Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar 22. maí 2025 12:02 Stríðið á Gaza er hryllilegra en orð fá lýst, um það deilir enginn. En óneitanlega er það dapurlegt að vera vitni að allri þeirri orku sem fer í að mótmæla stríðsátökunum án þess að þessi orka beinist gegn þeim sem mesta ábyrgð ber. Sá aðili virðist vera stikk-frí í allri umræðu. Það er þungbært að horfa og hlusta á annars sæmilega meðalgreint fólk halda því fram fullum fetum að Ísraelsmenn beri einir ábyrgð á ástandinu, og ef þjóðir heims myndu nú bara andskotast til að gyrða sig í brók og taka sig saman um að fordæma Ísrael, slíta stjórnmálasambandinu, setja á viðskiptaþvinganir, banna Ísrael að taka þátt í Eurovision (sem virðist mest áríðandi í hugum furðu margra), rannsaka símakosninguna (sem hlýtur að vera forgangsmál), loka sendiráðunum og almennt séð útskúfa Ísrael úr alþjóðasamfélaginu þá muni allt hrökkva í dúnalogn … og friður og velsæld ríkja um aldur og æfi á Gazaströndinni. Þessi nálgun er í anda slaufunarmenningar "woke" hugmyndafræðinnar, þar sem heilbrigð umræða og staðreyndir eru litin hornauga en þess í stað ræður blind heift og gagnrýnislaus hjarðhegðun í formi sjálfsupphafningar þar sem keppt um hver sé "mest góður", ásamt múgæsingar og nornaveiða gegn þeim sem aðhyllast ekki réttar og viðurkenndar skoðanir - þeim skal umsvifalaust slaufað og útskúfað, allt til að góða fólkið geti haldið áfram að friða eigin samvisku með yfirborðskenndum uppþotum og hávaða. Og þungbærast af öllu er svo að sjá ráðamenn þjóðarinnar kikna undan þessu og taka auðmjúka undir þessar ranghugmyndir og lýðskrum. Staðreyndin er nefninlega sú að jafnvel þótt slegið verði á puttana á Ísrael, her þeirra rekinn heim og Ísrael slaufað úr alþjóðasamfélaginu (og meira að segja bannað að taka þátt í Eurovision) þá mun það ekki duga til að friður og hamingja muni ríkja fyrir botni Miðjarðarhafs. Ástæðan er ríkisstjórn Palestínu - Hamas. Hamas er nefninlega ekki hugprúðir og hjartahreinir föðurlandsvinir og frelsishetjur að berjast fyrir sjálfstæði kúgaðrar þjóðar sem verið er að kremja undir blóðugum skriðbeltum innrásarhers. Aldeilis ekki. Hamas eru hryðjuverkasamtök róttæks öfgatrúarhóps sem hefur það að yfirlýstu markmiði sínu að útrýma Ísrael (og þar með Gyðingum) af yfirborði Jarðar. Þetta kemur skýrt fram í stofnskrá Hamas frá 1988: tilgangur samtakanna er útrýming Ísraels og Ísraelsku þjóðarinnar, og hefur Hamas aldrei farið í neinar grafgötur með það. Um það ber vitni stanslaus stríðsrekstur Hamas og síendurteknar mannskæðar hryðjuverkaárásir gegn almenningi í Ísrael síðustu fjóra áratugina. Það er einfeldningslegt - og í besta falli barnaskapur - að halda að það sé nóg að þjóðir heims taki sig saman um að slaufa og útskúfa Ísrael, og þá muni allt falla í dúnalogn. Hamas mun nefninlega ekki hætta sínu stríði, heldur mun að öllum líkindum færast kapp í kinn. Sagan frá 2005 mun bara endurtaka sig. Það ár yfirgaf Ísrael Gaza með manni og mús, en hryðjuverkasamtökin Hamas tóku sér nokkur ár í að sleikja sárin, sanka að sér vopnum (og notuðu til þess fjármuni sem alþjóðasamfélagið gaf til uppbyggingar á Gaza en fóru þess í stað í að fylla á vopnabúrin), byggja upp her sinn … og tóku síðan aftur upp þráðinn þar sem frá var horfið og héldu áfram að ráðast á Ísrael. Þetta mun Hamas gera aftur … og aftur … á meðan vel meinandi en illa upplýstir mótmælendur og fréttamenn á Vesturlöndum halda áfram að kokgleypa og endurvarpa hugsunarlaust áróðri „frelsishreyfingarinnar“ Hamas. Ef alþjóðasamfélagið stendur aðgerðarlaust