Þjórsá - hvað er að gerast? Oddur Guðni Bjarnason skrifar 26. maí 2025 08:01 Í pistli oddvita Skeiða og Gnúpverjahrepps á heimasíðu sveitafélagsins 11. maí sl. er ýmislegt að finna sem vekur athygli mína. Sjálfshól oddvita sveitarfélagsins er áberandi og svo mikið að maður spyr sig hvernig fara þau sveitafélög að sem engan Harald Þór eiga? En það er fleira sem vekur athygli sem vert er að skoða nánar. Þarna lætur Haraldur Þór ekki staðar numið, heldur notar hann heimasíðu sveitafélagsins til að ráðast að íbúum samfélagsins. Í skrifum oddvita er ég undirritaður vændur um óheiðarleika og að hafa notað aðstöðu mína til að vinna samfélaginu öllu tjón með vinnu minni sem formaður Veiðifélags Þjórsár. Skoðum þetta nánar. Ég var formaður Veiðifélags Þjórsár í 15 ár, 2009 til 2025. Er ég tók við félaginu hafði það ekki sinnt skyldum sínum í nokkuð mörg ár, á því tímabili sem virkjanir í neðri Þjórsá voru undirbúnar. Engin vinna var unnin hjá þáverandi stjórn varðandi hugmyndir Landsvirkjunar um framkvæmdir í Þjórsá. Ekkert var gert í að sinna lögbundnum verkefnum félagsins, hvorki með ábendingum, umsögnum né athugasemdum. Stjórnarmenn kusu með aðgerðarleysi sínu að leggja undirbúning alfarið í hendur Landsvirkjunar. Vegna aðgerðarleysis tapaðist sá tími sem veiðifélagið hefði getað haft áhrif á gang mála og komið sínum athugasemdum á framfæri. Þess í stað gekk Landsvirkjun um eins og þeir ættu svæðið, það fann ég strax þegar ég kom að félaginu. Öll þau 15 ár sem ég var formaður Veiðifélags Þjórsár vann ég og öll stjórninn heiðarlega samkvæmt lax og silungsveiðilögum og þeim reglum og samþykktum sem þeim fylgja. Í þeirri vinnu var lögð áhersla á að verja lífríki vatnasvæðisins alls og eignarétt þeirra jarða sem hlunnindarétt eiga í samræmi við samþyktir Veiðifélags Þjórsár Lagði ég ávalt ríka áherslu á það við mína samstarfsmenn í stjórn að þeir gætu haft hvaða skoðun sem er, með eða ámóti virkjunum, en fyrst og fremst yrði stjórninn að vinna eins og lögin segðu til um. Þetta geta allir stjórnarmenn borið vitni um sem hafa unnið með mér. Margir stjórnarfundir voru haldnir á hverju ári því næg voru verkefnin. Aldrei kom til að ég þyrfti að beyta atkvæðagreiðslu, enda voru menn einhuga í að verja lífríki árinnar með öllum tiltækum ráðum. Í byrjun míns tímabils áttum við í samskiptum við Landsvirkjun í formi funda og bréfasamskipta. Í stjórn var unnið með það markmið að fyrihuguð mannvirki sköðuðu ekki lífríki árinnar og að með heiðarleika að leiðarljósi yrði niðurstan sú sem stæðist allar skoðanir. Mikið er í húfi; einn stærsti laxastofn Íslendinga og ef til vill í öllu Norður Atlandshafinu. Veiðifélag Þjórsár var stofnað í aprí 1972, að hluta til vegna hruns í veiði Þjórsá. Ástæðan sú að á framkvæmdatíma Búrfellsvirkjunar var rutt jarðvegi í stórum stíl í farveg árinnar. Þessar aðfarir ollu skaða í farvegi Þjórsár fyrir laxinn sem aðrar lífverur. Þarna voru menn sem sáu sig knúna að verja lífríkið í ánni og stofnuðu Veiðifélag Þjórsár. Það var ekki einfalt verk að fá Landsvirkjun til að breyta háttarlagi sínu en með þrautseigju Ölvers Karlssonar í Þjórsártúni, fyrsta formanns veiðifélagsins, náðist að stöðva þenna ljóta leik. Við sem bjuggum við ána lifðum við það í mörg ár að flæðarmál árinnar voru full af jarðefnum og varla líf í ánni. Landsvirkjun bauð félaginu að sleppa seiðum í ánna til að bæta fyrir tjónið. Keypt var mikið magn af seiðum frá Seiðaeldisstöð Ríkisins í Kollafirði og sleppt um allt vatnasvæðið. Þessi fiskur skilaði sér illa og réði ekki við að koma sér upp Urriðafossinn . Samhliða þessum aðgerðum vann Ölver formaður að því að stækka fiskgenga hluta árinnar með byggingu laxastiga við fossin Búða. Það tók tólf ár að sannfæra Landsvirkjun um að þetta væri möguleg framkvæmd og að þeir ættu að greiða þessa framkvæmd. Árið 1991 var stiginn opnaður, kostaður af Fiskræktarsjóði að hluta og Landsvirkjun og árangurinn lét ekki á sér standa eins og allir vita. Í dag er búsvæði ofan Búða um 40% af búsvæðum Þjórsár. Landsvirkjun lítur svo á að allur fiskur ofan Búða sé fyrirtækinu að þakka og því megi meta svæðið ónáttúrulegt og ásættanlegt sé að taka áhættur gagnvart virkjunum. Stærsti hluti þessa svæðis er á áhrifasvæði fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. Landsvirkjun og núverandi formaður Veiðifélags Þjórsár eru samstíga í að leggja til atlögu við lífríki árinnar. Það verður þá gert þvert á það sem þrautreyndir vísindamenn telja forsvaranlegt og Veiðifélag Þjórsár hefur bent á í umsögnum síðustu ára. Færa má rök fyrir því að ég og stjórn veiðifélagsins öll hafi farið varlega í að gefa eftir vegna Hvammsvirkjunar. Meirihlutinn sem nú er orðin samanstendur af mönnum sem hefur starfað með mér fram að þessu, að Harldi Þór oddvita undanskildum. Svo virðist sem sumir þeirra hafi snúist eins og vindhanar á bæjarbust og með nýjum formanni fórnað heiðarleikanum og farið í hina áttina og munu fagna væntanlegum framkvæmdum. Þegar oddvit Skeið Gnúp/formaður Veiðifélags Þjórsár skrifar um að hann ætli að vinna með Landsvirkjun og stækka lífríki Þjósár með að opna fiskvegi í t.d. upp fjölda fossa sem ekki eru nú þegar laxgengir, verður formaðurinn að finna lausn á því að koma laxinum í gegnum fjögura ferkílómetra straumlítið lón Hvammsvirkjunar. Fyrr kemur ekki að fossunum. Hvergi hefur tekist að koma laxi í ám með náttúrulegum stöðuvötnum í efrihluta ánna þó engin önnur hindrun sé en straumleysi vatnsins ( Haukadalsá, Flókadalsá ). Það er augljóst að stjórn veiðfélagsins var tekin yfir af hagsmunaaðilum virkjunarmála með ásetningi oddvita tveggja sveitafélaga. Lífríkinu skal fórnað, svo dapurlegt er það að sitja svo beggja megin borðs og ákveða hvorir hagsmunir vegi þyngra lífríkið eða buddan og það gæti átt við um fleiri stjórnarmenn. Að láta það trufla sig að einhverjir einstaklingar hafi aðra skoðun en formaður/oddviti varðandi Hvammsvirkjun er sérstrakt. Í upplýstu samfélagi er fólki heimilt að tjá skoðanir sínar og að sett sé fram upplýsingasíða er mjög eðlilegt, sérstaklega þegar áformað verkefni umturnar sveitinni. Aðilar tjá sínar skoðanir á málefnum þessa risa verkefnis í hjarta fallegrar sveitar. Ég vil skora á oddvita Skeiða og Gnúpverjahrepps að nota ekki heimasíðu sveitafélagsins til þess að reyna ná ærunni af þegnum sínum og níða niður skó þeirra. Ég hef unnið af heilindum og samviskusemi sem formaður Veiðifélags Þjórsár og er stoltur af verkum mínum fyrir félagið. Oddur Guðni Bjarnason, Stöðulfelli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skeiða- og Gnúpverjahreppur Stangveiði Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í pistli oddvita Skeiða og Gnúpverjahrepps á heimasíðu sveitafélagsins 11. maí sl. er ýmislegt að finna sem vekur athygli mína. Sjálfshól oddvita sveitarfélagsins er áberandi og svo mikið að maður spyr sig hvernig fara þau sveitafélög að sem engan Harald Þór eiga? En það er fleira sem vekur athygli sem vert er að skoða nánar. Þarna lætur Haraldur Þór ekki staðar numið, heldur notar hann heimasíðu sveitafélagsins til að ráðast að íbúum samfélagsins. Í skrifum oddvita er ég undirritaður vændur um óheiðarleika og að hafa notað aðstöðu mína til að vinna samfélaginu öllu tjón með vinnu minni sem formaður Veiðifélags Þjórsár. Skoðum þetta nánar. Ég var formaður Veiðifélags Þjórsár í 15 ár, 2009 til 2025. Er ég tók við félaginu hafði það ekki sinnt skyldum sínum í nokkuð mörg ár, á því tímabili sem virkjanir í neðri Þjórsá voru undirbúnar. Engin vinna var unnin hjá þáverandi stjórn varðandi hugmyndir Landsvirkjunar um framkvæmdir í Þjórsá. Ekkert var gert í að sinna lögbundnum verkefnum félagsins, hvorki með ábendingum, umsögnum né athugasemdum. Stjórnarmenn kusu með aðgerðarleysi sínu að leggja undirbúning alfarið í hendur Landsvirkjunar. Vegna aðgerðarleysis tapaðist sá tími sem veiðifélagið hefði getað haft áhrif á gang mála og komið sínum athugasemdum á framfæri. Þess í stað gekk Landsvirkjun um eins og þeir ættu svæðið, það fann ég strax þegar ég kom að félaginu. Öll þau 15 ár sem ég var formaður Veiðifélags Þjórsár vann ég og öll stjórninn heiðarlega samkvæmt lax og silungsveiðilögum og þeim reglum og samþykktum sem þeim fylgja. Í þeirri vinnu var lögð áhersla á að verja lífríki vatnasvæðisins alls og eignarétt þeirra jarða sem hlunnindarétt eiga í samræmi við samþyktir Veiðifélags Þjórsár Lagði ég ávalt ríka áherslu á það við mína samstarfsmenn í stjórn að þeir gætu haft hvaða skoðun sem er, með eða ámóti virkjunum, en fyrst og fremst yrði stjórninn að vinna eins og lögin segðu til um. Þetta geta allir stjórnarmenn borið vitni um sem hafa unnið með mér. Margir stjórnarfundir voru haldnir á hverju ári því næg voru verkefnin. Aldrei kom til að ég þyrfti að beyta atkvæðagreiðslu, enda voru menn einhuga í að verja lífríki árinnar með öllum tiltækum ráðum. Í byrjun míns tímabils áttum við í samskiptum við Landsvirkjun í formi funda og bréfasamskipta. Í stjórn var unnið með það markmið að fyrihuguð mannvirki sköðuðu ekki lífríki árinnar og að með heiðarleika að leiðarljósi yrði niðurstan sú sem stæðist allar skoðanir. Mikið er í húfi; einn stærsti laxastofn Íslendinga og ef til vill í öllu Norður Atlandshafinu. Veiðifélag Þjórsár var stofnað í aprí 1972, að hluta til vegna hruns í veiði Þjórsá. Ástæðan sú að á framkvæmdatíma Búrfellsvirkjunar var rutt jarðvegi í stórum stíl í farveg árinnar. Þessar aðfarir ollu skaða í farvegi Þjórsár fyrir laxinn sem aðrar lífverur. Þarna voru menn sem sáu sig knúna að verja lífríkið í ánni og stofnuðu Veiðifélag Þjórsár. Það var ekki einfalt verk að fá Landsvirkjun til að breyta háttarlagi sínu en með þrautseigju Ölvers Karlssonar í Þjórsártúni, fyrsta formanns veiðifélagsins, náðist að stöðva þenna ljóta leik. Við sem bjuggum við ána lifðum við það í mörg ár að flæðarmál árinnar voru full af jarðefnum og varla líf í ánni. Landsvirkjun bauð félaginu að sleppa seiðum í ánna til að bæta fyrir tjónið. Keypt var mikið magn af seiðum frá Seiðaeldisstöð Ríkisins í Kollafirði og sleppt um allt vatnasvæðið. Þessi fiskur skilaði sér illa og réði ekki við að koma sér upp Urriðafossinn . Samhliða þessum aðgerðum vann Ölver formaður að því að stækka fiskgenga hluta árinnar með byggingu laxastiga við fossin Búða. Það tók tólf ár að sannfæra Landsvirkjun um að þetta væri möguleg framkvæmd og að þeir ættu að greiða þessa framkvæmd. Árið 1991 var stiginn opnaður, kostaður af Fiskræktarsjóði að hluta og Landsvirkjun og árangurinn lét ekki á sér standa eins og allir vita. Í dag er búsvæði ofan Búða um 40% af búsvæðum Þjórsár. Landsvirkjun lítur svo á að allur fiskur ofan Búða sé fyrirtækinu að þakka og því megi meta svæðið ónáttúrulegt og ásættanlegt sé að taka áhættur gagnvart virkjunum. Stærsti hluti þessa svæðis er á áhrifasvæði fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. Landsvirkjun og núverandi formaður Veiðifélags Þjórsár eru samstíga í að leggja til atlögu við lífríki árinnar. Það verður þá gert þvert á það sem þrautreyndir vísindamenn telja forsvaranlegt og Veiðifélag Þjórsár hefur bent á í umsögnum síðustu ára. Færa má rök fyrir því að ég og stjórn veiðifélagsins öll hafi farið varlega í að gefa eftir vegna Hvammsvirkjunar. Meirihlutinn sem nú er orðin samanstendur af mönnum sem hefur starfað með mér fram að þessu, að Harldi Þór oddvita undanskildum. Svo virðist sem sumir þeirra hafi snúist eins og vindhanar á bæjarbust og með nýjum formanni fórnað heiðarleikanum og farið í hina áttina og munu fagna væntanlegum framkvæmdum. Þegar oddvit Skeið Gnúp/formaður Veiðifélags Þjórsár skrifar um að hann ætli að vinna með Landsvirkjun og stækka lífríki Þjósár með að opna fiskvegi í t.d. upp fjölda fossa sem ekki eru nú þegar laxgengir, verður formaðurinn að finna lausn á því að koma laxinum í gegnum fjögura ferkílómetra straumlítið lón Hvammsvirkjunar. Fyrr kemur ekki að fossunum. Hvergi hefur tekist að koma laxi í ám með náttúrulegum stöðuvötnum í efrihluta ánna þó engin önnur hindrun sé en straumleysi vatnsins ( Haukadalsá, Flókadalsá ). Það er augljóst að stjórn veiðfélagsins var tekin yfir af hagsmunaaðilum virkjunarmála með ásetningi oddvita tveggja sveitafélaga. Lífríkinu skal fórnað, svo dapurlegt er það að sitja svo beggja megin borðs og ákveða hvorir hagsmunir vegi þyngra lífríkið eða buddan og það gæti átt við um fleiri stjórnarmenn. Að láta það trufla sig að einhverjir einstaklingar hafi aðra skoðun en formaður/oddviti varðandi Hvammsvirkjun er sérstrakt. Í upplýstu samfélagi er fólki heimilt að tjá skoðanir sínar og að sett sé fram upplýsingasíða er mjög eðlilegt, sérstaklega þegar áformað verkefni umturnar sveitinni. Aðilar tjá sínar skoðanir á málefnum þessa risa verkefnis í hjarta fallegrar sveitar. Ég vil skora á oddvita Skeiða og Gnúpverjahrepps að nota ekki heimasíðu sveitafélagsins til þess að reyna ná ærunni af þegnum sínum og níða niður skó þeirra. Ég hef unnið af heilindum og samviskusemi sem formaður Veiðifélags Þjórsár og er stoltur af verkum mínum fyrir félagið. Oddur Guðni Bjarnason, Stöðulfelli.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun