Fótbolti

Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Luiz Dias og Marcus Rashford virðast báðir vera á óskalista Barcelona.
Luiz Dias og Marcus Rashford virðast báðir vera á óskalista Barcelona. Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images

Deco, yfirmaður íþróttamála hjá Barcelona, segir að félagið hafi áhuga á því að fá Marcus Rashford eða Luis Diaz til félagsins.

Spænskir miðlar segja frá því að Luis Diaz, leikmaður Liverpool og kólumbíska landsliðsins sé á óskalista Börsunga.

Þá var Marcus Rashford, leikmaður Manchester United, einnig sterklega orðaður við katalónska liðið í janúar áður en hann fór að lokum á láni til Aston Villa.

„Okkur lýst vel á Diaz og okkur lýst vel á Rasford, en okkur lýst líka vel á aðra leikmenn,“ sagði Deco í samtali við katalónsku útvarpsstöðina RAC1.

„Þegar við förum út á markaðinn þá skoðum við leikmenn sem við þekkjum og vitum að geta bætt liðið.“

Ekki er talið líklegt að Liverpool sé tilbúið að hlusta á tilboð í Luis Diaz, sem á tvö ár eftir af samningi sínum við Englandsmeistarana. Hins vegar er talið líklegt að Rashford sé fáanlegur fyrir um fjörutíu milljónir punda, eða um 6,9 milljarða króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×