Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 29. maí 2025 07:02 Sjómenn Íslands fyrr og nú eiga heiður skilinn fyrir framlag sitt til íslensks samfélags. Það þarf sterk bein til að sækja sjó því það er ekki alltaf logn og blíða og veður geta oft verið válynd og æðruleysi og dugnaður hefur einkennt íslenska sjómannastétt. Gífurleg framþróun hefur verið á undanförnum áratugum í fullkomnari skipakosti bæði stórum sem smáum og hefur það bætt allt vinnuumhverfi og öryggi til sjós. Öryggi sjómanna Öryggismál sjómanna hafa tekið miklum framförum með tilkomu Slysavarnarskóla sjómanna árið 1985 og síðan hefur slysum og dauðsföllum fækkað mjög mikið til sjós og enginn getur í dag stundað sjómennsku nema hafa farið á námskeið hjá skólanum sem er vel. Sjóslys og skipsskaðar voru miklir við strendur landsins öldum saman og langt fram á síðustu öld og dánartíðni sjómanna mikil og sjómannsfjölskyldur misstu ástvini sína bæði feður og syni og fyrirvinnu sem setti stór skörð í samfélögin og tók sinn toll sem ekki var bætt en lífið hélt áfram. Þrautsegja á raunastund! Sem betur fer gafst fólk ekki upp og það er þessi þrautsegja sem einkennt hefur sjómenn, sjómannskonur,sjómannsfjölskyldur og sjávarbyggðir landsins að halda áfram með því að treysta vinnuumhverfið og öryggismál sjómanna sem tekist hefur vel þó alltaf sé hægt að gera enn betur. Við sem höfum alist upp í sjávarbyggðum og búum þar gleðjumst með sjómönnum og fjölskyldum þeirra á sjómannadaginn og höfum haldið upp á sjómannadaginn hér heima á Suðureyri eins lengi og ég man eftir eins og víða um land sem haldið er líka upp á daginn með glæsibrag og vonandi verður það um ókomna tíð.. Fjölbreytt útgerðarform Sjómannsstörf hafa breyst eins og öll önnur störf með tækniframförum og tekjur þeirra eru í flestum tilfellum góðar sem á að vera. Mínar áhyggjur hafa verið þær að of mikil samþjöppun hafi verið í sjávarútvegi sem komi í veg fyrir fjölbreytt útgerðarform og atvinnuöryggi sjávarbyggðanna. Við þurfum að byggja áfram á litlum og meðalstórum sjávarútvegsfyrirtækjum og tryggja atvinnufrelsi í greininni í stað þess að þrengja svo að með samþjöppun að ómögulegt er fyrir eðlilega nýliðun ungs fólks sem vill hefja sjósókn og byggja sig upp í sjávarútvegi á eigin forsendum. Strandmenning Íslands Þar hef ég ásamt öðrum talað fyrir eflingu strandveiða ,koma grásleppunni úr kvóta og stækka þann hluta kerfisins sem er utan kvótakerfisins og það er verið að gera í þessu stjórnarsamstarfi og því þarf að fylgja fast eftir. Þessi hluti kerfisins er orðinn eini möguleikinn fyrir ungt fólk að byrja í sjómennsku ef þau eru ekki stórir fjármagnseigendur eða kvótaerfingjar eins og staðan er í dag. Strandmenning við Íslandsstrendur er saga íslenskrar þjóðar og hana eigum við að efla með fram öflugum stórskipaflota okkar þetta tvennt á að geta farið saman. Úrvals hráefni Fjölbreyttni í útgerð og möguleikar á nýliðun eru í smábátaútgerð og afurðir þeirra hafa verið mjög eftirsóttar á erlendum mörkuðum eins og afurðir íslensks sjávarútvegs sem hefur fengið gæðastimpil sem fyrsta flokks vara víða um heim.. Sjómenn og sjómannsfjölskyldur innilega til hamingju með sjómannadaginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Sjávarútvegur Strandveiðar Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Sjómenn Íslands fyrr og nú eiga heiður skilinn fyrir framlag sitt til íslensks samfélags. Það þarf sterk bein til að sækja sjó því það er ekki alltaf logn og blíða og veður geta oft verið válynd og æðruleysi og dugnaður hefur einkennt íslenska sjómannastétt. Gífurleg framþróun hefur verið á undanförnum áratugum í fullkomnari skipakosti bæði stórum sem smáum og hefur það bætt allt vinnuumhverfi og öryggi til sjós. Öryggi sjómanna Öryggismál sjómanna hafa tekið miklum framförum með tilkomu Slysavarnarskóla sjómanna árið 1985 og síðan hefur slysum og dauðsföllum fækkað mjög mikið til sjós og enginn getur í dag stundað sjómennsku nema hafa farið á námskeið hjá skólanum sem er vel. Sjóslys og skipsskaðar voru miklir við strendur landsins öldum saman og langt fram á síðustu öld og dánartíðni sjómanna mikil og sjómannsfjölskyldur misstu ástvini sína bæði feður og syni og fyrirvinnu sem setti stór skörð í samfélögin og tók sinn toll sem ekki var bætt en lífið hélt áfram. Þrautsegja á raunastund! Sem betur fer gafst fólk ekki upp og það er þessi þrautsegja sem einkennt hefur sjómenn, sjómannskonur,sjómannsfjölskyldur og sjávarbyggðir landsins að halda áfram með því að treysta vinnuumhverfið og öryggismál sjómanna sem tekist hefur vel þó alltaf sé hægt að gera enn betur. Við sem höfum alist upp í sjávarbyggðum og búum þar gleðjumst með sjómönnum og fjölskyldum þeirra á sjómannadaginn og höfum haldið upp á sjómannadaginn hér heima á Suðureyri eins lengi og ég man eftir eins og víða um land sem haldið er líka upp á daginn með glæsibrag og vonandi verður það um ókomna tíð.. Fjölbreytt útgerðarform Sjómannsstörf hafa breyst eins og öll önnur störf með tækniframförum og tekjur þeirra eru í flestum tilfellum góðar sem á að vera. Mínar áhyggjur hafa verið þær að of mikil samþjöppun hafi verið í sjávarútvegi sem komi í veg fyrir fjölbreytt útgerðarform og atvinnuöryggi sjávarbyggðanna. Við þurfum að byggja áfram á litlum og meðalstórum sjávarútvegsfyrirtækjum og tryggja atvinnufrelsi í greininni í stað þess að þrengja svo að með samþjöppun að ómögulegt er fyrir eðlilega nýliðun ungs fólks sem vill hefja sjósókn og byggja sig upp í sjávarútvegi á eigin forsendum. Strandmenning Íslands Þar hef ég ásamt öðrum talað fyrir eflingu strandveiða ,koma grásleppunni úr kvóta og stækka þann hluta kerfisins sem er utan kvótakerfisins og það er verið að gera í þessu stjórnarsamstarfi og því þarf að fylgja fast eftir. Þessi hluti kerfisins er orðinn eini möguleikinn fyrir ungt fólk að byrja í sjómennsku ef þau eru ekki stórir fjármagnseigendur eða kvótaerfingjar eins og staðan er í dag. Strandmenning við Íslandsstrendur er saga íslenskrar þjóðar og hana eigum við að efla með fram öflugum stórskipaflota okkar þetta tvennt á að geta farið saman. Úrvals hráefni Fjölbreyttni í útgerð og möguleikar á nýliðun eru í smábátaútgerð og afurðir þeirra hafa verið mjög eftirsóttar á erlendum mörkuðum eins og afurðir íslensks sjávarútvegs sem hefur fengið gæðastimpil sem fyrsta flokks vara víða um heim.. Sjómenn og sjómannsfjölskyldur innilega til hamingju með sjómannadaginn.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun