Ábyrg ferðamennska Hlynur Aðalsteinsson og Josephine Lilian Roloff skrifa 27. maí 2025 08:47 Nú er íslenska ferðasumarið að ganga í garð og fólk eflaust farið að gera plön fyrir hvert það eigi að ferðast í sumar. Í því tilefni langar Landvarðafélagi Íslands að segja nokkur orð um ábyrga ferðamennsku. Ábyrg ferðamennska snýr að því að bæta áfangastaði, bæði sem heimili og sem stað til að heimsækja. Hugtakið var skilgreind árið 2002 í Höfðaborg samhliða heimsráðstefnunni um sjálfbæra þróun. Hugmyndin um umhyggju, ábyrgð og forsjárhyggju fyrir útivist er þó ekki ný af nálinni, en hún hefur verið samgróin lífsháttum margra samfélaga frumbyggja í margar aldir. Í kjölfar „no trace” áætlunarinnar, sem var þróuð í Bandaríkjunum á níunda áratugnum fyrir ferðalög um óbyggðir, voru sjálfseignarsamtökin Leave No Trace stofnuð árið 1994. Hafa þau sérhæft sig í menntun og fræðslu í náttúruvernd. Samtökin hafa meðal annars þróað nokkrar meginreglur sem snúa að ferðalögum í óbyggðum. Landvarðafélag Íslands hefur tekið þessar reglur upp og aðlagað að íslenskum ferðalögum. Fyrir það fyrsta, þá kemur góður undirbúningur og skipulag að góðum notum við að ná markmiðum ferðalagsins og lágmarka rask á náttúrunni. Kynntu þér þær reglur sem gilda um fyrirhugað ferðasvæði, þekktu veðurspána en vertu jafnframt undirbúinn fyrir erfiðari veðurskilyrðum og hafðu nauðsynlegar neyðarbirgðir meðferðis. Það getur verið í formi mats, fatnaðs og annars búnaðs. Eru leiðsögutækin þín fullhlaðin og ertu með kort og áttavita með þér ef raftækin klikka? Veit einhver um þín ferðaplön? Ef ekki gæti verið sniðugt að skrá ferðina á Safetravel.is. Sem ábyrgur ferðamaður ferðast þú með sem minnstum áhrifum á umhverfið þitt. Haltu þér á merktum stígum og tjaldsvæðum, sé slíkt til staðar. Ef engin tjaldsvæði eru til staðar skaltu velja tjaldstaðinn vel. Forðast skal að tjalda á viðkvæmum gróðum og passað skal upp á að skilja ekkert eftir. Þeir sem ferðast um á vélknúnum farartækjum er skylt samkvæmt lögum að tjalda ávalt á merktum tjaldsvæðum og aka á merktum vegum. Taktu ábyrgð á þínu eigin rusli, mannlegum úrgangi þar meðtöldum. Gott er að vita fyrirfram hvar salernisaðstaða sé til staðar. Ef náttúran kallar, felldu úrganginn í holu og hyldu hann. Í stað þess að skilja salernispappír eftir skaltu taka hann með eða kveikja í og brenna. Allt rusl skal taka með til byggða. Að lokum ætti virðing fyrir lífi og landslagi að endurspeglast í hegðun og á ferðalögum í náttúrunni. Höldum fjarlægð frá villtum dýrum en eltum þau hvorki né fóðrum. Við stígum ekki á mosa eða annan viðkvæman gróður og fjarlægjum hvorki plöntur né steina. Við breytum ekki landslaginu og sleppum því að byggja vörður, þó þær kunni að þykja fallegar. Verum einnig meðvituð um um þau áhrif sem við getum haft á svæði með því að deila myndum af þeim á samfélagsmiðlum og notum tækifærið til að hafa góð áhrif. Töfrar íslenskrar náttúru leynast í hverju horni og það eru forréttindi að búa í landi sem skartar jafn fegurri og fjölbreyttri náttúru. Í því felst einnig ábyrgð og þurfum við öll að hjálpast að til að hægt sé að njóta hennar áfram um ókomna tíð. Gleðilegt ferðasumar! Höfundar eru stjórnarmenn í Landvarðafélagi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðalög Ferðaþjónusta Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Nú er íslenska ferðasumarið að ganga í garð og fólk eflaust farið að gera plön fyrir hvert það eigi að ferðast í sumar. Í því tilefni langar Landvarðafélagi Íslands að segja nokkur orð um ábyrga ferðamennsku. Ábyrg ferðamennska snýr að því að bæta áfangastaði, bæði sem heimili og sem stað til að heimsækja. Hugtakið var skilgreind árið 2002 í Höfðaborg samhliða heimsráðstefnunni um sjálfbæra þróun. Hugmyndin um umhyggju, ábyrgð og forsjárhyggju fyrir útivist er þó ekki ný af nálinni, en hún hefur verið samgróin lífsháttum margra samfélaga frumbyggja í margar aldir. Í kjölfar „no trace” áætlunarinnar, sem var þróuð í Bandaríkjunum á níunda áratugnum fyrir ferðalög um óbyggðir, voru sjálfseignarsamtökin Leave No Trace stofnuð árið 1994. Hafa þau sérhæft sig í menntun og fræðslu í náttúruvernd. Samtökin hafa meðal annars þróað nokkrar meginreglur sem snúa að ferðalögum í óbyggðum. Landvarðafélag Íslands hefur tekið þessar reglur upp og aðlagað að íslenskum ferðalögum. Fyrir það fyrsta, þá kemur góður undirbúningur og skipulag að góðum notum við að ná markmiðum ferðalagsins og lágmarka rask á náttúrunni. Kynntu þér þær reglur sem gilda um fyrirhugað ferðasvæði, þekktu veðurspána en vertu jafnframt undirbúinn fyrir erfiðari veðurskilyrðum og hafðu nauðsynlegar neyðarbirgðir meðferðis. Það getur verið í formi mats, fatnaðs og annars búnaðs. Eru leiðsögutækin þín fullhlaðin og ertu með kort og áttavita með þér ef raftækin klikka? Veit einhver um þín ferðaplön? Ef ekki gæti verið sniðugt að skrá ferðina á Safetravel.is. Sem ábyrgur ferðamaður ferðast þú með sem minnstum áhrifum á umhverfið þitt. Haltu þér á merktum stígum og tjaldsvæðum, sé slíkt til staðar. Ef engin tjaldsvæði eru til staðar skaltu velja tjaldstaðinn vel. Forðast skal að tjalda á viðkvæmum gróðum og passað skal upp á að skilja ekkert eftir. Þeir sem ferðast um á vélknúnum farartækjum er skylt samkvæmt lögum að tjalda ávalt á merktum tjaldsvæðum og aka á merktum vegum. Taktu ábyrgð á þínu eigin rusli, mannlegum úrgangi þar meðtöldum. Gott er að vita fyrirfram hvar salernisaðstaða sé til staðar. Ef náttúran kallar, felldu úrganginn í holu og hyldu hann. Í stað þess að skilja salernispappír eftir skaltu taka hann með eða kveikja í og brenna. Allt rusl skal taka með til byggða. Að lokum ætti virðing fyrir lífi og landslagi að endurspeglast í hegðun og á ferðalögum í náttúrunni. Höldum fjarlægð frá villtum dýrum en eltum þau hvorki né fóðrum. Við stígum ekki á mosa eða annan viðkvæman gróður og fjarlægjum hvorki plöntur né steina. Við breytum ekki landslaginu og sleppum því að byggja vörður, þó þær kunni að þykja fallegar. Verum einnig meðvituð um um þau áhrif sem við getum haft á svæði með því að deila myndum af þeim á samfélagsmiðlum og notum tækifærið til að hafa góð áhrif. Töfrar íslenskrar náttúru leynast í hverju horni og það eru forréttindi að búa í landi sem skartar jafn fegurri og fjölbreyttri náttúru. Í því felst einnig ábyrgð og þurfum við öll að hjálpast að til að hægt sé að njóta hennar áfram um ókomna tíð. Gleðilegt ferðasumar! Höfundar eru stjórnarmenn í Landvarðafélagi Íslands.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun