Ábyrg ferðamennska Hlynur Aðalsteinsson og Josephine Lilian Roloff skrifa 27. maí 2025 08:47 Nú er íslenska ferðasumarið að ganga í garð og fólk eflaust farið að gera plön fyrir hvert það eigi að ferðast í sumar. Í því tilefni langar Landvarðafélagi Íslands að segja nokkur orð um ábyrga ferðamennsku. Ábyrg ferðamennska snýr að því að bæta áfangastaði, bæði sem heimili og sem stað til að heimsækja. Hugtakið var skilgreind árið 2002 í Höfðaborg samhliða heimsráðstefnunni um sjálfbæra þróun. Hugmyndin um umhyggju, ábyrgð og forsjárhyggju fyrir útivist er þó ekki ný af nálinni, en hún hefur verið samgróin lífsháttum margra samfélaga frumbyggja í margar aldir. Í kjölfar „no trace” áætlunarinnar, sem var þróuð í Bandaríkjunum á níunda áratugnum fyrir ferðalög um óbyggðir, voru sjálfseignarsamtökin Leave No Trace stofnuð árið 1994. Hafa þau sérhæft sig í menntun og fræðslu í náttúruvernd. Samtökin hafa meðal annars þróað nokkrar meginreglur sem snúa að ferðalögum í óbyggðum. Landvarðafélag Íslands hefur tekið þessar reglur upp og aðlagað að íslenskum ferðalögum. Fyrir það fyrsta, þá kemur góður undirbúningur og skipulag að góðum notum við að ná markmiðum ferðalagsins og lágmarka rask á náttúrunni. Kynntu þér þær reglur sem gilda um fyrirhugað ferðasvæði, þekktu veðurspána en vertu jafnframt undirbúinn fyrir erfiðari veðurskilyrðum og hafðu nauðsynlegar neyðarbirgðir meðferðis. Það getur verið í formi mats, fatnaðs og annars búnaðs. Eru leiðsögutækin þín fullhlaðin og ertu með kort og áttavita með þér ef raftækin klikka? Veit einhver um þín ferðaplön? Ef ekki gæti verið sniðugt að skrá ferðina á Safetravel.is. Sem ábyrgur ferðamaður ferðast þú með sem minnstum áhrifum á umhverfið þitt. Haltu þér á merktum stígum og tjaldsvæðum, sé slíkt til staðar. Ef engin tjaldsvæði eru til staðar skaltu velja tjaldstaðinn vel. Forðast skal að tjalda á viðkvæmum gróðum og passað skal upp á að skilja ekkert eftir. Þeir sem ferðast um á vélknúnum farartækjum er skylt samkvæmt lögum að tjalda ávalt á merktum tjaldsvæðum og aka á merktum vegum. Taktu ábyrgð á þínu eigin rusli, mannlegum úrgangi þar meðtöldum. Gott er að vita fyrirfram hvar salernisaðstaða sé til staðar. Ef náttúran kallar, felldu úrganginn í holu og hyldu hann. Í stað þess að skilja salernispappír eftir skaltu taka hann með eða kveikja í og brenna. Allt rusl skal taka með til byggða. Að lokum ætti virðing fyrir lífi og landslagi að endurspeglast í hegðun og á ferðalögum í náttúrunni. Höldum fjarlægð frá villtum dýrum en eltum þau hvorki né fóðrum. Við stígum ekki á mosa eða annan viðkvæman gróður og fjarlægjum hvorki plöntur né steina. Við breytum ekki landslaginu og sleppum því að byggja vörður, þó þær kunni að þykja fallegar. Verum einnig meðvituð um um þau áhrif sem við getum haft á svæði með því að deila myndum af þeim á samfélagsmiðlum og notum tækifærið til að hafa góð áhrif. Töfrar íslenskrar náttúru leynast í hverju horni og það eru forréttindi að búa í landi sem skartar jafn fegurri og fjölbreyttri náttúru. Í því felst einnig ábyrgð og þurfum við öll að hjálpast að til að hægt sé að njóta hennar áfram um ókomna tíð. Gleðilegt ferðasumar! Höfundar eru stjórnarmenn í Landvarðafélagi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðalög Ferðaþjónusta Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Nú er íslenska ferðasumarið að ganga í garð og fólk eflaust farið að gera plön fyrir hvert það eigi að ferðast í sumar. Í því tilefni langar Landvarðafélagi Íslands að segja nokkur orð um ábyrga ferðamennsku. Ábyrg ferðamennska snýr að því að bæta áfangastaði, bæði sem heimili og sem stað til að heimsækja. Hugtakið var skilgreind árið 2002 í Höfðaborg samhliða heimsráðstefnunni um sjálfbæra þróun. Hugmyndin um umhyggju, ábyrgð og forsjárhyggju fyrir útivist er þó ekki ný af nálinni, en hún hefur verið samgróin lífsháttum margra samfélaga frumbyggja í margar aldir. Í kjölfar „no trace” áætlunarinnar, sem var þróuð í Bandaríkjunum á níunda áratugnum fyrir ferðalög um óbyggðir, voru sjálfseignarsamtökin Leave No Trace stofnuð árið 1994. Hafa þau sérhæft sig í menntun og fræðslu í náttúruvernd. Samtökin hafa meðal annars þróað nokkrar meginreglur sem snúa að ferðalögum í óbyggðum. Landvarðafélag Íslands hefur tekið þessar reglur upp og aðlagað að íslenskum ferðalögum. Fyrir það fyrsta, þá kemur góður undirbúningur og skipulag að góðum notum við að ná markmiðum ferðalagsins og lágmarka rask á náttúrunni. Kynntu þér þær reglur sem gilda um fyrirhugað ferðasvæði, þekktu veðurspána en vertu jafnframt undirbúinn fyrir erfiðari veðurskilyrðum og hafðu nauðsynlegar neyðarbirgðir meðferðis. Það getur verið í formi mats, fatnaðs og annars búnaðs. Eru leiðsögutækin þín fullhlaðin og ertu með kort og áttavita með þér ef raftækin klikka? Veit einhver um þín ferðaplön? Ef ekki gæti verið sniðugt að skrá ferðina á Safetravel.is. Sem ábyrgur ferðamaður ferðast þú með sem minnstum áhrifum á umhverfið þitt. Haltu þér á merktum stígum og tjaldsvæðum, sé slíkt til staðar. Ef engin tjaldsvæði eru til staðar skaltu velja tjaldstaðinn vel. Forðast skal að tjalda á viðkvæmum gróðum og passað skal upp á að skilja ekkert eftir. Þeir sem ferðast um á vélknúnum farartækjum er skylt samkvæmt lögum að tjalda ávalt á merktum tjaldsvæðum og aka á merktum vegum. Taktu ábyrgð á þínu eigin rusli, mannlegum úrgangi þar meðtöldum. Gott er að vita fyrirfram hvar salernisaðstaða sé til staðar. Ef náttúran kallar, felldu úrganginn í holu og hyldu hann. Í stað þess að skilja salernispappír eftir skaltu taka hann með eða kveikja í og brenna. Allt rusl skal taka með til byggða. Að lokum ætti virðing fyrir lífi og landslagi að endurspeglast í hegðun og á ferðalögum í náttúrunni. Höldum fjarlægð frá villtum dýrum en eltum þau hvorki né fóðrum. Við stígum ekki á mosa eða annan viðkvæman gróður og fjarlægjum hvorki plöntur né steina. Við breytum ekki landslaginu og sleppum því að byggja vörður, þó þær kunni að þykja fallegar. Verum einnig meðvituð um um þau áhrif sem við getum haft á svæði með því að deila myndum af þeim á samfélagsmiðlum og notum tækifærið til að hafa góð áhrif. Töfrar íslenskrar náttúru leynast í hverju horni og það eru forréttindi að búa í landi sem skartar jafn fegurri og fjölbreyttri náttúru. Í því felst einnig ábyrgð og þurfum við öll að hjálpast að til að hægt sé að njóta hennar áfram um ókomna tíð. Gleðilegt ferðasumar! Höfundar eru stjórnarmenn í Landvarðafélagi Íslands.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun