Skoðun

Þakkir til starfs­fólk Janusar

Sigrún Ósk Bergmann skrifar

Staðfest er að Janus endurhæfing lokar 1 júní. Ég og fleiri þáttakendur reyndum allt sem við gátum til að halda úrræðinu opnu en það gekk ekki. 

Mér finnst kerfið hafa brugðist okkur. En í allri óvissu og hræðslu um hvað væri að gerast var starfsfólk Janusar alltaf til staðar, þau gáfu okkur allan sinn stuðning til að hjálp okkur að komast á nýjan stað og vildi ég gefa þeim þúsundir þakkir fyrir allt sem þau hafa gert fyrir okkur. Það sem þau gerðu gæti ég aldrei endurgreitt þeim. 

Svo Berglind, Birgir, Edda, Elísabet, Elsa, Halldór, Jón, Linda, Kristín, Ómar, Rebekka, Rúnar, Sallý, Anna, Sirrý, Sólveig, Steinberg, Vilmundur og fleiri takk fyrir allt sem þið hafið gert fyrir okkur. Þið hafið bjargað lífum.

Höfundur er fyrrverandi skjólstæðingur í Janus endurhæfingu.




Skoðun

Skoðun

Vertu drusla!

Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Skoðun

Ert þú drusla?

Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sjá meira


×