#blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar 28. maí 2025 09:02 Sarah Wynn-Williams skrifaði endurminningabókina “Kærulaust fólk” (Careless People) og sagði frá upplifun sinni af því að starfa náið með yfirmönnum Facebook á árunum 2011-2017. Bókin var gefin út í Bandaríkjunum þann 11. mars. Meta brást skjótt við og daginn eftir var kveðinn upp dómur um að Sarah mætti ekkert tjá sig um bókina. En útgefandinn heldur áfram að selja bókina, sem bæði er hægt að lesa og hlusta á. Sarah virðist hafa náð einu viðtali fyrir bannið - við ástralska sjónvarpsstöð. Og síðan var hún kölluð til að vitna fyrir Bandaríkjaþingi í apríl um alvarlegar ásakanir sem fram koma í bókinni - m.a. um að Facebook hafi veitt kínverskum stjórnvöldum aðgang að upplýsingum sem kynni að varða þjóðaröryggi og brot á persónuvernd. Sarah sótti fast að komast að hjá fyrirtækinu. Hún var með bakgrunn í utanríkisþjónustu og sá fyrir sér að Facebook gæti gegnt lykilhlutverki í að hafa áhrif til góðs á pólitík í heiminum. Hún fékk það verkefni að greiða götu Mark Zuckerberg að þjóðarleiðtogum víða um heim, eftir því sem útbreiðsla á Facebook jókst. En brátt fór hún að skilja að áhugi stjórnenda fyrirtækisins var alls ekki sá að hafa áhrif til góðs. Gróði og vöxtur var megin atriði, sama hvað það kostaði. Smám saman fóru viðvörunarbjöllur að klingja, Sarah varð þess áskynja að siðferði og gildismat yfirmanna var ekki í þágu fólks, umhyggju skorti fyrir verðmætum mannlegs lífs. Skjótur vöxtur og árangur í útbreiðslu Facebook kveikti oflæti og dramb hjá yfirmönnum. Þegar smám saman kom í ljós hve hættulegt viðskiptamódel miðilsins var, að hann ýtti undir hatursorðræðu - og þegar ummerki hrönnuðust upp um að miðillinn ætti þátt í að skapa ólgu í þjóðfélögum, hafa áhrif á kosningar og jafnvel í að koma einræðisherrum til valda - þá skelltu yfirmenn skollaeyrum við órækum sönnunargögnum. Þeim virtist vera slétt sama. Það er áhugavert að sjá hvert samræmið er milli þeirrar innsýnar í starfshætti hjá Facebook sem Sarah Wynn-Williams lýsir og þess skilnings sem Maria Ressa lýsir á ógninni sem mannkyni stafar af fyrirtækinu. Þær virðast á einu máli: Facebook er hættulegt lýðræðinu, Facebook gerir fólk vansælt með því að ala á ótta, reiði og hatri. Og Facebook elur á kvíða hjá unglingsstúlkum. Árið 2017 var birt leyniskjal ætlað auglýsendum í Ástralíu um að miðillinn gerði þeim mögulegt að beina auglýsingum á Facebook og Instagram að þrettán til sautján ára stúlkum þegar þær eru viðkvæmar fyrir, finnst þær einskis virði, óöruggar, spenntar, hræddar, vitlausar og fullar af efasemdum um sjálfar sig. Eða þegar þeim finnst þær feitar og vilja grenna sig. Upplýsingum um líðan stúlknanna er safnað út frá því hverju þær pósta, myndum sem þær senda, samtölum þeirra við vini, myndsamtölum og annarri virkni á netinu jafnt inni á á miðlum fyrirtækisins sem utan þeirra. Sarah lýsir viðbrögðum yfirmanna við þessum uppljóstrunum, fyrst voru þau fátkennd og gerð tilraun til að afneita, en þegar fram liðu stundir sáu menn þetta hreinlega sem sönnun á því hversu verðmæta þjónustu fyrirtækið veitti auglýsendum! Ég hætti á Facebook 14. júlí 2018. Þann 17. apríl 2025 sagði ég upp Instagram og og sleit samskiptum við Meta. Á Twitter hætti ég 16. nóvember 2022. Á heimasíðunni www.personuvernd.is eru leiðbeiningar um hvernig einstaklingar geta mótmælt því að persónuleg gögn þeirra á Facebook og Instagram verði notuð til að þróa gervigreind. Fresturinn rennur út 31.maí. Höfundur brennur fyrir því að lýðræðið lifi af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Meta Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir #blessmeta - önnur grein Maria Ressa hlaut Friðarverðlaun Nóbels árið 2021 fyrir hugrekki í blaðamennsku. Hún er frá Filippseyjum, ólst upp í Bandaríkjunum og gerðist síðan blaðamaður í heimalandi sínu. Bók hennar, „Hvernig veita má einræðisherra mótstöðu“ (How to stand up to a dictator), er reynslusaga úr einræðisríki. 24. maí 2025 10:02 #BLESSMETA – fyrsta grein Ég fékk tölvupóst frá Meta þann 17. apríl síðastliðinn. Ég geri ráð fyrir að allir íslenskir notendur Facebook og Instagram hafi fengið tölvupóst sama dag. Þetta er í fyrsta skiptið í 16 ár að fyrirtækið sýnir mér athygli. 20. maí 2025 09:00 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Sarah Wynn-Williams skrifaði endurminningabókina “Kærulaust fólk” (Careless People) og sagði frá upplifun sinni af því að starfa náið með yfirmönnum Facebook á árunum 2011-2017. Bókin var gefin út í Bandaríkjunum þann 11. mars. Meta brást skjótt við og daginn eftir var kveðinn upp dómur um að Sarah mætti ekkert tjá sig um bókina. En útgefandinn heldur áfram að selja bókina, sem bæði er hægt að lesa og hlusta á. Sarah virðist hafa náð einu viðtali fyrir bannið - við ástralska sjónvarpsstöð. Og síðan var hún kölluð til að vitna fyrir Bandaríkjaþingi í apríl um alvarlegar ásakanir sem fram koma í bókinni - m.a. um að Facebook hafi veitt kínverskum stjórnvöldum aðgang að upplýsingum sem kynni að varða þjóðaröryggi og brot á persónuvernd. Sarah sótti fast að komast að hjá fyrirtækinu. Hún var með bakgrunn í utanríkisþjónustu og sá fyrir sér að Facebook gæti gegnt lykilhlutverki í að hafa áhrif til góðs á pólitík í heiminum. Hún fékk það verkefni að greiða götu Mark Zuckerberg að þjóðarleiðtogum víða um heim, eftir því sem útbreiðsla á Facebook jókst. En brátt fór hún að skilja að áhugi stjórnenda fyrirtækisins var alls ekki sá að hafa áhrif til góðs. Gróði og vöxtur var megin atriði, sama hvað það kostaði. Smám saman fóru viðvörunarbjöllur að klingja, Sarah varð þess áskynja að siðferði og gildismat yfirmanna var ekki í þágu fólks, umhyggju skorti fyrir verðmætum mannlegs lífs. Skjótur vöxtur og árangur í útbreiðslu Facebook kveikti oflæti og dramb hjá yfirmönnum. Þegar smám saman kom í ljós hve hættulegt viðskiptamódel miðilsins var, að hann ýtti undir hatursorðræðu - og þegar ummerki hrönnuðust upp um að miðillinn ætti þátt í að skapa ólgu í þjóðfélögum, hafa áhrif á kosningar og jafnvel í að koma einræðisherrum til valda - þá skelltu yfirmenn skollaeyrum við órækum sönnunargögnum. Þeim virtist vera slétt sama. Það er áhugavert að sjá hvert samræmið er milli þeirrar innsýnar í starfshætti hjá Facebook sem Sarah Wynn-Williams lýsir og þess skilnings sem Maria Ressa lýsir á ógninni sem mannkyni stafar af fyrirtækinu. Þær virðast á einu máli: Facebook er hættulegt lýðræðinu, Facebook gerir fólk vansælt með því að ala á ótta, reiði og hatri. Og Facebook elur á kvíða hjá unglingsstúlkum. Árið 2017 var birt leyniskjal ætlað auglýsendum í Ástralíu um að miðillinn gerði þeim mögulegt að beina auglýsingum á Facebook og Instagram að þrettán til sautján ára stúlkum þegar þær eru viðkvæmar fyrir, finnst þær einskis virði, óöruggar, spenntar, hræddar, vitlausar og fullar af efasemdum um sjálfar sig. Eða þegar þeim finnst þær feitar og vilja grenna sig. Upplýsingum um líðan stúlknanna er safnað út frá því hverju þær pósta, myndum sem þær senda, samtölum þeirra við vini, myndsamtölum og annarri virkni á netinu jafnt inni á á miðlum fyrirtækisins sem utan þeirra. Sarah lýsir viðbrögðum yfirmanna við þessum uppljóstrunum, fyrst voru þau fátkennd og gerð tilraun til að afneita, en þegar fram liðu stundir sáu menn þetta hreinlega sem sönnun á því hversu verðmæta þjónustu fyrirtækið veitti auglýsendum! Ég hætti á Facebook 14. júlí 2018. Þann 17. apríl 2025 sagði ég upp Instagram og og sleit samskiptum við Meta. Á Twitter hætti ég 16. nóvember 2022. Á heimasíðunni www.personuvernd.is eru leiðbeiningar um hvernig einstaklingar geta mótmælt því að persónuleg gögn þeirra á Facebook og Instagram verði notuð til að þróa gervigreind. Fresturinn rennur út 31.maí. Höfundur brennur fyrir því að lýðræðið lifi af.
#blessmeta - önnur grein Maria Ressa hlaut Friðarverðlaun Nóbels árið 2021 fyrir hugrekki í blaðamennsku. Hún er frá Filippseyjum, ólst upp í Bandaríkjunum og gerðist síðan blaðamaður í heimalandi sínu. Bók hennar, „Hvernig veita má einræðisherra mótstöðu“ (How to stand up to a dictator), er reynslusaga úr einræðisríki. 24. maí 2025 10:02
#BLESSMETA – fyrsta grein Ég fékk tölvupóst frá Meta þann 17. apríl síðastliðinn. Ég geri ráð fyrir að allir íslenskir notendur Facebook og Instagram hafi fengið tölvupóst sama dag. Þetta er í fyrsta skiptið í 16 ár að fyrirtækið sýnir mér athygli. 20. maí 2025 09:00
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun