Innlent

Sál­fræðingar felldu aftur kjara­samning

Atli Ísleifsson skrifar
Pétur Maack er formaður Sálfræðingafélags Íslands. Hann segir að samningurinn nú hafi verið lakari en sá sem felldur var fyrr á árinu.
Pétur Maack er formaður Sálfræðingafélags Íslands. Hann segir að samningurinn nú hafi verið lakari en sá sem felldur var fyrr á árinu. Vísir

Sálfræðingar starfandi hjá ríkinu höfnuðu í atkvæðagreiðslu sem lauk nú á hádegi kjarasamningi við ríkið.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sálfræðingafélagi Íslands. Atkvæði féllu á þann veg að 44,4 prósent sögðu já en 55,6 prósent þeirra sem greiddu atkvæði sögðu nei. Kjörsókn var 71,2 prósent. Ritað var undir samninginn 22. maí síðastliðinn.

„Samningurinn sem nú var lagður í atkvæði félagsmanna var efnislega sá sami og sálfræðingar höfnuðu í atkvæðagreiðslu í ársbyrjun að því frátöldu að fulltrúar samninganefndar ríkisins höfðu nú tekið fyrirhugaðar hækkanir á launatöflum í september n.k. (launatöfluauka) út af borðinu.

Þannig var samningstilboð ríkisins nú í raun og veru lakara en það sem hafnað var í atkvæðagreiðslu í byrjun árs,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×