Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar 23. maí 2025 11:33 Á dögunum var haldið málþingið ,,Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna” á vegum Menntavísindasviðs HÍ og Aldin, samtaka eldri borgara gegn loftlagsvá. Þingið var áhugavert, fróðlegt og skemmtilegt þó ég sem leikskólastjóri hafi saknað þess að ekkert erindi hafi verið um hlutverk og mikilvægi máltíða í leikskólum. Í leikskólum fer nefnilega fram afar mikilvægt nám fram hvað varðar máltíðir og matarmenningu og það einmitt með áherslu á loftslags- og náttúruvernd. Í mínum skóla sem starfar eftir hugmyndafræði Reggio Emilia eru máltíðir barnanna hluti af náminu en ekki hlé frá því. Mikil áhersla er lögð á sjálfstæði barna, val og valdeflingu þeirra, tilfinningu fyrir samfélagi og samveru um leið og hlúð er að menningarlegum tengslum í tengslum við mat og matarvenjur. Einnig er litið á umhverfið sem þriðja kennarann og frætt um mikilvægi náttúrunnar við fæðuöflun og um ábyrgð okkar á því að ganga vel um mat, borða fjölbreytta fæðu og læra að þekkja eigið magamál sem lið í að sporna við sóun. Allt er þetta mikilvægt eins og segir í Aðalnámskrá leikskóla og er í markmiðum grænfánaskóla og heilsueflandi skóla, sem við störfum einnig eftir, þar sem umhverfi og menningu sem og lýðheilsu er gert hátt undir höfði. Það hefur vonandi ekki farið fram hjá mörgum að nýlega voru teknar upp gjaldfrjálsar máltíðir fyrir nemendur í grunnskólum sem er sannarlega jákvætt skref í átt að því að öll börn sitji við sama borð, óháð félagslegum eða efnahagslegum bakgrunni. Gjarnan er setningin ,,gjaldfrjálsar skólamáltíðir” notað sem sannarlega er ekki réttnefni enda greiða foreldrar barna í leikskólum, sem er fyrsta skólastigið, enn fyrir fæði sinna barna. Hitt er svo að máltíðirnar eru ekki fríar eða gjaldfrjálsar heldur greiddar úr sameiginlegum sjóðum og því í boði okkar allra sem leggjum til í þá sjóði og er það sannarlega vel. Næsta aðgerð ætti að vera að bjóða upp á gjaldfrjálsar eða ,,skattgreiddar” máltíðir fyrir börn á leikskólaaldri. Víða greiða foreldrar á bilinu 12 til 14 þúsund á mánuði fyrir morgunmat, hádegisverð og síðdegishressingu barna sinna eða 132 til 154 þúsund á árs grundvelli. Þetta eru töluverðar upphæðir og margfaldast við hvert barn sem er í leikskóla því þetta er það gjald sem enginn afsláttur er veittur af þó hann komi annars til vegna systkina, námsfólks og stundum starfsfólks leikskóla. Því væru gjaldfrjálsar máltíðir í leikskólum kærkomin búbót fyrir foreldra sem gjarnan eru ungir, í námi, að koma undir sig fótunum og feta fyrstu skrefin á atvinnumarkaði og/eða að basla við húsnæðiskaup. Það munar alveg um þennan útgjaldalið og þar sem lágar tekjur eru fyrir situr fæðisgjaldið samt óhaggað á reikningnum og getur jafnvel staðið í vegi fyrir leikskóladvöl einhverra barna. Slík aðgerð myndi því styðja við jafnrétti kynjanna, atvinnuþátttöku kvenna og þar með hagvöxt. Matarmenning og viðhorf til matar mótast á unga aldri og máltíðir í leikskólum eru hluti af náttúrufræði- og sjálfbærnikennslu. Hægt er að nýta máltíðir sem tækifæri til að ræða matarmenningu, fjölbreytileika og siðfræði matar og slíkt einmitt áhersluatriði í þeim skólum sem eru grænfánaskólar og/eða heilsueflandi skólar. Staðreyndin er sú að það eru gjarnan börn af erlendum uppruna sem ekki sækja leikskóla en fyrir þau sem það gera fá þau dýrmætt tækifæri til inngildingar einmitt í gegn um matarmenningu, siði og venjur þegar þau sitja matmálstíma. Það er því augljós samfélagslegur ávinningur, félagslegt réttlæti og jöfnuður sem felst í aðgengi fyrir öll börn að gjaldfrjálsum morgunverði, hádegisverði og síðdegishressingu óháð efnahag og félagslegri stöðu foreldra. Þess vegna er mikilvægt að fjármögnun þessa komi úr sameiginlegum sjóðum og allt sé gert til að jafna stöðu og tækifæri barna. Gjaldfrjálsar eða ,,skattgreiddar” máltíðir á leikskólastigi er því fjölþætt félagsleg fjárfesting sem styður við heilsu, jafnrétti, menntun, samfélagsleg tengsl og þroska barna á mótunarárum þeirra. Samhliða því veita þær samfélagslegan stuðning sem skilar sér bæði til fjölskyldna og menntakerfisins í heild. Höfundur er leikskólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum var haldið málþingið ,,Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna” á vegum Menntavísindasviðs HÍ og Aldin, samtaka eldri borgara gegn loftlagsvá. Þingið var áhugavert, fróðlegt og skemmtilegt þó ég sem leikskólastjóri hafi saknað þess að ekkert erindi hafi verið um hlutverk og mikilvægi máltíða í leikskólum. Í leikskólum fer nefnilega fram afar mikilvægt nám fram hvað varðar máltíðir og matarmenningu og það einmitt með áherslu á loftslags- og náttúruvernd. Í mínum skóla sem starfar eftir hugmyndafræði Reggio Emilia eru máltíðir barnanna hluti af náminu en ekki hlé frá því. Mikil áhersla er lögð á sjálfstæði barna, val og valdeflingu þeirra, tilfinningu fyrir samfélagi og samveru um leið og hlúð er að menningarlegum tengslum í tengslum við mat og matarvenjur. Einnig er litið á umhverfið sem þriðja kennarann og frætt um mikilvægi náttúrunnar við fæðuöflun og um ábyrgð okkar á því að ganga vel um mat, borða fjölbreytta fæðu og læra að þekkja eigið magamál sem lið í að sporna við sóun. Allt er þetta mikilvægt eins og segir í Aðalnámskrá leikskóla og er í markmiðum grænfánaskóla og heilsueflandi skóla, sem við störfum einnig eftir, þar sem umhverfi og menningu sem og lýðheilsu er gert hátt undir höfði. Það hefur vonandi ekki farið fram hjá mörgum að nýlega voru teknar upp gjaldfrjálsar máltíðir fyrir nemendur í grunnskólum sem er sannarlega jákvætt skref í átt að því að öll börn sitji við sama borð, óháð félagslegum eða efnahagslegum bakgrunni. Gjarnan er setningin ,,gjaldfrjálsar skólamáltíðir” notað sem sannarlega er ekki réttnefni enda greiða foreldrar barna í leikskólum, sem er fyrsta skólastigið, enn fyrir fæði sinna barna. Hitt er svo að máltíðirnar eru ekki fríar eða gjaldfrjálsar heldur greiddar úr sameiginlegum sjóðum og því í boði okkar allra sem leggjum til í þá sjóði og er það sannarlega vel. Næsta aðgerð ætti að vera að bjóða upp á gjaldfrjálsar eða ,,skattgreiddar” máltíðir fyrir börn á leikskólaaldri. Víða greiða foreldrar á bilinu 12 til 14 þúsund á mánuði fyrir morgunmat, hádegisverð og síðdegishressingu barna sinna eða 132 til 154 þúsund á árs grundvelli. Þetta eru töluverðar upphæðir og margfaldast við hvert barn sem er í leikskóla því þetta er það gjald sem enginn afsláttur er veittur af þó hann komi annars til vegna systkina, námsfólks og stundum starfsfólks leikskóla. Því væru gjaldfrjálsar máltíðir í leikskólum kærkomin búbót fyrir foreldra sem gjarnan eru ungir, í námi, að koma undir sig fótunum og feta fyrstu skrefin á atvinnumarkaði og/eða að basla við húsnæðiskaup. Það munar alveg um þennan útgjaldalið og þar sem lágar tekjur eru fyrir situr fæðisgjaldið samt óhaggað á reikningnum og getur jafnvel staðið í vegi fyrir leikskóladvöl einhverra barna. Slík aðgerð myndi því styðja við jafnrétti kynjanna, atvinnuþátttöku kvenna og þar með hagvöxt. Matarmenning og viðhorf til matar mótast á unga aldri og máltíðir í leikskólum eru hluti af náttúrufræði- og sjálfbærnikennslu. Hægt er að nýta máltíðir sem tækifæri til að ræða matarmenningu, fjölbreytileika og siðfræði matar og slíkt einmitt áhersluatriði í þeim skólum sem eru grænfánaskólar og/eða heilsueflandi skólar. Staðreyndin er sú að það eru gjarnan börn af erlendum uppruna sem ekki sækja leikskóla en fyrir þau sem það gera fá þau dýrmætt tækifæri til inngildingar einmitt í gegn um matarmenningu, siði og venjur þegar þau sitja matmálstíma. Það er því augljós samfélagslegur ávinningur, félagslegt réttlæti og jöfnuður sem felst í aðgengi fyrir öll börn að gjaldfrjálsum morgunverði, hádegisverði og síðdegishressingu óháð efnahag og félagslegri stöðu foreldra. Þess vegna er mikilvægt að fjármögnun þessa komi úr sameiginlegum sjóðum og allt sé gert til að jafna stöðu og tækifæri barna. Gjaldfrjálsar eða ,,skattgreiddar” máltíðir á leikskólastigi er því fjölþætt félagsleg fjárfesting sem styður við heilsu, jafnrétti, menntun, samfélagsleg tengsl og þroska barna á mótunarárum þeirra. Samhliða því veita þær samfélagslegan stuðning sem skilar sér bæði til fjölskyldna og menntakerfisins í heild. Höfundur er leikskólastjóri.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun