Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Árni Sæberg skrifar 27. maí 2025 16:26 Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra er afar sáttur með söluna á hluti ríkisins í Íslandsbanka. Vísir Fjármálaráðuneytið hefur birt lista yfir alla kaupendur í útboði á eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrr í mánuðinum. Sjóðurinn Alpha hlutabréf var meðal þeirra sem mest keyptu í útboðinu, eða fyrir 192 milljónir króna. Alpha hlutabréf ef sérhæfður sjóður í stýringu Íslandssjóða, sem eru í eigu Íslandsbanka sjálfs. Mest keypti Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, fyrir milljarð króna. 1.529 einstaklingar keyptu fyrir tuttugu milljónir króna. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að í framhaldi af útboði á almennum hlutum í Íslandsbanka hf. birti fjármála- og efnahagsráðuneytið hér með sundurliðaðar upplýsingar um hver og ein viðskipti með eignarhluti, það er kennitölur og nöfn endanlegra kaupenda og kaupvirði í samræmi við ákvæði laga um sölu hlutar ríkisins. Meðal markmiða laganna hafi verið að tryggja gagnsæi við framkvæmd útboðsins. Lista yfir kaupendur í tilboðsbók A, sem aðeins einstaklingar máttu skrá sig í, má sjá hér. Stærri fjárfestar máttu skrá sig fyrir hlutum í tilboðsbók B. Listann má sjá hér. Á þeim lista eru aðeins 56 kaupendur. Ríflega 30 þúsund einstaklingar skráðu sig hins vegar fyrir hlutum í bók A. Í tilkynningunni segir að heildareftirspurn útboðsins hafi numið um 190 milljörðum króna og heildarvirði þess kr. 90.576.003.783. Í tilboðsbók A hafi 815.670.603 hlutum verið úthlutað til 31.021 einstaklinga. Tilboð í tilboðsbók B hafi numið 84,3 milljörðum króna og 34.329.404 hlutum hafi verið úthlutað til 56 aðila. Fjöldi tilboða sem bárust í tilboðsbók B hafi verið 1.228. Tilboðum undir 117,5 krónum hafnað en verðið endaði í 106,56 krónum Úthlutun í tilboðsbók B hafi farið fram á grundvelli úthlutunarreglna í lögum um söluna, sem kveði á um að skerðing tilboða vegna umframeftirspurnar skuli eingöngu gerð á grundvelli tilboðsverðs. Þannig hafi fyrst verið úthlutað til hæstu tilboðsverða þar til öllum eftirstandandi hlutum hafði verið úthlutað. Á grundvelli úthlutunarreglna laganna hafi öllum tilboðum að fjárhæð kr. 117,55 á hlut eða hærra úthlutað óskert en tilboð að fjárhæð kr. 117,50 á hlut skert hlutfallslega. Tilboðum undir kr. 117,50 á hlut hafi verið hafnað. Söluverð í tilboðsbók B hafi verið kr. 106,56 á grundvelli laganna, þar sem tilboð í tilboðsbók A hafi náð grunnmagni útboðsins. Útboðinu sé nú lokið þar sem öllum 850.000.007 útboðshlutum hafi verið úthlutað til fjárfesta í tilboðsbók A og tilboðsbók B. Útboðið marki kaflaskil „Meginreglur útboðsins um gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og hagkvæmni skiluðu vel heppnuðu útboði fyrir ríkissjóð. Góð þátttaka í útboðinu endurspeglar traust almennings á ferlinu og framkvæmdinni. Útboðið markar ákveðin kaflaskil þar sem ríkissjóður er ekki lengur hluthafi í bankanum og dregur úr þeirri áhættu sem felst í eignarhaldi á fjármálafyrirtækjum. Með sölunni styrkjum við stöðu ríkissjóðs og búum til svigrúm til þess að ráðast í nauðsynlegar innviðafjárfestingar,“ er haft eftir Daða Má Kristóferssyni, fjármála- og efnahagsráðherra. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Íslandsbanki Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Mest lesið Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að í framhaldi af útboði á almennum hlutum í Íslandsbanka hf. birti fjármála- og efnahagsráðuneytið hér með sundurliðaðar upplýsingar um hver og ein viðskipti með eignarhluti, það er kennitölur og nöfn endanlegra kaupenda og kaupvirði í samræmi við ákvæði laga um sölu hlutar ríkisins. Meðal markmiða laganna hafi verið að tryggja gagnsæi við framkvæmd útboðsins. Lista yfir kaupendur í tilboðsbók A, sem aðeins einstaklingar máttu skrá sig í, má sjá hér. Stærri fjárfestar máttu skrá sig fyrir hlutum í tilboðsbók B. Listann má sjá hér. Á þeim lista eru aðeins 56 kaupendur. Ríflega 30 þúsund einstaklingar skráðu sig hins vegar fyrir hlutum í bók A. Í tilkynningunni segir að heildareftirspurn útboðsins hafi numið um 190 milljörðum króna og heildarvirði þess kr. 90.576.003.783. Í tilboðsbók A hafi 815.670.603 hlutum verið úthlutað til 31.021 einstaklinga. Tilboð í tilboðsbók B hafi numið 84,3 milljörðum króna og 34.329.404 hlutum hafi verið úthlutað til 56 aðila. Fjöldi tilboða sem bárust í tilboðsbók B hafi verið 1.228. Tilboðum undir 117,5 krónum hafnað en verðið endaði í 106,56 krónum Úthlutun í tilboðsbók B hafi farið fram á grundvelli úthlutunarreglna í lögum um söluna, sem kveði á um að skerðing tilboða vegna umframeftirspurnar skuli eingöngu gerð á grundvelli tilboðsverðs. Þannig hafi fyrst verið úthlutað til hæstu tilboðsverða þar til öllum eftirstandandi hlutum hafði verið úthlutað. Á grundvelli úthlutunarreglna laganna hafi öllum tilboðum að fjárhæð kr. 117,55 á hlut eða hærra úthlutað óskert en tilboð að fjárhæð kr. 117,50 á hlut skert hlutfallslega. Tilboðum undir kr. 117,50 á hlut hafi verið hafnað. Söluverð í tilboðsbók B hafi verið kr. 106,56 á grundvelli laganna, þar sem tilboð í tilboðsbók A hafi náð grunnmagni útboðsins. Útboðinu sé nú lokið þar sem öllum 850.000.007 útboðshlutum hafi verið úthlutað til fjárfesta í tilboðsbók A og tilboðsbók B. Útboðið marki kaflaskil „Meginreglur útboðsins um gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og hagkvæmni skiluðu vel heppnuðu útboði fyrir ríkissjóð. Góð þátttaka í útboðinu endurspeglar traust almennings á ferlinu og framkvæmdinni. Útboðið markar ákveðin kaflaskil þar sem ríkissjóður er ekki lengur hluthafi í bankanum og dregur úr þeirri áhættu sem felst í eignarhaldi á fjármálafyrirtækjum. Með sölunni styrkjum við stöðu ríkissjóðs og búum til svigrúm til þess að ráðast í nauðsynlegar innviðafjárfestingar,“ er haft eftir Daða Má Kristóferssyni, fjármála- og efnahagsráðherra.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Íslandsbanki Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Mest lesið Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira