Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 24. maí 2025 13:30 Þegar ég stóð í pontu á 20 ára afmælisráðstefnu Afstöðu á dögunum, fylltist ég þakklæti og stolti, en líka ábyrgð. Ég sá fyrir mér alla þá sem hafa verið með í þessari vegferð, jafningja sem komu fyrst sem þjónustuþegar, sjálfboðaliða sem hafa staðið vaktina árum saman, fagfólk sem hefur skilið mikilvægi mannúðar, og auðvitað þá sem enn dvelja bak við lás og slá, en hafa samt lyft öðrum upp. Þessi hópur, þetta samfélag, er hjarta Afstöðu. Ráðstefnan okkar var stórkostleg, bæði sem viðburður og sem spegilmynd af því sem við höfum staðið fyrir í tvo áratugi: mannréttindi, jafnræði og raunveruleg breyting sem sprettur innan frá. Við fengum til liðs við okkur áhrifafólk úr stjórnsýslunni og stjórnkerfinu. Inga Sæland, félagsmálaráðherra, kom syngjandi inn með afmælisgjöf frá ríkisstjórninni, mjög táknrænt augnablik. Víðir Reynisson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, og Páll Winkel (fangelsismálastjóri í leyfi), mættu báðir til leiks og komu mjög sterkt inn með skýrum og manneskjulegum skilaboðum. Það skiptir máli. Við vorum líka nýbúin að taka á móti mannréttindaverðlaunum Reykjavíkurborgar. Þessi viðurkenning tilheyrir öllum þeim sem hafa tekið þátt í baráttunni frá stofnun, og ekki síst þeim sem samfélagið hefur oft viljað afskrifa. Þetta er viðurkenning á því að rödd þeirra sem áður voru þaggaðir skiptir máli. En þessi vegferð hófst ekki í ráðuneytum, stofnunum eða á Alþingi. Hún hófst í fangaklefa. Í síma frá Litla hrauni, í bréfum frá börnum sem máttu ekki hitta foreldra sína, í tárum í heimsóknum, í þögn sem þurfti að rjúfa. Við höfum barist fyrir því að reynsla sé ekki hindrun heldur kraftur. Við höfum kallað eftir mannréttindum þar sem þau gleymast, og við höfum reynt að byggja upp samfélag sem horfir á fólk sem manneskjur. Afstaða hefur á þessum árum unnið markvisst að því að: efla samtal milli stjórnvalda og jaðarsettra, styðja við fólk við lok afplánunar, verja rétt barna sem eiga foreldra í fangelsum, og tryggja að rödd þeirra sem hafa afplánað heyrist í stefnumótun. Það er enn verk að vinna. Við sjáum hvernig ákveðin kerfi viðhalda útilokun í stað þess að skapa ný tækifæri. Við sjáum kynslóðir innan fangelsa og við viljum stöðva þá keðju. Því þegar barn heimsækir foreldri sitt í fangelsi, er það ekki brotlegt barn. Það er barn með rétt á tengslum og stuðningi. Það er þar sem næstu 20 ár Afstöðu munu skipta sköpum. Afstaða er ekki bara félag. Hún er hreyfing. Hún fæddist í jaðri samfélagsins, en á erindi inn í hjarta þess. Því samfélag sem getur fyrirgefið, endurmenntað og endurreist er sterkara en samfélag sem refsar og gleymir. Við sem höfum verið innan kerfisins vitum að breytingar byrja þegar einhver segir: „Ég ætla að standa með þér.“ Því bið ég alla sem lesa þetta; standið áfram með okkur. Höfundur er formaður Afstöðu, félags um bætt fangelsismál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Félagasamtök Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég stóð í pontu á 20 ára afmælisráðstefnu Afstöðu á dögunum, fylltist ég þakklæti og stolti, en líka ábyrgð. Ég sá fyrir mér alla þá sem hafa verið með í þessari vegferð, jafningja sem komu fyrst sem þjónustuþegar, sjálfboðaliða sem hafa staðið vaktina árum saman, fagfólk sem hefur skilið mikilvægi mannúðar, og auðvitað þá sem enn dvelja bak við lás og slá, en hafa samt lyft öðrum upp. Þessi hópur, þetta samfélag, er hjarta Afstöðu. Ráðstefnan okkar var stórkostleg, bæði sem viðburður og sem spegilmynd af því sem við höfum staðið fyrir í tvo áratugi: mannréttindi, jafnræði og raunveruleg breyting sem sprettur innan frá. Við fengum til liðs við okkur áhrifafólk úr stjórnsýslunni og stjórnkerfinu. Inga Sæland, félagsmálaráðherra, kom syngjandi inn með afmælisgjöf frá ríkisstjórninni, mjög táknrænt augnablik. Víðir Reynisson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, og Páll Winkel (fangelsismálastjóri í leyfi), mættu báðir til leiks og komu mjög sterkt inn með skýrum og manneskjulegum skilaboðum. Það skiptir máli. Við vorum líka nýbúin að taka á móti mannréttindaverðlaunum Reykjavíkurborgar. Þessi viðurkenning tilheyrir öllum þeim sem hafa tekið þátt í baráttunni frá stofnun, og ekki síst þeim sem samfélagið hefur oft viljað afskrifa. Þetta er viðurkenning á því að rödd þeirra sem áður voru þaggaðir skiptir máli. En þessi vegferð hófst ekki í ráðuneytum, stofnunum eða á Alþingi. Hún hófst í fangaklefa. Í síma frá Litla hrauni, í bréfum frá börnum sem máttu ekki hitta foreldra sína, í tárum í heimsóknum, í þögn sem þurfti að rjúfa. Við höfum barist fyrir því að reynsla sé ekki hindrun heldur kraftur. Við höfum kallað eftir mannréttindum þar sem þau gleymast, og við höfum reynt að byggja upp samfélag sem horfir á fólk sem manneskjur. Afstaða hefur á þessum árum unnið markvisst að því að: efla samtal milli stjórnvalda og jaðarsettra, styðja við fólk við lok afplánunar, verja rétt barna sem eiga foreldra í fangelsum, og tryggja að rödd þeirra sem hafa afplánað heyrist í stefnumótun. Það er enn verk að vinna. Við sjáum hvernig ákveðin kerfi viðhalda útilokun í stað þess að skapa ný tækifæri. Við sjáum kynslóðir innan fangelsa og við viljum stöðva þá keðju. Því þegar barn heimsækir foreldri sitt í fangelsi, er það ekki brotlegt barn. Það er barn með rétt á tengslum og stuðningi. Það er þar sem næstu 20 ár Afstöðu munu skipta sköpum. Afstaða er ekki bara félag. Hún er hreyfing. Hún fæddist í jaðri samfélagsins, en á erindi inn í hjarta þess. Því samfélag sem getur fyrirgefið, endurmenntað og endurreist er sterkara en samfélag sem refsar og gleymir. Við sem höfum verið innan kerfisins vitum að breytingar byrja þegar einhver segir: „Ég ætla að standa með þér.“ Því bið ég alla sem lesa þetta; standið áfram með okkur. Höfundur er formaður Afstöðu, félags um bætt fangelsismál.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun