„Við erum klár í bátana og með sterka innviði“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. maí 2025 11:26 Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir engan bilbug að finna á flokknum sem muni bjóða fram í sveitarstjórnarkosningum 2026. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir engan bilbug að finna á Vinstri grænum sem muni bjóða fram í næstu sveitarstjórnarkosningum og spár um dauða flokksins séu ótímabærar. Engin formleg samtöl hafi verið milli VG og annarra flokka um sameiginleg framboð. Sveitarstjórnarfólk ræði þó sín á milli. Sveitarstjórnarkosningar munu næst fara fram 16. maí 2026 og því tæplega ár til stefnu. Margir stjórnmálaflokkar eru þegar byrjaðir að undirbúa sig. Staða þriggja flokka, Vinstri grænna, Pírata og Sósíalista, er þó enn ekki alveg skýr eftir lélegt gengi í síðustu Alþingiskosningum. Eruð þið í Vinstri grænum búin að spá í spilin hvað þið ætlið að gera? „Við erum stöðugt að spá í spilin og VG býr að mjög sterkum innviðum. Við eigum sveitarstjórnarráð og svæðisfélög og höfum haldið flokksráðsfundi frá kosningum þannig við höfum fengið ráðrúm til þess að ráða ráðum okkar. Það er enginn bilbugur á VG, alls ekki,“ segir Svandís Svavarsdóttir í samtali við Vísi. „Það er mjög mikilvægt að það verði skýr valkostur fyrir kjósendur að kjósa vinstri og græn sjónarmið.“ Vinstri græn breyti ekki um takt Sveitastjórnarráð hafi undanfarið unnið að sameiginlegum áherslum VG á landsvísu fyrir kosningar. Hvert svæðisfélag ákveði fyrir sig hvort boðið sé fram undir formerkjum VG eða í samfloti með öðrum flokkum. Niðurstöðurnar hafi verið með mismunandi hætti undanfarin ár. „Við erum klár í bátana og með sterka innviði,“ segir Svandís. „Ég hef verið í sambandi við svæðisfélagaformenn og stjórnir víða um land og það er ýmislegt í farvatninu, bara á mismunandi stigi eins og gengur.“ Innan flokksins sé sterkur stofnanastrúktúr sem sé mikilvægur þegar á móti blæs. „Að maður viti hvernig stofnanirnar virka, það séu lýðræðislegir ferlar, ágreiningur sé leiddur til lykta með atkvæðagreiðslu og svo stilli hópurinn sig saman. Við höfum margoft gert þetta og erum ekkert að breyta þeim takti,“ segir Svandís. Aðspurð hvort hún ætli sjálf að bjóða sig fram segir hún það ólíklegt, í það minnsta verði það ekki ofarlega á lista. Engin samtöl á vettvangi stofnana flokkanna Ritað hefur verið mikið og rætt um mögulegt sameiginlegt framboð Vinstri grænna, Pírata og Sósíalista eftir dapurt gengi flokkanna þriggja í síðustu Alþingiskosningum þar sem enginn þeirra komst inn á þing. Svandís segir engin samtöl í gangi milli flokkanna. „Enn sem komið er, er fólk bara að tala saman á vettvangi sveitarfélaganna,“ segir Svandís. „Á vettvangi stofnana flokkanna sem slíkra eru engin samtöl í gangi. Og manni hefur nú virst Sósíalistar eiga nóg með sig undanfarna mánuði.“ „En ýmsir einstaklinga innan þessara hópa hafa talað saman. Og það er sérstaklega gott samstarf til dæmis í Reykjavíkurborg milli VG og Sósíalista. Við erum með öðrum flokkum þar í meirihluta, það gengur vel og spurning hvernig það þróast,“ segir hún. Skrifstofan rekin á lágmarksvinnuframlagi Vinstri græn náðu aðeins 2,4 prósentum í síðustu Alþingiskosningum og voru því 0,1 prósentustigi frá 2,5 prósenta lágmarkinu sem þarf til að eiga rétt á úthlutun fjár úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka. „Við erum í raun og veru að reka skrifstofuna á lágmarksvinnuframlagi en við höldum úti föstudagspósti í hverri viku, fólk skrifar greinar, það er verið að halda fundi og eldri vinstri græn halda sína reglulegu fundi og samkomur. Þannig það er alveg skýr æðasláttur í VG,“ segir Svandís. Vinstri græn réðu heldur ekki feitum hesti í sveitastjórnarkosningum 2022 en eru þrátt fyrir það með sextán sveitastjórnarfulltrúa vítt og breitt um landið, bæði á listum VG og í sameiginlegum framboðum „Það eru allnokkrir sveitastjórnarmenn sem mynda þetta sveitastjórnarráð. Þar hafa líka verið fulltrúar sem ekki náðu kjöri en hafa verið aktívir. Ég nefni til dæmis Davíð Arnar í Hafnarfirði sem hefur verið mjög öflugur og sýnilegur,“ segir hún. Spár um dauða Vinstri grænna ótímabærar Vinstri græn héldu landsfund í október 2024 þar sem Svandís var kjörin formaður flokksins og Guðmundur Ingi Guðbrandsson kjörinn varaformaður. Flokkurinn hélt flokksráðsfund í febrúar og stefnir á að halda annan í ágúst. Starfið sé virkt. Verður annar landsfundur í október? „Nei, landsfundur er haldinn annað hvert ár samkvæmt lögum, þannig það væri 2026. Væntanlega verður hann haldinn fyrir kosningar til þess að birta okkar áherslur,“ segir Svandís. „Mér finnst líklegra en ekki að VG verði mjög sýnilegt í þessum sveitastjórnarkosningum, mögulega með öðrum sem eiga samleið með okkur, það geta verið VG og óháðir einhvers staðar. Við höfum fjallað um þessi mál sérstaklega og þá var það alveg skýrt að við viljum halda okkar striki og teljum að við eigum erindi,“ segir hún. Spár um dauð Vinstri grænna eru ótímabærar? „Þær eru það. Við höfum áður þolað mótbyr og gerum það núna líka. Við stöndum í lappirnar og erum bara brött,“ segir Svandís að lokum. Vinstri græn Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira
Sveitarstjórnarkosningar munu næst fara fram 16. maí 2026 og því tæplega ár til stefnu. Margir stjórnmálaflokkar eru þegar byrjaðir að undirbúa sig. Staða þriggja flokka, Vinstri grænna, Pírata og Sósíalista, er þó enn ekki alveg skýr eftir lélegt gengi í síðustu Alþingiskosningum. Eruð þið í Vinstri grænum búin að spá í spilin hvað þið ætlið að gera? „Við erum stöðugt að spá í spilin og VG býr að mjög sterkum innviðum. Við eigum sveitarstjórnarráð og svæðisfélög og höfum haldið flokksráðsfundi frá kosningum þannig við höfum fengið ráðrúm til þess að ráða ráðum okkar. Það er enginn bilbugur á VG, alls ekki,“ segir Svandís Svavarsdóttir í samtali við Vísi. „Það er mjög mikilvægt að það verði skýr valkostur fyrir kjósendur að kjósa vinstri og græn sjónarmið.“ Vinstri græn breyti ekki um takt Sveitastjórnarráð hafi undanfarið unnið að sameiginlegum áherslum VG á landsvísu fyrir kosningar. Hvert svæðisfélag ákveði fyrir sig hvort boðið sé fram undir formerkjum VG eða í samfloti með öðrum flokkum. Niðurstöðurnar hafi verið með mismunandi hætti undanfarin ár. „Við erum klár í bátana og með sterka innviði,“ segir Svandís. „Ég hef verið í sambandi við svæðisfélagaformenn og stjórnir víða um land og það er ýmislegt í farvatninu, bara á mismunandi stigi eins og gengur.“ Innan flokksins sé sterkur stofnanastrúktúr sem sé mikilvægur þegar á móti blæs. „Að maður viti hvernig stofnanirnar virka, það séu lýðræðislegir ferlar, ágreiningur sé leiddur til lykta með atkvæðagreiðslu og svo stilli hópurinn sig saman. Við höfum margoft gert þetta og erum ekkert að breyta þeim takti,“ segir Svandís. Aðspurð hvort hún ætli sjálf að bjóða sig fram segir hún það ólíklegt, í það minnsta verði það ekki ofarlega á lista. Engin samtöl á vettvangi stofnana flokkanna Ritað hefur verið mikið og rætt um mögulegt sameiginlegt framboð Vinstri grænna, Pírata og Sósíalista eftir dapurt gengi flokkanna þriggja í síðustu Alþingiskosningum þar sem enginn þeirra komst inn á þing. Svandís segir engin samtöl í gangi milli flokkanna. „Enn sem komið er, er fólk bara að tala saman á vettvangi sveitarfélaganna,“ segir Svandís. „Á vettvangi stofnana flokkanna sem slíkra eru engin samtöl í gangi. Og manni hefur nú virst Sósíalistar eiga nóg með sig undanfarna mánuði.“ „En ýmsir einstaklinga innan þessara hópa hafa talað saman. Og það er sérstaklega gott samstarf til dæmis í Reykjavíkurborg milli VG og Sósíalista. Við erum með öðrum flokkum þar í meirihluta, það gengur vel og spurning hvernig það þróast,“ segir hún. Skrifstofan rekin á lágmarksvinnuframlagi Vinstri græn náðu aðeins 2,4 prósentum í síðustu Alþingiskosningum og voru því 0,1 prósentustigi frá 2,5 prósenta lágmarkinu sem þarf til að eiga rétt á úthlutun fjár úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka. „Við erum í raun og veru að reka skrifstofuna á lágmarksvinnuframlagi en við höldum úti föstudagspósti í hverri viku, fólk skrifar greinar, það er verið að halda fundi og eldri vinstri græn halda sína reglulegu fundi og samkomur. Þannig það er alveg skýr æðasláttur í VG,“ segir Svandís. Vinstri græn réðu heldur ekki feitum hesti í sveitastjórnarkosningum 2022 en eru þrátt fyrir það með sextán sveitastjórnarfulltrúa vítt og breitt um landið, bæði á listum VG og í sameiginlegum framboðum „Það eru allnokkrir sveitastjórnarmenn sem mynda þetta sveitastjórnarráð. Þar hafa líka verið fulltrúar sem ekki náðu kjöri en hafa verið aktívir. Ég nefni til dæmis Davíð Arnar í Hafnarfirði sem hefur verið mjög öflugur og sýnilegur,“ segir hún. Spár um dauða Vinstri grænna ótímabærar Vinstri græn héldu landsfund í október 2024 þar sem Svandís var kjörin formaður flokksins og Guðmundur Ingi Guðbrandsson kjörinn varaformaður. Flokkurinn hélt flokksráðsfund í febrúar og stefnir á að halda annan í ágúst. Starfið sé virkt. Verður annar landsfundur í október? „Nei, landsfundur er haldinn annað hvert ár samkvæmt lögum, þannig það væri 2026. Væntanlega verður hann haldinn fyrir kosningar til þess að birta okkar áherslur,“ segir Svandís. „Mér finnst líklegra en ekki að VG verði mjög sýnilegt í þessum sveitastjórnarkosningum, mögulega með öðrum sem eiga samleið með okkur, það geta verið VG og óháðir einhvers staðar. Við höfum fjallað um þessi mál sérstaklega og þá var það alveg skýrt að við viljum halda okkar striki og teljum að við eigum erindi,“ segir hún. Spár um dauð Vinstri grænna eru ótímabærar? „Þær eru það. Við höfum áður þolað mótbyr og gerum það núna líka. Við stöndum í lappirnar og erum bara brött,“ segir Svandís að lokum.
Vinstri græn Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira