsetningar- og málfarsvillna. Málfræðingur segir ófyrirgefanlega hroðvirknina til skammar. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar hefur beðist afsökunar á skiltinu og segir það munu verða lagað með límmiða. „Þetta glæsilega skilti sem Vegagerðin reisti nýverið er fyrirtaks dæmi um nokkrar algengari stafsetningar- og málfarsvillur okkar fallega tungumáls,“ skrifaði Pálmi Kormákur og birti mynd af skiltinu í Facebook-hópnum Málspjallinu. Þá sagði hann þá lýsingu að tala um veg sem liggi um heiði, frekar en að þvera hana, vekja upp áhugavert ósamræmi í máltilfinningu sumra. „Hvað kemur þú auga á margar villur?“ spurði Pálmi svo notendur Málspjallsins. Allavega fimm villur, ef ekki fleiri Fjöldi fólks listaði upp villurnar á skiltinu í ummælum við færsluna. Þar á meðal Davíð Oddsson, þó ekki stjórnmálamaðurinn, sem taldi alls fimm villur en sá ekkert að því að talað væri um að vegurinn lægi um heiðina. Villurnar voru eftirfarandi samkvæmt Davíð Oddssyni: Auka R í VESTFJARÐA(R)VEGUR Stafavíxl; ka(lf)a. Punktur í stað tvípunkts: Verklok(.) Vantar punkt á eftir 30 (þrítugasti). Það er óhefðbundið að nota stóran staf í mánaðaheitum (September). Aðrir töldu sig finna enn fleiri villur, of mikið bil væri á eftir kommu í 8,0 km, hástafir væru ofnotaðir og bil væru víða of mikil. Flestallir sem skrifuðu ummæli við færsluna hneyksluðust á vinnubrögðunum. Þar á meðal sagði Kjartan Eggertsson skiltið vera „dapurt dæmi“ um hvert stefnir. „Þetta er fyrst og fremst dæmi um ófyrirgefanlega hroðvirkni. Ekkert af þessu er dæmi um málbreytingar,“ svaraði þá Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands. Frágangurinn til skammar Eiríkur, sem mörgum harðlínumönnum málfarseftirlits hefur þótt taka of mjúkum höndum á vitlausu málfari fólks, tók málið hins vegar engum vettlingatökum og tók Vegagerðina á teppið. Eiríkur var ekki sáttur með vinnubrögðin.Vísir/Vilhelm „Gagnrýni á málfar einstaklinga er óheimil í þessum hópi en hér gegnir öðru máli. Hér er það opinber stofnun sem á í hlut og þessi frágangur er til skammar. Hvað segir þú um þetta, G. Pétur Matthíasson? Er þetta forsvaranlegt?“ spurði hann í öðrum ummælum og merkti upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar sérstaklega. „Nei þetta er ekki í lagi, það er búið að taka skiltið niður,“ svaraði upplýsingafulltrúinn G. Pétur. G. Pétur Matthíasson baðst afsökunar á skiltinu.Vísir/Einar „Gott - en ég skil bara ekki hvernig svona getur gerst. Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ spurði Eiríkur þá. „Verktakinn útbýr skiltin sem er þó engin afsökun fyrir okkur, því auðvitað eigum við að hafa eftirlit með þessu einsog öllu öðru. Þannig að þetta er hvatning um að gera betur og ég verð að tryggja að við í samskiptadeildinni verðum fengin til að lesa yfir í framtíðinni,“ svaraði G. Pétur þá. Aðrir slógu hins vegar á léttari strengi í umræðuþræðinum. Rauður penni nauðsynlegur og fróðleg kalfalengd „Í öllum hanskahólfum ætti að vera rauður tússpenni, svo ökumenn geti brugðist snarlega við svona skiltleysum,“ skrifaði Einar Baldvin Pálsson við færsluna. Illuga Jökulssyni, dagskrárgerðarmanni, fannst fróðlegt að fá upplýsingar um kalfalengd. „Mér finnst nú engin ástæða til að gera of mikið veður út af þessu. Það er til dæmis fróðlegt að fá þó þetta nákvæmar upplýsingar um lengd kalfa,“ skrifaði hann. Jóhann Hlíðar Harðarson, túlkur og fyrrverandi fréttamaður, stríddi G. Pétri aðeins og skrifaði: „Hannaðir þú þetta skilti G. Pétur?“ „Ekki svo gott - en ég lét taka það niður 😊“ svaraði upplýsingafulltrúinn sem þurfti þó á endanum að draga í land: „Var að fá nýjar upplýsingar, skiltið verður ekki tekið niður heldur mun verktakinn líma nýjan texta yfir allt skiltið - vonandi gengur það fljótt og vel fyrir sig. Villulaust.“ Íslensk tunga Vegagerð Vesturbyggð Ísafjarðarbær Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
„Þetta glæsilega skilti sem Vegagerðin reisti nýverið er fyrirtaks dæmi um nokkrar algengari stafsetningar- og málfarsvillur okkar fallega tungumáls,“ skrifaði Pálmi Kormákur og birti mynd af skiltinu í Facebook-hópnum Málspjallinu. Þá sagði hann þá lýsingu að tala um veg sem liggi um heiði, frekar en að þvera hana, vekja upp áhugavert ósamræmi í máltilfinningu sumra. „Hvað kemur þú auga á margar villur?“ spurði Pálmi svo notendur Málspjallsins. Allavega fimm villur, ef ekki fleiri Fjöldi fólks listaði upp villurnar á skiltinu í ummælum við færsluna. Þar á meðal Davíð Oddsson, þó ekki stjórnmálamaðurinn, sem taldi alls fimm villur en sá ekkert að því að talað væri um að vegurinn lægi um heiðina. Villurnar voru eftirfarandi samkvæmt Davíð Oddssyni: Auka R í VESTFJARÐA(R)VEGUR Stafavíxl; ka(lf)a. Punktur í stað tvípunkts: Verklok(.) Vantar punkt á eftir 30 (þrítugasti). Það er óhefðbundið að nota stóran staf í mánaðaheitum (September). Aðrir töldu sig finna enn fleiri villur, of mikið bil væri á eftir kommu í 8,0 km, hástafir væru ofnotaðir og bil væru víða of mikil. Flestallir sem skrifuðu ummæli við færsluna hneyksluðust á vinnubrögðunum. Þar á meðal sagði Kjartan Eggertsson skiltið vera „dapurt dæmi“ um hvert stefnir. „Þetta er fyrst og fremst dæmi um ófyrirgefanlega hroðvirkni. Ekkert af þessu er dæmi um málbreytingar,“ svaraði þá Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands. Frágangurinn til skammar Eiríkur, sem mörgum harðlínumönnum málfarseftirlits hefur þótt taka of mjúkum höndum á vitlausu málfari fólks, tók málið hins vegar engum vettlingatökum og tók Vegagerðina á teppið. Eiríkur var ekki sáttur með vinnubrögðin.Vísir/Vilhelm „Gagnrýni á málfar einstaklinga er óheimil í þessum hópi en hér gegnir öðru máli. Hér er það opinber stofnun sem á í hlut og þessi frágangur er til skammar. Hvað segir þú um þetta, G. Pétur Matthíasson? Er þetta forsvaranlegt?“ spurði hann í öðrum ummælum og merkti upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar sérstaklega. „Nei þetta er ekki í lagi, það er búið að taka skiltið niður,“ svaraði upplýsingafulltrúinn G. Pétur. G. Pétur Matthíasson baðst afsökunar á skiltinu.Vísir/Einar „Gott - en ég skil bara ekki hvernig svona getur gerst. Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ spurði Eiríkur þá. „Verktakinn útbýr skiltin sem er þó engin afsökun fyrir okkur, því auðvitað eigum við að hafa eftirlit með þessu einsog öllu öðru. Þannig að þetta er hvatning um að gera betur og ég verð að tryggja að við í samskiptadeildinni verðum fengin til að lesa yfir í framtíðinni,“ svaraði G. Pétur þá. Aðrir slógu hins vegar á léttari strengi í umræðuþræðinum. Rauður penni nauðsynlegur og fróðleg kalfalengd „Í öllum hanskahólfum ætti að vera rauður tússpenni, svo ökumenn geti brugðist snarlega við svona skiltleysum,“ skrifaði Einar Baldvin Pálsson við færsluna. Illuga Jökulssyni, dagskrárgerðarmanni, fannst fróðlegt að fá upplýsingar um kalfalengd. „Mér finnst nú engin ástæða til að gera of mikið veður út af þessu. Það er til dæmis fróðlegt að fá þó þetta nákvæmar upplýsingar um lengd kalfa,“ skrifaði hann. Jóhann Hlíðar Harðarson, túlkur og fyrrverandi fréttamaður, stríddi G. Pétri aðeins og skrifaði: „Hannaðir þú þetta skilti G. Pétur?“ „Ekki svo gott - en ég lét taka það niður 😊“ svaraði upplýsingafulltrúinn sem þurfti þó á endanum að draga í land: „Var að fá nýjar upplýsingar, skiltið verður ekki tekið niður heldur mun verktakinn líma nýjan texta yfir allt skiltið - vonandi gengur það fljótt og vel fyrir sig. Villulaust.“
Íslensk tunga Vegagerð Vesturbyggð Ísafjarðarbær Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira