Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 24. maí 2025 11:35 Ngan Kieu Tran frá Víetnam, og Dana Zaher og Diana Al Barouki frá Sýrlandi. FÁ Ngan Kieu Tran, Dana Zaher og Diana Al Barouki útskrifuðust úr Fjölbrautaskólanum við Ármúla í gær og fengu verðlaun fyrir góðan námsárangur. Þær eiga það allar sameiginlegt að hafa flutt til Íslands árið 2022 og hafa tileinkað sér íslenskuna á mettíma. Ngan Kieu Tran var dúx skólans í ár með meðaleinkunn upp á 9,82, og við útskrift fékk hún verðlaun fyrir námsárangur í íslensku, stærðfræði, spænsku, ensku og raungreinum. Hún er frá Víetnam og flutti til Íslands þegar móðir hennar fékk starf á Íslandi árið 2022. Í viðtali á heimasíðu skólans segir Ngan að hún hafi þurft að leggja hart að sér til að fylgja náminu eftir. Fyrst hafi henni fundist erfiðast að læra um kyn orða en núna séu það beygingarnar. Ngan Kieu Tran er dúx skólans með 9,82 í meðaleinkunn.FÁ „Ég gat ekki alltaf skilið kennarana í byrjun, svo ég las efnið aftur heima og gerði allar æfingarnar,“ segir hún. Diana og Dana flúðu stríðsástand í borginni Sweida í Sýrlandi ásamt fjölskyldum sínum, og segja þær að fjölskyldan hafi viljað búa í öruggu landi þar sem draumar gætu ræst. „Ísland hefur gefið okkur tækifæri til að vera örugg, læra og byggja okkur framtíð,“ segir Diana. Þær segjast báðar hafa lagt mikið á sig til að ná tökum á íslenskunni. „Ég æfði mig mikið, talaði við Íslendinga og lærði mjög mikið. Það er erfitt í byrjun, sérstaklega beygingar, en ef maður heldur áfram þá fer manni fram dag frá degi,“ segir Dana. „Ég elska þetta land. Það hefur gefið okkur nýtt upphaf,“ segir Dana.FÁ „Ég lærði stöðugt og markvisst. Ég las bækur, skrifaði glósur og passaði mig að æfa mig daglega. Mottóið mitt í lífinu er þolinmæði, vilji og að halda áfram,“ segir Diana. Námsumhverfið strangara í Víetnam og Sýrlandi Stelpurnar segja að skólakerfið í þeirra heimalöndum, Sýrlandi og Víetnam, sé ólíkt því sem þær hafa kynnst á Íslandi. Í Sýrlandi og Víetnam sé mikið lagt upp úr utanbókarlærdómi og þar þurfi að ná háum einkunnum til að komast áfram í lífinu. „Námsumhverfið er strangara og svigrúm til að velja eigin brautir afar lítið. Í Sýrlandi er ekkert val í boði, allir þurfa að fara sömu leið.“ Ngan segir að námið í Víetnam sé mjög krefjandi. „Við lærum 14-15 fög samtímis og ef maður fellur í einu, þarf maður að endurtaka allt árið. Hér á Íslandi er meira svigrúm og áhersla á skapandi nálganir, sérstaklega í vísindagreinum.,“ segir hún. Diana segir mikilvægt að temja sér jákvætt hugarfar og gefast ekki upp. Hún flutti lag á fiðlu í útskriftinni.FÁ „Æfingin skapar meistarann“ Allar starfa þær hjá Dósaverksmiðjunni sem er tungumálaskóli, en þar starfa þær sem leiðbeinendur og aðstoða fólk sem er að læra að lesa á íslensku. Ráð þeirra til annarra í svipaðri stöðu eru einföld, en þær segja: „Gefstu aldrei upp því æfingin skapar meistarann. Talaðu tungumálið, lestu, hlustaðu og lærðu og hafðu trú á sjálfum þér.“ Allar þrjár stefna á háskólanám næsta haust. Diana ætlar í tölvunarfræði í HR, Ngan stefnir á heilbrigðistverkfræði í HR og Dana stefnir á að læra lögfræði í HR. Ítarlegra viðtal á síðu FÁ. Skóla- og menntamál Tímamót Framhaldsskólar Reykjavík Innflytjendamál Dúxar Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
Ngan Kieu Tran var dúx skólans í ár með meðaleinkunn upp á 9,82, og við útskrift fékk hún verðlaun fyrir námsárangur í íslensku, stærðfræði, spænsku, ensku og raungreinum. Hún er frá Víetnam og flutti til Íslands þegar móðir hennar fékk starf á Íslandi árið 2022. Í viðtali á heimasíðu skólans segir Ngan að hún hafi þurft að leggja hart að sér til að fylgja náminu eftir. Fyrst hafi henni fundist erfiðast að læra um kyn orða en núna séu það beygingarnar. Ngan Kieu Tran er dúx skólans með 9,82 í meðaleinkunn.FÁ „Ég gat ekki alltaf skilið kennarana í byrjun, svo ég las efnið aftur heima og gerði allar æfingarnar,“ segir hún. Diana og Dana flúðu stríðsástand í borginni Sweida í Sýrlandi ásamt fjölskyldum sínum, og segja þær að fjölskyldan hafi viljað búa í öruggu landi þar sem draumar gætu ræst. „Ísland hefur gefið okkur tækifæri til að vera örugg, læra og byggja okkur framtíð,“ segir Diana. Þær segjast báðar hafa lagt mikið á sig til að ná tökum á íslenskunni. „Ég æfði mig mikið, talaði við Íslendinga og lærði mjög mikið. Það er erfitt í byrjun, sérstaklega beygingar, en ef maður heldur áfram þá fer manni fram dag frá degi,“ segir Dana. „Ég elska þetta land. Það hefur gefið okkur nýtt upphaf,“ segir Dana.FÁ „Ég lærði stöðugt og markvisst. Ég las bækur, skrifaði glósur og passaði mig að æfa mig daglega. Mottóið mitt í lífinu er þolinmæði, vilji og að halda áfram,“ segir Diana. Námsumhverfið strangara í Víetnam og Sýrlandi Stelpurnar segja að skólakerfið í þeirra heimalöndum, Sýrlandi og Víetnam, sé ólíkt því sem þær hafa kynnst á Íslandi. Í Sýrlandi og Víetnam sé mikið lagt upp úr utanbókarlærdómi og þar þurfi að ná háum einkunnum til að komast áfram í lífinu. „Námsumhverfið er strangara og svigrúm til að velja eigin brautir afar lítið. Í Sýrlandi er ekkert val í boði, allir þurfa að fara sömu leið.“ Ngan segir að námið í Víetnam sé mjög krefjandi. „Við lærum 14-15 fög samtímis og ef maður fellur í einu, þarf maður að endurtaka allt árið. Hér á Íslandi er meira svigrúm og áhersla á skapandi nálganir, sérstaklega í vísindagreinum.,“ segir hún. Diana segir mikilvægt að temja sér jákvætt hugarfar og gefast ekki upp. Hún flutti lag á fiðlu í útskriftinni.FÁ „Æfingin skapar meistarann“ Allar starfa þær hjá Dósaverksmiðjunni sem er tungumálaskóli, en þar starfa þær sem leiðbeinendur og aðstoða fólk sem er að læra að lesa á íslensku. Ráð þeirra til annarra í svipaðri stöðu eru einföld, en þær segja: „Gefstu aldrei upp því æfingin skapar meistarann. Talaðu tungumálið, lestu, hlustaðu og lærðu og hafðu trú á sjálfum þér.“ Allar þrjár stefna á háskólanám næsta haust. Diana ætlar í tölvunarfræði í HR, Ngan stefnir á heilbrigðistverkfræði í HR og Dana stefnir á að læra lögfræði í HR. Ítarlegra viðtal á síðu FÁ.
Skóla- og menntamál Tímamót Framhaldsskólar Reykjavík Innflytjendamál Dúxar Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira