Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. maí 2025 23:22 Það getur verið rándýrt spaug að samþykkja auðkenningarbeiðnir í snjalltækjum án þess að grandskoða þær fyrst. Vísir/Arnar Dæmi eru um að fólk tapi háum fjárhæðum þegar það samþykkir auðkenningarbeiðnir í hugsunarleysi, og millifærir þar með á svikahrappa úti í heimi. Engar bætur er að fá ef fólk notast við rafræn skilríki til að samþykkja slíkar millifærslur. Brynja María Ólafsdóttir, sérfræðingur í regluvörslu hjá Landsbankanum, ræddi um netsvik í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Tilefni viðtalsins var pistill sem birtist á Vísi í dag undir yfirskriftinni „Fimm svikasögur úr raunveruleikanum“, þar sem Brynja greindi frá því að fleiri tilkynningar um netsvik hafi borist Landsbankanum það sem af er árinu 2025 en allt árið í fyrra. Fær ekkert bætt „Það bara ærin ástæða til þess að fara yfir þetta. Það er mjög mikið að gera í svikamálunum þessa dagana og það er alltaf þannig að við lærum alltaf mest af sögum úr raunveruleikanum, til þess að læra hvað við eigum ekki að gera,“ sagði Brynja í viðtalinu á Bylgjunni. Brynja segir meðal annars frá manni sem hafði verið á fyrirlestri og fengið skilaboð á Messenger frá frænda sínum um að hann hafi unnið í leik. Í kjölfarið hafi hann fengið auðkenningarbeiðni í símann sinn, sem maðurinn hafi staðfest af hálfum hug, þar sem einbeitingin hafi verið á fyrirlestrinum. Eftir á hafi hann séð að bankinn hafi reynt að ná sambandi við hann vegna gruns um að um svik hafi verið að ræða. „Í ljós kom að svikararnir höfðu nýtt sér auðkenningarbeiðnirnar sem Jón hafði samþykkt í ógáti án þess að lesa skilaboðin sem birtast í rafrænum skilríkjum til að millifæra rúmlega 10 milljónir af reikningnum hans. Ekki reyndist mögulegt að endurheimta peningana og þar sem Jón samþykkti aðgerðirnar með rafrænum skilríkjum fær hann tjónið ekki bætt,“ skrifar Brynja í grein sinni. Því fyrr sem fólk átti sig, því betra „Þetta eru svik sem við höfum verið að horfa á í þrjú ár, og við erum enn á þannig stað í dag að við erum að sjá tvö til þrjú mál í viku þar sem fólk heldur að það sé að fá vinning í samtali við einhvern sem það þekkir. Og svo til að taka við vinningnum þarftu að samþykkja auðkenningu í tækinu þínu,“ segir Brynja. Ef fólk staldri hins vegar við og lesi auðkenningarbeiðnir geti það komið í veg fyrir svik sem þessi, þar sem allar upplýsingar um upphæðir og viðtakendur greiðslna sé þar að finna. „Þetta er allt að koma upp á símann á meðan viðkomandi er að hlusta á fyrirlestur,“ segir Brynja. „Það getur verið ansi dýrkeypt að missa fókusinn svona.“ Því fyrr sem fólk átti sig á að svik hafi átt sér stað, því meiri líkur séu á að bankar geti komið í veg fyrir að greiðslur gangi í gegn. Nokkuð algengt sé að bankar nái að koma í veg fyrir greiðslur, eða geti endurheimt fjármunina. Í spilaranum hér að ofan má heyra viðtalið við Brynju í heild sinni, en þar fer hún yfir fleiri tegundir algengustu fjársvikanna sem fólk verður fyrir. Netglæpir Fjármál heimilisins Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Brynja María Ólafsdóttir, sérfræðingur í regluvörslu hjá Landsbankanum, ræddi um netsvik í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Tilefni viðtalsins var pistill sem birtist á Vísi í dag undir yfirskriftinni „Fimm svikasögur úr raunveruleikanum“, þar sem Brynja greindi frá því að fleiri tilkynningar um netsvik hafi borist Landsbankanum það sem af er árinu 2025 en allt árið í fyrra. Fær ekkert bætt „Það bara ærin ástæða til þess að fara yfir þetta. Það er mjög mikið að gera í svikamálunum þessa dagana og það er alltaf þannig að við lærum alltaf mest af sögum úr raunveruleikanum, til þess að læra hvað við eigum ekki að gera,“ sagði Brynja í viðtalinu á Bylgjunni. Brynja segir meðal annars frá manni sem hafði verið á fyrirlestri og fengið skilaboð á Messenger frá frænda sínum um að hann hafi unnið í leik. Í kjölfarið hafi hann fengið auðkenningarbeiðni í símann sinn, sem maðurinn hafi staðfest af hálfum hug, þar sem einbeitingin hafi verið á fyrirlestrinum. Eftir á hafi hann séð að bankinn hafi reynt að ná sambandi við hann vegna gruns um að um svik hafi verið að ræða. „Í ljós kom að svikararnir höfðu nýtt sér auðkenningarbeiðnirnar sem Jón hafði samþykkt í ógáti án þess að lesa skilaboðin sem birtast í rafrænum skilríkjum til að millifæra rúmlega 10 milljónir af reikningnum hans. Ekki reyndist mögulegt að endurheimta peningana og þar sem Jón samþykkti aðgerðirnar með rafrænum skilríkjum fær hann tjónið ekki bætt,“ skrifar Brynja í grein sinni. Því fyrr sem fólk átti sig, því betra „Þetta eru svik sem við höfum verið að horfa á í þrjú ár, og við erum enn á þannig stað í dag að við erum að sjá tvö til þrjú mál í viku þar sem fólk heldur að það sé að fá vinning í samtali við einhvern sem það þekkir. Og svo til að taka við vinningnum þarftu að samþykkja auðkenningu í tækinu þínu,“ segir Brynja. Ef fólk staldri hins vegar við og lesi auðkenningarbeiðnir geti það komið í veg fyrir svik sem þessi, þar sem allar upplýsingar um upphæðir og viðtakendur greiðslna sé þar að finna. „Þetta er allt að koma upp á símann á meðan viðkomandi er að hlusta á fyrirlestur,“ segir Brynja. „Það getur verið ansi dýrkeypt að missa fókusinn svona.“ Því fyrr sem fólk átti sig á að svik hafi átt sér stað, því meiri líkur séu á að bankar geti komið í veg fyrir að greiðslur gangi í gegn. Nokkuð algengt sé að bankar nái að koma í veg fyrir greiðslur, eða geti endurheimt fjármunina. Í spilaranum hér að ofan má heyra viðtalið við Brynju í heild sinni, en þar fer hún yfir fleiri tegundir algengustu fjársvikanna sem fólk verður fyrir.
Netglæpir Fjármál heimilisins Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira