Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. maí 2025 14:30 Ingunn Jónsdóttir starfaði sem frjósemislæknir hjá Livio en opnaði svo frjósemisstofnuna Sunnu. Frjósemismiðstöðin Livio hefur verið dæmd til að greiða fyrrverandi starfsmanni á þriðja tug milljóna króna. Ekki þótti sannað að Ingunn Jónsdóttir hefði brotið skilyrði um að stofna ekki eigin frjósemisstofu sem voru að finna í samningi Ingunnar við Livio. Ingunn er í dag eigandi frjósemismiðstöðvarinnar Sunnu ásamt eiginmanni sínum Þóri Harðarsyni. Hún starfaði sem frjósemislæknir hjá Livio þar til sumarið 2019 þegar henni var sagt upp störfum. Ingunn taldi uppsögnina ólögmæta og höfðaði mál gegn Livio. Þar krafðist hún þess að Livio yrði gert að greiða henni út 19 prósenta hlut hennar í félaginu. Málinu lauk með sátt en í henni fólst að óháður aðili yrði fenginn til að meta virði hlutarins sem reyndist tæplega 119 milljónir. Samkeppnishömlur í þriggja ára samningi Samkvæmt samningnum fékk Ingunn áttatíu prósent fjárins greiddar strax en tuttugu prósent eftir þrjú ár stæði hún við samning við Livio. Samningurinn átti að tryggja að Ingunn gæti ekki farið í samkeppni við Livio á næstu þremur árum, nælt í viðskiptavini frá Livio eða ráðið starfsfólk þaðan. Samningurinn tók gildi 1. febrúar 2021. Þórir eiginmaður Ingunnar stofnaði félag snemma árs 2023 og svo annað, Evuhús, í desember 2023. Tilgangur fyrra félagsins var sagður heilbrigðisþjónusta og þess síðara var frjósemismiðstöð. Livio taldi að með þessu hefði Ingunn rofið samkomulagið enda töldu þau fullvíst að hún væri með í ráðum við stofnun félaganna. Því ætti hún ekki rétt á tuttugu prósenta greiðslunni sem eftir stóð. Héraðsdómur Reykjavíkur leit til þess að nafn Ingunnar væri hvergi að finna í tengslum við félögin tvö á því þriggja ára tímabili sem samkomulag hennar við Livio var í gildi. Gögn frá heilbrigðisráðuneytinu staðfestu auk þess að 1. febrúar 2024, þegar samkomulagið rann út, var Livio eitt fyrirtækja með leyfi til að framkvæma tæknifrjóvganir og hafði verið árin þrjú á undan. Engar sannanir um þátttöku Ingunnar Það hefði verið fyrst í mars 2024 sem nokkuð hefði birst um að Ingunn væri þátttakandi í undirbúningi opnunar nýrrar frjósemismiðstöðvar, í færslu á Facebook og frétt á Vísi. Þá var hálfur annar mánuður liðinn frá því að samkeppnishömlurnar liðu undir lok. Héraðsdómur taldi að athafnir Þóris eiginmanns Ingunnar teldust ekki til brota á samningnum. Ingunn væri ekki samsömuð eiginmanni sínum þótt fyrirtæki hans kynni að teljast tengdur aðili. Athafnir hans gætu ekki leitt til ályktana um að Ingunn hefði fyrirgert rétti sínum til greiðslunnar. Þá hefði Livio ekki sannað að Ingunn hefði tekið þátt í undirbúningi frjósemismiðstöðvarinnar. Var Livio dæmt til að greiða Ingunni tæplega 25 milljónir króna sem voru eftirstöðvar samningsins og um leið á aðra milljón króna í málskostnað. Frjósemismiðstöðin Sunna var opnuð haustið 2024 og er í samkeppni við Livio á sviði tæknifrjóvgunaraðgerða. Frjósemi Heilbrigðismál Dómsmál Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Ingunn er í dag eigandi frjósemismiðstöðvarinnar Sunnu ásamt eiginmanni sínum Þóri Harðarsyni. Hún starfaði sem frjósemislæknir hjá Livio þar til sumarið 2019 þegar henni var sagt upp störfum. Ingunn taldi uppsögnina ólögmæta og höfðaði mál gegn Livio. Þar krafðist hún þess að Livio yrði gert að greiða henni út 19 prósenta hlut hennar í félaginu. Málinu lauk með sátt en í henni fólst að óháður aðili yrði fenginn til að meta virði hlutarins sem reyndist tæplega 119 milljónir. Samkeppnishömlur í þriggja ára samningi Samkvæmt samningnum fékk Ingunn áttatíu prósent fjárins greiddar strax en tuttugu prósent eftir þrjú ár stæði hún við samning við Livio. Samningurinn átti að tryggja að Ingunn gæti ekki farið í samkeppni við Livio á næstu þremur árum, nælt í viðskiptavini frá Livio eða ráðið starfsfólk þaðan. Samningurinn tók gildi 1. febrúar 2021. Þórir eiginmaður Ingunnar stofnaði félag snemma árs 2023 og svo annað, Evuhús, í desember 2023. Tilgangur fyrra félagsins var sagður heilbrigðisþjónusta og þess síðara var frjósemismiðstöð. Livio taldi að með þessu hefði Ingunn rofið samkomulagið enda töldu þau fullvíst að hún væri með í ráðum við stofnun félaganna. Því ætti hún ekki rétt á tuttugu prósenta greiðslunni sem eftir stóð. Héraðsdómur Reykjavíkur leit til þess að nafn Ingunnar væri hvergi að finna í tengslum við félögin tvö á því þriggja ára tímabili sem samkomulag hennar við Livio var í gildi. Gögn frá heilbrigðisráðuneytinu staðfestu auk þess að 1. febrúar 2024, þegar samkomulagið rann út, var Livio eitt fyrirtækja með leyfi til að framkvæma tæknifrjóvganir og hafði verið árin þrjú á undan. Engar sannanir um þátttöku Ingunnar Það hefði verið fyrst í mars 2024 sem nokkuð hefði birst um að Ingunn væri þátttakandi í undirbúningi opnunar nýrrar frjósemismiðstöðvar, í færslu á Facebook og frétt á Vísi. Þá var hálfur annar mánuður liðinn frá því að samkeppnishömlurnar liðu undir lok. Héraðsdómur taldi að athafnir Þóris eiginmanns Ingunnar teldust ekki til brota á samningnum. Ingunn væri ekki samsömuð eiginmanni sínum þótt fyrirtæki hans kynni að teljast tengdur aðili. Athafnir hans gætu ekki leitt til ályktana um að Ingunn hefði fyrirgert rétti sínum til greiðslunnar. Þá hefði Livio ekki sannað að Ingunn hefði tekið þátt í undirbúningi frjósemismiðstöðvarinnar. Var Livio dæmt til að greiða Ingunni tæplega 25 milljónir króna sem voru eftirstöðvar samningsins og um leið á aðra milljón króna í málskostnað. Frjósemismiðstöðin Sunna var opnuð haustið 2024 og er í samkeppni við Livio á sviði tæknifrjóvgunaraðgerða.
Frjósemi Heilbrigðismál Dómsmál Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira