Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. maí 2025 21:32 Valdis Bumburs, leigubílstjóri hjá Hreyfli og meðlimur í Flugbjörgunarsveitinni Reykjavík. vísir/bjarni Meðlimur í Flugbjörgunarsveitinni Reykjavík segist hafa orðið verulega skelkaður þegar hann sá litla flugvél nálgast Suðurlandsveg óðfluga í gærkvöldi. Hann segir flugmanninn hafa verið í góðu skapi og hund hans jafnvel hressari. Það var rétt fyrir utan bæjarmörkin á Suðurlandsvegi sem að lítil flugvél nauðlenti seint í gærkvöldi. Einhver umferð var á veginum og má teljast mikið lán að ekki hafi farið verr. Eins hreyfils flugvélin virðist hafa orðið vélarvana á leið sinni frá Grænlandi samkvæmt rannsóknarnefnd samgöngumála en ekki liggur fyrir hvað olli því. Landhelgisgæslan hafði lýst yfir óvissustigi skömmu áður eftir að samband við vélina rofnaði á leið hennar frá Grænlandi. Maður sem fylgdist með vélinni lenda segist hafa orðið verulega óttasleginn þegar hann áttaði sig á hvað væri að gerast. „Ég var bara að labba í göngutúr í Heiðmörk og svo sá ég eitthvað, langt í burtu sem leit ekki út fyrir að vera venjulegt. Svo ég tók bara símann og dró aðdráttinn inn og þá sé ég að þetta er einkaflugvél sem er að reyna lenda á þjóðveginum.“ Hundurinn var hvergi banginn þrátt fyrir nauðlendinguna.vísir/Valdis Valdis er meðlimur í Flugbjörgunarsveitinni Reykjavík og ákvað því að nýta reynslu sína og var fyrsti maður á vettvang. „Ég bara kveikti á Hazard ljósunum og náði smá spjalli við manninn. Hann var sem betur fer óslasaður og í góðu skapi, honum var aðeins brugðið. Síðan náði ég aðeins að róa hann og eiga gott spjall.“ frá vettvangivaldis bumburs Valdis gerði sitt besta til að tryggja vettvang áður en viðbragðsaðilar mættu og kannaði hvort olíuleki væri á svæðinu. Hann segir samblöndu af hæfni flugmannsins og heppni hafa tryggt að ekki fór verr. „Ég sá að bara nokkrum mínútum fyrr var fullt af bílum á veginum. Sama var á eftir, það var góð heppni sem spilaði þar þátt líka.“ Flugmaðurinn hafi slegið á létta strengi og hundur hans tekið Valdis vel. „Hann var í góðu skapi, jákvæður og var að gera smá grín og djók. Hundinum fannst gaman að leika aðeins við mig.“ Frá vettvangi.valdis Bumburs Fréttir af flugi Reykjavík Samgönguslys Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Það var rétt fyrir utan bæjarmörkin á Suðurlandsvegi sem að lítil flugvél nauðlenti seint í gærkvöldi. Einhver umferð var á veginum og má teljast mikið lán að ekki hafi farið verr. Eins hreyfils flugvélin virðist hafa orðið vélarvana á leið sinni frá Grænlandi samkvæmt rannsóknarnefnd samgöngumála en ekki liggur fyrir hvað olli því. Landhelgisgæslan hafði lýst yfir óvissustigi skömmu áður eftir að samband við vélina rofnaði á leið hennar frá Grænlandi. Maður sem fylgdist með vélinni lenda segist hafa orðið verulega óttasleginn þegar hann áttaði sig á hvað væri að gerast. „Ég var bara að labba í göngutúr í Heiðmörk og svo sá ég eitthvað, langt í burtu sem leit ekki út fyrir að vera venjulegt. Svo ég tók bara símann og dró aðdráttinn inn og þá sé ég að þetta er einkaflugvél sem er að reyna lenda á þjóðveginum.“ Hundurinn var hvergi banginn þrátt fyrir nauðlendinguna.vísir/Valdis Valdis er meðlimur í Flugbjörgunarsveitinni Reykjavík og ákvað því að nýta reynslu sína og var fyrsti maður á vettvang. „Ég bara kveikti á Hazard ljósunum og náði smá spjalli við manninn. Hann var sem betur fer óslasaður og í góðu skapi, honum var aðeins brugðið. Síðan náði ég aðeins að róa hann og eiga gott spjall.“ frá vettvangivaldis bumburs Valdis gerði sitt besta til að tryggja vettvang áður en viðbragðsaðilar mættu og kannaði hvort olíuleki væri á svæðinu. Hann segir samblöndu af hæfni flugmannsins og heppni hafa tryggt að ekki fór verr. „Ég sá að bara nokkrum mínútum fyrr var fullt af bílum á veginum. Sama var á eftir, það var góð heppni sem spilaði þar þátt líka.“ Flugmaðurinn hafi slegið á létta strengi og hundur hans tekið Valdis vel. „Hann var í góðu skapi, jákvæður og var að gera smá grín og djók. Hundinum fannst gaman að leika aðeins við mig.“ Frá vettvangi.valdis Bumburs
Fréttir af flugi Reykjavík Samgönguslys Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira