Kaldvík fær stjórnvaldssekt vegna brota á lögum um dýravelferð Jakob Bjarnar skrifar 26. maí 2025 13:28 Kjartan Lindbøl, sem er COO hjá Kaldvík og félagar hans hjá fyrirtækinu hafa verið dæmd til að greiða stjórnvaldssekt vegna brota á lögum um dýravelferð. mast/kaldvík Lögð hefur verið stjórnvaldssekt á Kaldvík að upphæð 500.000 króna vegna brota á lögum um dýravelferð. MAST segir að fyrirtækið hafi vanrækt að fjarlægja sjúka eða slasaða fiska úr eldiskvíum og aflífa þá eins og skylt er. Vísir greindi frá þessu máli á sínum tíma, sem varðaði stórfelldan laxadauða sem var í nóvember, desember og janúar í sjókvíum í Berufirði. En þar er fiskeldisfyrirtækið Kaldvík með aðstöðu. Fyrirtækið þurfti að farga tugþúsundum eldislaxa sem voru ýmist dauðir vegna vetrarsára eða áttu sér enga lífsvon vegna þess hversu illa leiknir þeir voru. Hjá Kaldvík drápust í nóvember 470 þúsund fiskar, í desember 758 þúsund og í janúar 381 þúsund fiskar. Var það vegna þess að hitastig sjávar lækkaði snarpt en undirliggjandi bakteríur geri fiskinn veikan fyrir. „Þegar eftirlitsmenn voru á staðnum var engin alvöru tilraun gerð til að fjarlægja sveimara. Einungis 3 – 4 sveimarar voru teknir úr hverri kví, en að jafnaði voru 1.000 – 3.000 illa farnir sveimarar í hverri kví. Ástandið var sérstaklega slæmt í kvíum 2 og 4,“ sagði Karl Steinar Óskarsson deildarstjóri fiskeldisstöðvar í samtali við Vísi. Hann tók saman skýrslu um málið ásamt Wija Ariany sérgreinadýralæknir fisksjúkdóma. Einnig var rætt við Kaldvík vegna málsins og sagði Kjartan Lindbøl, sem er COO hjá Kaldvík eða yfir öllum aðgerðum hjá Kaldvík, segir að þó sum atriði í skýrslu MAST hafi komið flatt uppá þau hljóti þau engu að síður að vera sammála um meginatriðin. „Staðan í Svarthamarsvík hefur verið krefjandi í nokkurn tíma núna vegna erfiðra umhverfisáhrifa. Hins vegar teljum við okkur hafa tekist á við vandann af ábyrgð með góðri aðstoð bæði innan sem utan fyrirtækisins,“ sagði Kjartan meðal annars í samtali við Vísi. Sjókvíaeldi Matvælaframleiðsla Sjávarútvegur Múlaþing Umhverfismál Fiskeldi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vill helst fá sér lakkrís eftir 115 daga sjósundið Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
MAST segir að fyrirtækið hafi vanrækt að fjarlægja sjúka eða slasaða fiska úr eldiskvíum og aflífa þá eins og skylt er. Vísir greindi frá þessu máli á sínum tíma, sem varðaði stórfelldan laxadauða sem var í nóvember, desember og janúar í sjókvíum í Berufirði. En þar er fiskeldisfyrirtækið Kaldvík með aðstöðu. Fyrirtækið þurfti að farga tugþúsundum eldislaxa sem voru ýmist dauðir vegna vetrarsára eða áttu sér enga lífsvon vegna þess hversu illa leiknir þeir voru. Hjá Kaldvík drápust í nóvember 470 þúsund fiskar, í desember 758 þúsund og í janúar 381 þúsund fiskar. Var það vegna þess að hitastig sjávar lækkaði snarpt en undirliggjandi bakteríur geri fiskinn veikan fyrir. „Þegar eftirlitsmenn voru á staðnum var engin alvöru tilraun gerð til að fjarlægja sveimara. Einungis 3 – 4 sveimarar voru teknir úr hverri kví, en að jafnaði voru 1.000 – 3.000 illa farnir sveimarar í hverri kví. Ástandið var sérstaklega slæmt í kvíum 2 og 4,“ sagði Karl Steinar Óskarsson deildarstjóri fiskeldisstöðvar í samtali við Vísi. Hann tók saman skýrslu um málið ásamt Wija Ariany sérgreinadýralæknir fisksjúkdóma. Einnig var rætt við Kaldvík vegna málsins og sagði Kjartan Lindbøl, sem er COO hjá Kaldvík eða yfir öllum aðgerðum hjá Kaldvík, segir að þó sum atriði í skýrslu MAST hafi komið flatt uppá þau hljóti þau engu að síður að vera sammála um meginatriðin. „Staðan í Svarthamarsvík hefur verið krefjandi í nokkurn tíma núna vegna erfiðra umhverfisáhrifa. Hins vegar teljum við okkur hafa tekist á við vandann af ábyrgð með góðri aðstoð bæði innan sem utan fyrirtækisins,“ sagði Kjartan meðal annars í samtali við Vísi.
Sjókvíaeldi Matvælaframleiðsla Sjávarútvegur Múlaþing Umhverfismál Fiskeldi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vill helst fá sér lakkrís eftir 115 daga sjósundið Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira