Norðurlöndin standi saman vörð um alþjóðalög Samúel Karl Ólason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 26. maí 2025 14:28 Kristrún Frostadóttir og aðrir leiðtogar Norðurlanda. Forsætisráðuneyti Finnlands/Lauri Heikkinen Forsætisráðherrar Norðurlandanna, auk leiðtoga Álandseyja, Færeyja Grænlands, komu saman í Finnlandi i dag. Þar var farið yfir öryggis- og varnarmál á Norðurlöndum, málefni Grænlands og ásælni forseta Bandaríkjanna í eyjuna, efnahagsmál auk ýmissa annarra mála. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, segir öll Norðurlönd standa frammi fyrir ákveðnum áskorunum, eins og öryggis- og vandamálum og sömuleiðis samfélagslegum áskorunum. Sömuleiðis hafi verið að ræða samkeppnishæfni en fulltrúar atvinnulífsins á Norðurlöndum tóku þátt í fundinum. „Það liggur alveg fyrir að margt sem þarf að gera, til dæmis í öryggis- og varnarmálum hefur tvíhliða notkun. Þetta snýst ekki bara um beinharðar varnir heldur líka hvernig við styrkjum áfallaþol samfélagsins, vegi og hafnir og flugvelli getum við notað í varnartengdum tilgangi,“ segir Kristrún í samtali við fréttastofu. Kristrún segir atvinnulífið geta átt aðkomu þar en sömuleiðis hvað varðar það að auka öryggisvitund í samfélaginu og það geri Íslendingum betur kleift að takast á við stórar ákvarðanir. Talið er að á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í sumar verði lagt til að fjárútlát til varnarmála hjá aðildarríkjum verði 3,5 prósent fyrir árið 2032. Við það eigi svo að bætast 1,5 prósent þar sem hægt verði að telja innviðafjárfestingar með. Sjá einnig: Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Úkraína var einnig til tals á fundinum og þar á meðal árásir Rússa á ríkið yfir helgina og ummæli Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um Vladimír Pútin, kollega hans í Rússlandi. Kristún segir leiðtogana líta það jákvæðum augum að Trump átti sig á því að Pútín sé ekki allur sem séður. Sjá einnig: Mestu árásirnar hingað til, aftur „Þetta er það sem þessi hópur landi hefur lengi haldið fram. Að honum sé ekki treystandi og það þurfti að tryggja aðkomu fleiri aðila að samningaborðinu til þess að koma honum líka niður í sætið.“ Hún sagði leiðtogana vona að ummæli Trumps gefi til kynna að von sé á frekari viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi frá Bandaríkjunum. „Það fyrst færi að hafa veruleg áhrif.“ Náin tengsl ekki sjálfgefin Eftir fund þeirra var haldinn blaðamannafundur þar sem farið var yfir það sem rætt var um. Þar tóku allir leiðtogarnir til máls og kom í ljós að innrás Rússa í Úkraínu og ógnin sem stafar af Rússlandi, og auknar fjárveitingar til varnarmála, var mikið rædd á fundinum. Þegar Kristrún tók fyrst til máls sagði hún mikilvægt að hafa í huga að náin tengsl Norðurlandanna væru merkileg. Það væri alls ekki sjálfsagður hlutur og að þessar þjóðir hefðu sameiginleg gildi sem þau þyrftu að standa vörð um. Hún sagði heiminn vera að breytast og þessi samstaða og sameiginlegu gildi skipti mál. Vísaði hún til þeirrar öryggisógnar sem rædd hefði verið á fundinum og sagði að sannfæra þyrfti þjóðir Norðurlanda um það af hverju öryggis- og varnarmál skiptu máli. „Ég get sagt það, komandi frá Íslandi, að það er mjög mikilvægt fyrir okkur að geta litið til nágranna okkar og sagt: „Þetta er það sem norrænir félagar okkar eru að gera“.“ Hún tók málefni Grænlands sem dæmi. Ísland væri nágranni Grænlands og smáríki. Það væri Íslendingum mjög mikilvægt að Norðurlöndin stæðu saman vörð um alþjóðalög. Áhugasamir geta horft á fundinn hér á vef Forsætisráðuneytis Finnlands. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Norðurslóðir Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Grænland Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, segir öll Norðurlönd standa frammi fyrir ákveðnum áskorunum, eins og öryggis- og vandamálum og sömuleiðis samfélagslegum áskorunum. Sömuleiðis hafi verið að ræða samkeppnishæfni en fulltrúar atvinnulífsins á Norðurlöndum tóku þátt í fundinum. „Það liggur alveg fyrir að margt sem þarf að gera, til dæmis í öryggis- og varnarmálum hefur tvíhliða notkun. Þetta snýst ekki bara um beinharðar varnir heldur líka hvernig við styrkjum áfallaþol samfélagsins, vegi og hafnir og flugvelli getum við notað í varnartengdum tilgangi,“ segir Kristrún í samtali við fréttastofu. Kristrún segir atvinnulífið geta átt aðkomu þar en sömuleiðis hvað varðar það að auka öryggisvitund í samfélaginu og það geri Íslendingum betur kleift að takast á við stórar ákvarðanir. Talið er að á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í sumar verði lagt til að fjárútlát til varnarmála hjá aðildarríkjum verði 3,5 prósent fyrir árið 2032. Við það eigi svo að bætast 1,5 prósent þar sem hægt verði að telja innviðafjárfestingar með. Sjá einnig: Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Úkraína var einnig til tals á fundinum og þar á meðal árásir Rússa á ríkið yfir helgina og ummæli Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um Vladimír Pútin, kollega hans í Rússlandi. Kristún segir leiðtogana líta það jákvæðum augum að Trump átti sig á því að Pútín sé ekki allur sem séður. Sjá einnig: Mestu árásirnar hingað til, aftur „Þetta er það sem þessi hópur landi hefur lengi haldið fram. Að honum sé ekki treystandi og það þurfti að tryggja aðkomu fleiri aðila að samningaborðinu til þess að koma honum líka niður í sætið.“ Hún sagði leiðtogana vona að ummæli Trumps gefi til kynna að von sé á frekari viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi frá Bandaríkjunum. „Það fyrst færi að hafa veruleg áhrif.“ Náin tengsl ekki sjálfgefin Eftir fund þeirra var haldinn blaðamannafundur þar sem farið var yfir það sem rætt var um. Þar tóku allir leiðtogarnir til máls og kom í ljós að innrás Rússa í Úkraínu og ógnin sem stafar af Rússlandi, og auknar fjárveitingar til varnarmála, var mikið rædd á fundinum. Þegar Kristrún tók fyrst til máls sagði hún mikilvægt að hafa í huga að náin tengsl Norðurlandanna væru merkileg. Það væri alls ekki sjálfsagður hlutur og að þessar þjóðir hefðu sameiginleg gildi sem þau þyrftu að standa vörð um. Hún sagði heiminn vera að breytast og þessi samstaða og sameiginlegu gildi skipti mál. Vísaði hún til þeirrar öryggisógnar sem rædd hefði verið á fundinum og sagði að sannfæra þyrfti þjóðir Norðurlanda um það af hverju öryggis- og varnarmál skiptu máli. „Ég get sagt það, komandi frá Íslandi, að það er mjög mikilvægt fyrir okkur að geta litið til nágranna okkar og sagt: „Þetta er það sem norrænir félagar okkar eru að gera“.“ Hún tók málefni Grænlands sem dæmi. Ísland væri nágranni Grænlands og smáríki. Það væri Íslendingum mjög mikilvægt að Norðurlöndin stæðu saman vörð um alþjóðalög. Áhugasamir geta horft á fundinn hér á vef Forsætisráðuneytis Finnlands.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Norðurslóðir Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Grænland Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira