Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi Smári Jökull Jónsson skrifar 27. maí 2025 23:15 Stuðningsmenn Chelsea og Real Betis eru fjölmennir í Wroclaw. Vísir/Getty Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar fer fram í Wroclaw í Póllandi annað kvöld þar sem Chelsea og Real Betis eigast við. Stuðningsmönnum liðanna lenti saman í gær þar sem glös og húsgögn flugu manna á milli. Úrslitaleikur Sambandsdeildar Evrópu fer fram í Póllandi annað kvöld. Chelsea og Real Betis mætast þá í Wroclaw en leikurinn verður í beinni útsendingu á Vodafone Sport klukkan 18:45. Leikvangurinn í Wroclaw tekur rúmlega 40.000 áhorfendur í sæti og voru stuðningsmenn Chelsea og Real Betis byrjaðir að fjölmenna til borgarinnar í dag. Talið er að allt að 70.000 stuðningsmenn Chelsea séu mættir til Póllands, mun fleiri en nokkurn tíman munu hafa möguleika á að fá miða á sjálfan leikinn. Betis and Chelsea fans this evening #cfc https://t.co/Qo7fbXBx6M— Football Away Days (@footyawayday) May 27, 2025 Líkt og svo oft áður þegar ensk lið eiga í hlut var töluvert um ólæti. Spænsku og ensku stuðningsmönnunum lenti saman í miðborginni og á samfélagsmiðlum mátti sjá myndbönd þar sem glösum og stólum er kastað. Scenes in Wroclaw. Stay safe Chelsea fans. 💙(@Awaydays23) #CFCpic.twitter.com/r9wajpIWJA— Chelsea Dodgers (@TheBlueDodger) May 27, 2025 Lögreglan þurfti að beita táragasi til að skilja fólk að og mun nota öryggismyndavélar við rannsókn málsins til að greina um hvaða einstaklinga er að ræða. Annars vakti það einna helst athygli að Úkraínumaðurinn Mykhailo Mudryk var óvænt mættur til Wroclaw. Mudryk hefur ekkert leikið með Chelsea á þessu ári eftir að hafa fallið á lyfjaprófi á síðasta ári. Mudryk singing his chant and taps the Chelsea badge at 00:20 #cfc BRING MY BOY BACK FA😭 pic.twitter.com/OsspREenI0— 𝗗𝗘𝗭𝗜 (fan) (@cfc_dezi) May 27, 2025 Mudryk var mættur í stemmninguna í Wroclaw, klæddur í Chelsea fatnað og stillti sér upp á myndum með stuðningsmönnum. Að sögn stuðningsmannanna sagðist Mudryk vera „mættur til að sækja verðlaunapening.“ Sambandsdeild Evrópu Spænski boltinn Pólland Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Sjá meira
Úrslitaleikur Sambandsdeildar Evrópu fer fram í Póllandi annað kvöld. Chelsea og Real Betis mætast þá í Wroclaw en leikurinn verður í beinni útsendingu á Vodafone Sport klukkan 18:45. Leikvangurinn í Wroclaw tekur rúmlega 40.000 áhorfendur í sæti og voru stuðningsmenn Chelsea og Real Betis byrjaðir að fjölmenna til borgarinnar í dag. Talið er að allt að 70.000 stuðningsmenn Chelsea séu mættir til Póllands, mun fleiri en nokkurn tíman munu hafa möguleika á að fá miða á sjálfan leikinn. Betis and Chelsea fans this evening #cfc https://t.co/Qo7fbXBx6M— Football Away Days (@footyawayday) May 27, 2025 Líkt og svo oft áður þegar ensk lið eiga í hlut var töluvert um ólæti. Spænsku og ensku stuðningsmönnunum lenti saman í miðborginni og á samfélagsmiðlum mátti sjá myndbönd þar sem glösum og stólum er kastað. Scenes in Wroclaw. Stay safe Chelsea fans. 💙(@Awaydays23) #CFCpic.twitter.com/r9wajpIWJA— Chelsea Dodgers (@TheBlueDodger) May 27, 2025 Lögreglan þurfti að beita táragasi til að skilja fólk að og mun nota öryggismyndavélar við rannsókn málsins til að greina um hvaða einstaklinga er að ræða. Annars vakti það einna helst athygli að Úkraínumaðurinn Mykhailo Mudryk var óvænt mættur til Wroclaw. Mudryk hefur ekkert leikið með Chelsea á þessu ári eftir að hafa fallið á lyfjaprófi á síðasta ári. Mudryk singing his chant and taps the Chelsea badge at 00:20 #cfc BRING MY BOY BACK FA😭 pic.twitter.com/OsspREenI0— 𝗗𝗘𝗭𝗜 (fan) (@cfc_dezi) May 27, 2025 Mudryk var mættur í stemmninguna í Wroclaw, klæddur í Chelsea fatnað og stillti sér upp á myndum með stuðningsmönnum. Að sögn stuðningsmannanna sagðist Mudryk vera „mættur til að sækja verðlaunapening.“
Sambandsdeild Evrópu Spænski boltinn Pólland Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Sjá meira