Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 26. maí 2025 14:18 Það er margt forvitnilegt við viðtalið sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra gaf á Sprengisandi í gær. Þar kynnti hún aðgerðir á borð við afturköllun verndar fyrir sakamenn, aukið landamæraeftirlit, stofnun brottfarar- og móttökustöðva og samninga við flugfélög um afhendingu farþegalista. Allt undir merkjum „nýrrar stefnu“ og „nýrrar nálgunar“. En vandinn er sá: Þetta er ekki nýtt. Ekkert af þessu er nýtt. Þessi mál voru þegar í farvegi í tíð síðustu ríkisstjórnar. Frumvarp um afturköllun verndar fyrir sakamenn var á þingmálaskrá minni. Það sama má segja um að koma á fót brottfararúrræði og greiningarmiðstöð. Undirbúningur að samningum við flugfélög hófst í ráðuneytinu undir stjórn Sjálfstæðisflokksins. Landamærastefnan sem nú er notuð sem grunnur að aðgerðum ráðherrans var samþykkt í ríkisstjórn í nóvember 2024 og kynnt opinberlega í samvinnu við ríkislögreglustjóra. Þá stendur ekki steinn yfir steini í pistli sem ráðherrann birti á Vísi fyrr í dag. Þar heldur ráðherra því fram að Sjálfstæðisflokkurinn ókyrrist þegar umbætur í landamæramálum eru ræddar. En veit ráðherra ekki hver setti þessa stefnu? Veit hún ekki að það var ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins sem lagði grunninn að öllum þeim úrræðum sem hún nú eignar sér? Veit hún ekki að landamærastefnan sem hún byggir á, og talar um sem byltingu, var unnin á mínum tíma í ráðuneytinu, í nánu samstarfi við lögregluembættin og ríkislögreglustjóra? Það má einnig minna ráðherrann á þegar hún segir stefnu- og aðgerðaleysi hafa einkennt fyrri ríkisstjórn að þann 20. febrúar 2024 samþykkti þáverandi ríkisstjórnin heildarsýn í málefnum útlendinga og hælisleitenda með 20 aðgerðum til úrbóta. Meðal annars að koma upp greiningarmiðstöð á landamærunum sem og lokuðu brottfararúrræði. Það er ekkert athugavert við að taka upp góðar hugmyndir. Gott er gott, sama hvaðan það kemur. En þegar ráðherra snýr út úr staðreyndum og talar eins og pólitískt minnisleysi sé dyggð, þá verður að bregðast við. Það er ekki stjórnmálaleg nýsköpun að taka stefnu annarra, endurpakka henni og selja hana sem sína eigin. Það kallast einfaldlega að skreyta sig með stolnum fjöðrum. Í stjórnmálum má skipta um skoðun, en það krefst hreinskilni. Það sem stendur eftir hér er ekki ný stefna, heldur gamalt stefnumál í nýjum búningi og með nýjan talsmann sem áður talaði með allt öðrum hætti. Þegar þessi mál voru til umræðu fyrir ári gagnrýndi dómsmálaráðherra áherslu á skilvirkni og stjórnsýslu – og spurði hvar væru mannúðlegu úrræðin. Hún lét ekki orðin nægja heldur ýmist sat hún hjá eða greiddi atkvæði gegn málunum á þinginu. Nú talar hún hins vegar fyrir sömu lagabreytingum, sömu úrræðum og sama verklagi – nema hvað nú heitir það „ný nálgun“. Það er velkomið að ráðherra hafi skipt um skoðun. Það er meira að segja þroskamerki að gera það. En hún verður þá líka að viðurkenna það. Það gengur ekki upp að vera andstæðingur sömu stefnu sem maður reynir að eigna sér þegar svo hentar. Við í Sjálfstæðisflokknum höfum talað fyrir ábyrgri og skýrri landamæra- og útlendingastefnu. Við höfum sagt að vernda beri þá sem verndar þurfa – en jafnframt að ríkisvaldið verði að bregðast við þegar kerfið stendur ekki undir eigin tilgangi. Nú virðist dómsmálaráðherra hafa tekið undir þau sjónarmið. Það er vel. Hún er velkomin í raunveruleikann. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Landamæri Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Það er margt forvitnilegt við viðtalið sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra gaf á Sprengisandi í gær. Þar kynnti hún aðgerðir á borð við afturköllun verndar fyrir sakamenn, aukið landamæraeftirlit, stofnun brottfarar- og móttökustöðva og samninga við flugfélög um afhendingu farþegalista. Allt undir merkjum „nýrrar stefnu“ og „nýrrar nálgunar“. En vandinn er sá: Þetta er ekki nýtt. Ekkert af þessu er nýtt. Þessi mál voru þegar í farvegi í tíð síðustu ríkisstjórnar. Frumvarp um afturköllun verndar fyrir sakamenn var á þingmálaskrá minni. Það sama má segja um að koma á fót brottfararúrræði og greiningarmiðstöð. Undirbúningur að samningum við flugfélög hófst í ráðuneytinu undir stjórn Sjálfstæðisflokksins. Landamærastefnan sem nú er notuð sem grunnur að aðgerðum ráðherrans var samþykkt í ríkisstjórn í nóvember 2024 og kynnt opinberlega í samvinnu við ríkislögreglustjóra. Þá stendur ekki steinn yfir steini í pistli sem ráðherrann birti á Vísi fyrr í dag. Þar heldur ráðherra því fram að Sjálfstæðisflokkurinn ókyrrist þegar umbætur í landamæramálum eru ræddar. En veit ráðherra ekki hver setti þessa stefnu? Veit hún ekki að það var ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins sem lagði grunninn að öllum þeim úrræðum sem hún nú eignar sér? Veit hún ekki að landamærastefnan sem hún byggir á, og talar um sem byltingu, var unnin á mínum tíma í ráðuneytinu, í nánu samstarfi við lögregluembættin og ríkislögreglustjóra? Það má einnig minna ráðherrann á þegar hún segir stefnu- og aðgerðaleysi hafa einkennt fyrri ríkisstjórn að þann 20. febrúar 2024 samþykkti þáverandi ríkisstjórnin heildarsýn í málefnum útlendinga og hælisleitenda með 20 aðgerðum til úrbóta. Meðal annars að koma upp greiningarmiðstöð á landamærunum sem og lokuðu brottfararúrræði. Það er ekkert athugavert við að taka upp góðar hugmyndir. Gott er gott, sama hvaðan það kemur. En þegar ráðherra snýr út úr staðreyndum og talar eins og pólitískt minnisleysi sé dyggð, þá verður að bregðast við. Það er ekki stjórnmálaleg nýsköpun að taka stefnu annarra, endurpakka henni og selja hana sem sína eigin. Það kallast einfaldlega að skreyta sig með stolnum fjöðrum. Í stjórnmálum má skipta um skoðun, en það krefst hreinskilni. Það sem stendur eftir hér er ekki ný stefna, heldur gamalt stefnumál í nýjum búningi og með nýjan talsmann sem áður talaði með allt öðrum hætti. Þegar þessi mál voru til umræðu fyrir ári gagnrýndi dómsmálaráðherra áherslu á skilvirkni og stjórnsýslu – og spurði hvar væru mannúðlegu úrræðin. Hún lét ekki orðin nægja heldur ýmist sat hún hjá eða greiddi atkvæði gegn málunum á þinginu. Nú talar hún hins vegar fyrir sömu lagabreytingum, sömu úrræðum og sama verklagi – nema hvað nú heitir það „ný nálgun“. Það er velkomið að ráðherra hafi skipt um skoðun. Það er meira að segja þroskamerki að gera það. En hún verður þá líka að viðurkenna það. Það gengur ekki upp að vera andstæðingur sömu stefnu sem maður reynir að eigna sér þegar svo hentar. Við í Sjálfstæðisflokknum höfum talað fyrir ábyrgri og skýrri landamæra- og útlendingastefnu. Við höfum sagt að vernda beri þá sem verndar þurfa – en jafnframt að ríkisvaldið verði að bregðast við þegar kerfið stendur ekki undir eigin tilgangi. Nú virðist dómsmálaráðherra hafa tekið undir þau sjónarmið. Það er vel. Hún er velkomin í raunveruleikann. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun