Körfubolti

Finnur fyrir miklum létti: „Al­gjört and­legt rugl“

Aron Guðmundsson skrifar
Baldur með aðstoðarþjálfurum sínum eftir að Íslandsmeistaratitillinn var í höfn.
Baldur með aðstoðarþjálfurum sínum eftir að Íslandsmeistaratitillinn var í höfn. Vísir/Hulda Margrét

Baldur Þór Ragnars­son, þjálfari nýkrýndra Ís­lands­meistara Stjörnunnar í körfu­bolta, finnur nú fyrir létti þegar að titillinn sem hann hefur elt svo lengi er í höfn og að baki „al­gjört and­legt rugl“ í úr­slita­keppni deildarinnar.

„Þessu fylgir bara ólýsan­leg til­finning,“ segir Baldur er hann sest niður með frétta­manni degi eftir að Stjarnan tryggði sér sinn fyrsta Ís­lands­meistara­titil eftir sigur gegn Tindastól í odda­leik úr­slita­ein­vígis Bónus deildarinnar. „Ég finn fyrir miklum létti gagn­vart því að þetta sé búið og hafi endað svona. Gleði, ánægður með alla sem koma að þessu.“

Þetta var fyrsta tíma­bil Stjörnunnar undir stjórn Baldurs sem tók við liðinu af Arnari Guðjóns­syni eftir að hafa verið á mála hjá Ratiop­harm Ulm í Þýska­landi árin áður. Baldur stefndi strax að titli með lið Stjörnunnar en það er hægara sagt en gert að láta þá sýn raun­gerast.

„Þetta er ekki auðvelt, að vinna titil. Ég held að það sé öllum alveg ljóst sem hafa tekið þátt í þessu. Við Ægir Þór höfum verið í þessu yfir langan tíma en þetta er okkar fyrsti Ís­lands­meistara­titill, það er gaman að upp­lifa það. Maður er eigin­lega bara smá orð­laus yfir öllu. ÍR serían var erfið, Grinda­víkur serían enn þá erfiðari. Þetta eru svo mikil gæði sem þú ert að spila á móti, hrika­lega erfitt og bara geggjað að hafa náð svona erfiðu tak­marki.“

Baldur hefur á sínum þjálfara­ferli lengi verið á höttunum eftir Ís­lands­meistara­titli, hann hefur verið grá­lega nálægt því en einnig horft á eftir­menn sína í starfi ná því tak­marki.

„Fyrir mig er þetta persónu­lega stórt. Ég var grát­lega nálægt því að sækja Ís­lands­meistara­titil með Tindastól árið 2022, fer þaðan út í at­vinnu­mennsku og horfi á þá vinna titilinn árið eftir. Ég er upp­alinn í Þor­láks­höfn, var þjálfari liðsins á einum tíma­punkti, fer þaðan og horfi á þá taka titil. Það var erfitt í bæði skiptin en auðvitað sam­g­leðst maður þeim sem að tókst að gera þetta. En auðvitað var maður meðvitaður um þetta í baráttunni. Manni langaði þetta alveg rosa­lega mikið. Þetta er ákveðinn léttir, að hafa náð að gera þetta.“


Tengdar fréttir

Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar

Einum lengsta og magnaðasta ferli íslensks íþróttamanns lauk í gær þegar Stjarnan varð Íslandsmeistari eftir sigur á Tindastóli í oddaleik á Sauðárkróki. Hlynur Bæringsson setti þar punktinn aftan við tæplega þrjátíu ára meistaraflokksferil sem fékk draumaendi í gini úlfsins.

„Kemur væntan­lega risastórt tómarúm“

„Ferillinn er stolt. Ferillinn er vonbrigði og eftirsjá vegna þess sem ég hefði getað gert betur. Tekið betri ákvarðanir. En ég er stoltur og glaður að hafa farið í þetta. Flestir af þeim sem ég þekki í dag eru tengdir körfubolta. Ég á ofboðslega góðar minningar af þessum ferli.“

„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“

Benedikt Guðmundsson var gríðarlega sár og svekktur eftir tap Tindastóls gegn Stjörnunni í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Hann segir liðið hafa lagt sig vel fram en klikkað á allt of mörgum mikilvægum skotum. Spurningum um framtíðina var hann ekki tilbúinn að svara.

Ægir valinn verðmætastur

Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði Stjörnunnar, var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar en vaggaði fingri þegar hann tók við verðlaununum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×