Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Jakob Bjarnar skrifar 22. maí 2025 12:04 Nú í morgun var verið að bera mann út úr íbúð sinni. Talið er að þar hafi hundahald ráðið ákvörðun en svara er beðið frá Félagsbústöðum. vísir/anton brink Friður um Bríetartún 20, sem kallað hefur verið „hryllingshúsið“ vegna gripdeilda og ógnandi framgöngu konu sem búsett er í húsinu, virðist óhugsandi. Nú í morgun var maður borinn þaðan út. Íbúi í húsinu sagði einu ástæðuna hugsanlega vera þá að maðurinn hafi einhvern tíma haldið tvo smáhunda sem voru líf hans og yndi. „Þetta er friðsamur maður. En það er akkúrat núna verið að bera hann út. Úthýst. Sonur hans var ekki látinn vita af þessu en konan sem þið hafið verið að skrifa um, hún er hér enn í góðu yfirlæti,“ segir ónefndur íbúi hússins. Honum er um og ó. Spurður hvort maðurinn skuldi leigu, hvort sú geti verið ástæðan segir íbúinn það ekki svo heldur hljóti þessi útburður að tengjast hundahaldinu. „Hann hefur ekki verið með hunda hér í hálft ár. Þetta er viðbjóðsleg valdníðsla. Konan sem öllum óróanum veldur er hér hins vegar enn. Hún hefur verið að ræna manninn reglulega og meira að segja þessum hundum.“ Vísir setti sig í samband við Félagsbústaði, sem á stigaganginn allan en Félagsbústaðir sjá um að úthluta og halda utan um félagslegt húsnæði Reykjavíkurborgar. Þar liggja fyrir útistandandi skilaboð og verður fréttin uppfærð um leið og svör berast. Ljóst er að þar gengur mikið á. ... Málið leystist farsællega Uppfært 13:15 Vísir ræddi við Falasteen sem er sviðstjóri þjónustu og upplýsingasviðs. Hún sagðist ekki geta tjáð sig um einstaka mál en gat þó tjáð Vísi að þetta tiltekna mál hafi á endanum leyst farsællega. Og henni finnst ekki við hæfi að kalla húsið „hryllingshús“. „Við leitumst alltaf við að tryggja húsnæðisöryggi allra. Mér finnst ljótt að kalla húsið hryllingshús, þetta lítur rosalega vel út. Ég var þarna í morgun ásamt lögreglu og sýslumanni. Við erum að gera þetta upp svo að fólki líði vel þarna og viljum tryggja öryggi allra.“ Þá sagði hún að í lengstu lög væri reynt að komast hjá því að rifta leigusamningi. Og þegar forsenda fyrir útburði er ekki lengur til staðar er það gert. „Þetta mál sem þú ert væntanlega að vísa í er að leysast farsællega. Við höfum verið að vinna í þessu á fullu.“ Falasteen gat ekki talað neitt um mál konunnar sem í húsinu er og hefur valdið talsverðu ónæði, né heldur, vegna áðurnefnds trúnaðar um einstök mál, né hvort gripið hafi verið til útburðar vegna hundahalds mannsins. „Ég ítreka, þetta leystist farsællega.“ Í ljósi nýfenginna upplýsinga hefur fyrirsögn fréttarinnar verið breytt. Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Lögreglumál Tengdar fréttir Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Fulltrúar Félagsbústaða eru mættir til að bera konu sem hefur búið við Bríetartún 20 út. Hún sem og nágrannar hennar eru með böggum hildar vegna aðgerðanna. 6. maí 2025 10:04 „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sigurbjörg Jónsdóttir, sem var borin út úr íbúð Félagsbústaða fyrr í vikunni, er ekki enn komin með annan samastað. Hún hefur síðustu nætur gist á hóteli sem vinkona hennar hefur greitt fyrir. Hún veit ekki hvað tekur við á morgun þegar hún þarf að fara þaðan. 9. maí 2025 15:30 Konan í Bríetartúni komin á götuna Fulltrúar sýslumanns auk lögreglu báru fimmtuga konu úr leiguíbúð hennar við Bríetartún 20 nú fyrir hádegi. Hún er nú á götunni. 6. maí 2025 11:40 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Sjá meira
Íbúi í húsinu sagði einu ástæðuna hugsanlega vera þá að maðurinn hafi einhvern tíma haldið tvo smáhunda sem voru líf hans og yndi. „Þetta er friðsamur maður. En það er akkúrat núna verið að bera hann út. Úthýst. Sonur hans var ekki látinn vita af þessu en konan sem þið hafið verið að skrifa um, hún er hér enn í góðu yfirlæti,“ segir ónefndur íbúi hússins. Honum er um og ó. Spurður hvort maðurinn skuldi leigu, hvort sú geti verið ástæðan segir íbúinn það ekki svo heldur hljóti þessi útburður að tengjast hundahaldinu. „Hann hefur ekki verið með hunda hér í hálft ár. Þetta er viðbjóðsleg valdníðsla. Konan sem öllum óróanum veldur er hér hins vegar enn. Hún hefur verið að ræna manninn reglulega og meira að segja þessum hundum.“ Vísir setti sig í samband við Félagsbústaði, sem á stigaganginn allan en Félagsbústaðir sjá um að úthluta og halda utan um félagslegt húsnæði Reykjavíkurborgar. Þar liggja fyrir útistandandi skilaboð og verður fréttin uppfærð um leið og svör berast. Ljóst er að þar gengur mikið á. ... Málið leystist farsællega Uppfært 13:15 Vísir ræddi við Falasteen sem er sviðstjóri þjónustu og upplýsingasviðs. Hún sagðist ekki geta tjáð sig um einstaka mál en gat þó tjáð Vísi að þetta tiltekna mál hafi á endanum leyst farsællega. Og henni finnst ekki við hæfi að kalla húsið „hryllingshús“. „Við leitumst alltaf við að tryggja húsnæðisöryggi allra. Mér finnst ljótt að kalla húsið hryllingshús, þetta lítur rosalega vel út. Ég var þarna í morgun ásamt lögreglu og sýslumanni. Við erum að gera þetta upp svo að fólki líði vel þarna og viljum tryggja öryggi allra.“ Þá sagði hún að í lengstu lög væri reynt að komast hjá því að rifta leigusamningi. Og þegar forsenda fyrir útburði er ekki lengur til staðar er það gert. „Þetta mál sem þú ert væntanlega að vísa í er að leysast farsællega. Við höfum verið að vinna í þessu á fullu.“ Falasteen gat ekki talað neitt um mál konunnar sem í húsinu er og hefur valdið talsverðu ónæði, né heldur, vegna áðurnefnds trúnaðar um einstök mál, né hvort gripið hafi verið til útburðar vegna hundahalds mannsins. „Ég ítreka, þetta leystist farsællega.“ Í ljósi nýfenginna upplýsinga hefur fyrirsögn fréttarinnar verið breytt.
Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Lögreglumál Tengdar fréttir Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Fulltrúar Félagsbústaða eru mættir til að bera konu sem hefur búið við Bríetartún 20 út. Hún sem og nágrannar hennar eru með böggum hildar vegna aðgerðanna. 6. maí 2025 10:04 „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sigurbjörg Jónsdóttir, sem var borin út úr íbúð Félagsbústaða fyrr í vikunni, er ekki enn komin með annan samastað. Hún hefur síðustu nætur gist á hóteli sem vinkona hennar hefur greitt fyrir. Hún veit ekki hvað tekur við á morgun þegar hún þarf að fara þaðan. 9. maí 2025 15:30 Konan í Bríetartúni komin á götuna Fulltrúar sýslumanns auk lögreglu báru fimmtuga konu úr leiguíbúð hennar við Bríetartún 20 nú fyrir hádegi. Hún er nú á götunni. 6. maí 2025 11:40 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Sjá meira
Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Fulltrúar Félagsbústaða eru mættir til að bera konu sem hefur búið við Bríetartún 20 út. Hún sem og nágrannar hennar eru með böggum hildar vegna aðgerðanna. 6. maí 2025 10:04
„Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sigurbjörg Jónsdóttir, sem var borin út úr íbúð Félagsbústaða fyrr í vikunni, er ekki enn komin með annan samastað. Hún hefur síðustu nætur gist á hóteli sem vinkona hennar hefur greitt fyrir. Hún veit ekki hvað tekur við á morgun þegar hún þarf að fara þaðan. 9. maí 2025 15:30
Konan í Bríetartúni komin á götuna Fulltrúar sýslumanns auk lögreglu báru fimmtuga konu úr leiguíbúð hennar við Bríetartún 20 nú fyrir hádegi. Hún er nú á götunni. 6. maí 2025 11:40