hjá og horfir upp á hryðjuverkasamtök róttækra öfgatrúarmanna halda áratugum saman uppi stríði gegn vestrænu lýðræðissamfélagi - ég tala nú ekki um ef alþjóðasamfélagið hreinlega legst á árarnar með hryðjuverkasamtökunum! - þá spyr maður sig: þegar Ísrael fellur, hvaða land verður þá næst? Verður það England? Þýskaland? Svíþjóð? Eða kanski Frakkland? Í Frakklandi hafa stjórnvöld t.d. vaxandi áhyggjur af hryðjuverkasamtökunum "Bræðralag Múslima" (sem eru svo öfgafull að þau eru meira að segja bönnuð með lögum í mörgum Arabaríkjum). Þau samtök vinna leynt og ljóst að því að grafa undan Frönsku samfélagi, og ef upp úr sýður og í Frakklandi hefjast bein átök milli hersins og hryðjuverkasamtakanna, sem er alls ekki svo fjarlæg sviðsmynd, ætlar þá allt góða fólkið með of mikla frítímann, yfirborðskenndu skoðanirnar og svart-hvítu hálsklútana að hefja fjöldamótmæli og krefjast þess að við slítum stjórnmálasambandi við Frakkland, setjum viðskiptaþvinganir á Frönsku þjóðina, lokum sendiráðinu í París … og rekum Frakkland úr Eurovision? Það er kominn tími til að spyrna við fæti og horfast í augu við rót vandans. Ísrael á ekki í stríði við börn og saklausa borgara: Ísrael á í stríði við öfgatrúarhóp sem hefur að yfirlýstu markmiði sínu að útrýma Ísraelsku þjóðinni af trúarlegum ástæðum. Einungis með því að aðstoða Ísrael við að rjúfa þennan vítahring ofbeldis og manndrápa með því að uppræta hryðjuverkasamtökin Hamas, hjálpa stríðshrjáðum almenningi á Gaza að losna undan oki ofstækisfullra hryðjuverkarmanna og gera Gaza að vopnlausu svæði mun komast á varanlegur friður. Fyrst þá getur alþjóðasamfélagið farið að hjálpa fólkinu sem þar býr að byggja upp samfélag byggt á gildum umburðarlyndis, mannréttinda og friðar. Höfundur er fréttafíkill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Stríðið á Gaza er hryllilegra en orð fá lýst, um það deilir enginn. En óneitanlega er það dapurlegt að vera vitni að allri þeirri orku sem fer í að mótmæla stríðsátökunum án þess að þessi orka beinist gegn þeim sem mesta ábyrgð ber. Sá aðili virðist vera stikk-frí í allri umræðu. Það er þungbært að horfa og hlusta á annars sæmilega meðalgreint fólk halda því fram fullum fetum að Ísraelsmenn beri einir ábyrgð á ástandinu, og ef þjóðir heims myndu nú bara andskotast til að gyrða sig í brók og taka sig saman um að fordæma Ísrael, slíta stjórnmálasambandinu, setja á viðskiptaþvinganir, banna Ísrael að taka þátt í Eurovision (sem virðist mest áríðandi í hugum furðu margra), rannsaka símakosninguna (sem hlýtur að vera forgangsmál), loka sendiráðunum og almennt séð útskúfa Ísrael úr alþjóðasamfélaginu þá muni allt hrökkva í dúnalogn … og friður og velsæld ríkja um aldur og æfi á Gazaströndinni. Þessi nálgun er í anda slaufunarmenningar "woke" hugmyndafræðinnar, þar sem heilbrigð umræða og staðreyndir eru litin hornauga en þess í stað ræður blind heift og gagnrýnislaus hjarðhegðun í formi sjálfsupphafningar þar sem keppt um hver sé "mest góður", ásamt múgæsingar og nornaveiða gegn þeim sem aðhyllast ekki réttar og viðurkenndar skoðanir - þeim skal umsvifalaust slaufað og útskúfað, allt til að góða fólkið geti haldið áfram að friða eigin samvisku með yfirborðskenndum uppþotum og hávaða. Og þungbærast af öllu er svo að sjá ráðamenn þjóðarinnar kikna undan þessu og taka auðmjúka undir þessar ranghugmyndir og lýðskrum. Staðreyndin er nefninlega sú að jafnvel þótt slegið verði á puttana á Ísrael, her þeirra rekinn heim og Ísrael slaufað úr alþjóðasamfélaginu (og meira að segja bannað að taka þátt í Eurovision) þá mun það ekki duga til að friður og hamingja muni ríkja fyrir botni Miðjarðarhafs. Ástæðan er ríkisstjórn Palestínu - Hamas. Hamas er nefninlega ekki hugprúðir og hjartahreinir föðurlandsvinir og frelsishetjur að berjast fyrir sjálfstæði kúgaðrar þjóðar sem verið er að kremja undir blóðugum skriðbeltum innrásarhers. Aldeilis ekki. Hamas eru hryðjuverkasamtök róttæks öfgatrúarhóps sem hefur það að yfirlýstu markmiði sínu að útrýma Ísrael (og þar með Gyðingum) af yfirborði Jarðar. Þetta kemur skýrt fram í stofnskrá Hamas frá 1988: tilgangur samtakanna er útrýming Ísraels og Ísraelsku þjóðarinnar, og hefur Hamas aldrei farið í neinar grafgötur með það. Um það ber vitni stanslaus stríðsrekstur Hamas og síendurteknar mannskæðar hryðjuverkaárásir gegn almenningi í Ísrael síðustu fjóra áratugina. Það er einfeldningslegt - og í besta falli barnaskapur - að halda að það sé nóg að þjóðir heims taki sig saman um að slaufa og útskúfa Ísrael, og þá muni allt falla í dúnalogn. Hamas mun nefninlega ekki hætta sínu stríði, heldur mun að öllum líkindum færast kapp í kinn. Sagan frá 2005 mun bara endurtaka sig. Það ár yfirgaf Ísrael Gaza með manni og mús, en hryðjuverkasamtökin Hamas tóku sér nokkur ár í að sleikja sárin, sanka að sér vopnum (og notuðu til þess fjármuni sem alþjóðasamfélagið gaf til uppbyggingar á Gaza en fóru þess í stað í að fylla á vopnabúrin), byggja upp her sinn … og tóku síðan aftur upp þráðinn þar sem frá var horfið og héldu áfram að ráðast á Ísrael. Þetta mun Hamas gera aftur … og aftur … á meðan vel meinandi en illa upplýstir mótmælendur og fréttamenn á Vesturlöndum halda áfram að kokgleypa og endurvarpa hugsunarlaust áróðri „frelsishreyfingarinnar“ Hamas. Ef alþjóðasamfélagið stendur aðgerðarlaust hjá og horfir upp á hryðjuverkasamtök róttækra öfgatrúarmanna halda áratugum saman uppi stríði gegn vestrænu lýðræðissamfélagi - ég tala nú ekki um ef alþjóðasamfélagið hreinlega legst á árarnar með hryðjuverkasamtökunum! - þá spyr maður sig: þegar Ísrael fellur, hvaða land verður þá næst? Verður það England? Þýskaland? Svíþjóð? Eða kanski Frakkland? Í Frakklandi hafa stjórnvöld t.d. vaxandi áhyggjur af hryðjuverkasamtökunum "Bræðralag Múslima" (sem eru svo öfgafull að þau eru meira að segja bönnuð með lögum í mörgum Arabaríkjum). Þau samtök vinna leynt og ljóst að því að grafa undan Frönsku samfélagi, og ef upp úr sýður og í Frakklandi hefjast bein átök milli hersins og hryðjuverkasamtakanna, sem er alls ekki svo fjarlæg sviðsmynd, ætlar þá allt góða fólkið með of mikla frítímann, yfirborðskenndu skoðanirnar og svart-hvítu hálsklútana að hefja fjöldamótmæli og krefjast þess að við slítum stjórnmálasambandi við Frakkland, setjum viðskiptaþvinganir á Frönsku þjóðina, lokum sendiráðinu í París … og rekum Frakkland úr Eurovision? Það er kominn tími til að spyrna við fæti og horfast í augu við rót vandans. Ísrael á ekki í stríði við börn og saklausa borgara: Ísrael á í stríði við öfgatrúarhóp sem hefur að yfirlýstu markmiði sínu að útrýma Ísraelsku þjóðinni af trúarlegum ástæðum. Einungis með því að aðstoða Ísrael við að rjúfa þennan vítahring ofbeldis og manndrápa með því að uppræta hryðjuverkasamtökin Hamas, hjálpa stríðshrjáðum almenningi á Gaza að losna undan oki ofstækisfullra hryðjuverkarmanna og gera Gaza að vopnlausu svæði mun komast á varanlegur friður. Fyrst þá getur alþjóðasamfélagið farið að hjálpa fólkinu sem þar býr að byggja upp samfélag byggt á gildum umburðarlyndis, mannréttinda og friðar. Höfundur er fréttafíkill.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun