Dýravernd - frumbyggjahættir Árni Stefán Árnason skrifar 29. maí 2025 17:33 Ég hef fylgst með íslenskri dýravernd í nokkuð langan tíma og núgildandi lög um þá vernd liggur nokkuð vel fyrir mér. Ég hef hins vegar að mestu hætt afskiptum af henni miðað við það sem áður var, en þau afskipti voru ansi þróttmikil og vel rökstudd þó ég segi sjálfur frá. T.a.m. var ég mjög tíður gestur í fjölmiðlum og ýmislegt af því sem ég vakti fyrstur manna athygli á leiddi að lokum til gríðarlegs árangurs. Minnistæðast er mér brúneggjamálið, lokun umdeildrar hundaræktar, hreindýr í vanda eystra o.m.fl. Einhver mestu mistök sem ég þó gerði var samstarf við útlensk dýraverndunarsamtök hvers hugarfóstur er blóðmeramálið. Dýraverndarforysta frjálsra félagasamtaka, frá því að dr. Ólafur Dýrmundsson fyrrv. formaður Dýraverndarsambands Íslands hætti þar, hefur verið lítil sem engin á Íslandi, hún er sundurlaus, óöguð og afleitlega skipulögð með litla þekkingu innanborðs. Þess vegna líki ég henni við frumbyggjahætti. Nýjustu tvö dæmin eru árás fyrrverandi formanns Dýravendarsambands Íslands á dýravernd blóðmera í skoðun á visir.is og hringlandaháttur forystu Dýraverndarsambands Íslands í nánast flestu sem sú forysta tekur sér fyrir hendur, nú síðast að kæra blóðmerahald til lögreglu. Um fyrra dæmið ætla ég ekki að hafa nein orð, greinin er að mínu mati handvömm og ógn við dýravernd. Undarlegt háttalag fyrrverandi formanns Dýraverndarsambands Íslands. Um hið síðara vil ég segja þetta. Það eru undarleg vinnubrögð sambands með tvo fyrrverandi alþingismenn innanborðs sem eiga að vita að þetta er ekki mögulegt í lagalegum skilningi sbr. síðar. Heilan og langan pistil mætti reyndar rita um þess tvo herra og aðkomu þeirra að störfum í dýravernd innan Dýraverndarsambands Íslands, sem eru gagnrýni verð. Tökum dæmi. Nýlega eða í byrjun mars fékk ég tölvupóst frá Andrési Inga Magnússyni, titlaður framkvæmdastjóri Dýraverndarsambands Íslands og er þar í 100% starfi, sem er vel ef bakgrunnur hans í dýravernd væri í samræmi við það! Andrés ritar í fjöldatölvupósti: ,,Okkur langar til að bjóða þér að ganga til liðs við okkur í þrjá mánuði til að sigla þessu máli (blóðmeramálið) í höfn og styðja við baráttuna með mánaðarlegu framlagi í þennan afmarkaða tíma.“ Ég svara: Hvernig ætlið þið að tryggja að þessu máli verði ,,siglt í höfn" með þriggja mánaða mánaðarlegu mögulegu framlagi mínu? Ég hef ekki ennþá fengið svar og nú eru þessir þrír mánuðir að líða. Andrés er framkvæmdastjóri sambandsins og vinnur eflaust náið með kollega sínum Ágústi Ólafi, sem því miður var hrakinn af þingi. Ágúst er lögfræðingur, hefur áhuga á dýravernd sem, því miður, varla nokkur annar maður lætur sig varða. Sem lögfræðingur ætti hann að vera öllum hnútum kunnugur um lögskýringar á lögum um velferð dýra. - Eins og ég. Nýjasta uppátæki þeirra ,,bræðra" í stjórn Dýraverndarsambandsins er að kæra blóðmeramálið beint til lögreglu. Reglur um þetta eru skýrar í þeim lögum Í 6. mgr. 45. laga um velferð dýra er ófrávíkjanlegt ákvæði Brot gegn lögum þessum sæta aðeins rannsókn lögreglu að undangenginni kæru Matvælastofnunar. Lögreglan á reyndar skv. 2. mgr. 52. gr. laga um meðferð sakamála að: hefja rannsókn út af vitneskju eða grun um að refsivert brot hafi verið framið hvort sem henni hefur borist kæra eða ekki. Það er ekki í vísan að róa í síðara ákvæðinu skv. þeim gæðastimpli sem fyrrverandi lögreglustjórinn á suðurnesjum hefur gefið lögreglunni. Það er þó nokkuð alvarlegur hlutur ef stjórn Dýraverndarsambandsins skilur ekki lög um velferð dýra! Þessum bræðrum væri nær að tengja sig við fyrrverandi kollega sinn á þingi, Ingu Sæland. Hún var virkur talsmaður dýraverndar í stjórnarandstöðu en kemur, af óskiljanlegum ástæðum, ekkert við sögu lengur. Inga gæti beitt sér fyrir því, eins og ég hefi gert, að umrætt tjáningarfrelsisskerðingarákvæði, yrði numið úr lögum um velferð dýra. Þá væri róðurinn, máske, léttari fyrir Ágúst og Andrés. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Blóðmerahald Dýr Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Ég hef fylgst með íslenskri dýravernd í nokkuð langan tíma og núgildandi lög um þá vernd liggur nokkuð vel fyrir mér. Ég hef hins vegar að mestu hætt afskiptum af henni miðað við það sem áður var, en þau afskipti voru ansi þróttmikil og vel rökstudd þó ég segi sjálfur frá. T.a.m. var ég mjög tíður gestur í fjölmiðlum og ýmislegt af því sem ég vakti fyrstur manna athygli á leiddi að lokum til gríðarlegs árangurs. Minnistæðast er mér brúneggjamálið, lokun umdeildrar hundaræktar, hreindýr í vanda eystra o.m.fl. Einhver mestu mistök sem ég þó gerði var samstarf við útlensk dýraverndunarsamtök hvers hugarfóstur er blóðmeramálið. Dýraverndarforysta frjálsra félagasamtaka, frá því að dr. Ólafur Dýrmundsson fyrrv. formaður Dýraverndarsambands Íslands hætti þar, hefur verið lítil sem engin á Íslandi, hún er sundurlaus, óöguð og afleitlega skipulögð með litla þekkingu innanborðs. Þess vegna líki ég henni við frumbyggjahætti. Nýjustu tvö dæmin eru árás fyrrverandi formanns Dýravendarsambands Íslands á dýravernd blóðmera í skoðun á visir.is og hringlandaháttur forystu Dýraverndarsambands Íslands í nánast flestu sem sú forysta tekur sér fyrir hendur, nú síðast að kæra blóðmerahald til lögreglu. Um fyrra dæmið ætla ég ekki að hafa nein orð, greinin er að mínu mati handvömm og ógn við dýravernd. Undarlegt háttalag fyrrverandi formanns Dýraverndarsambands Íslands. Um hið síðara vil ég segja þetta. Það eru undarleg vinnubrögð sambands með tvo fyrrverandi alþingismenn innanborðs sem eiga að vita að þetta er ekki mögulegt í lagalegum skilningi sbr. síðar. Heilan og langan pistil mætti reyndar rita um þess tvo herra og aðkomu þeirra að störfum í dýravernd innan Dýraverndarsambands Íslands, sem eru gagnrýni verð. Tökum dæmi. Nýlega eða í byrjun mars fékk ég tölvupóst frá Andrési Inga Magnússyni, titlaður framkvæmdastjóri Dýraverndarsambands Íslands og er þar í 100% starfi, sem er vel ef bakgrunnur hans í dýravernd væri í samræmi við það! Andrés ritar í fjöldatölvupósti: ,,Okkur langar til að bjóða þér að ganga til liðs við okkur í þrjá mánuði til að sigla þessu máli (blóðmeramálið) í höfn og styðja við baráttuna með mánaðarlegu framlagi í þennan afmarkaða tíma.“ Ég svara: Hvernig ætlið þið að tryggja að þessu máli verði ,,siglt í höfn" með þriggja mánaða mánaðarlegu mögulegu framlagi mínu? Ég hef ekki ennþá fengið svar og nú eru þessir þrír mánuðir að líða. Andrés er framkvæmdastjóri sambandsins og vinnur eflaust náið með kollega sínum Ágústi Ólafi, sem því miður var hrakinn af þingi. Ágúst er lögfræðingur, hefur áhuga á dýravernd sem, því miður, varla nokkur annar maður lætur sig varða. Sem lögfræðingur ætti hann að vera öllum hnútum kunnugur um lögskýringar á lögum um velferð dýra. - Eins og ég. Nýjasta uppátæki þeirra ,,bræðra" í stjórn Dýraverndarsambandsins er að kæra blóðmeramálið beint til lögreglu. Reglur um þetta eru skýrar í þeim lögum Í 6. mgr. 45. laga um velferð dýra er ófrávíkjanlegt ákvæði Brot gegn lögum þessum sæta aðeins rannsókn lögreglu að undangenginni kæru Matvælastofnunar. Lögreglan á reyndar skv. 2. mgr. 52. gr. laga um meðferð sakamála að: hefja rannsókn út af vitneskju eða grun um að refsivert brot hafi verið framið hvort sem henni hefur borist kæra eða ekki. Það er ekki í vísan að róa í síðara ákvæðinu skv. þeim gæðastimpli sem fyrrverandi lögreglustjórinn á suðurnesjum hefur gefið lögreglunni. Það er þó nokkuð alvarlegur hlutur ef stjórn Dýraverndarsambandsins skilur ekki lög um velferð dýra! Þessum bræðrum væri nær að tengja sig við fyrrverandi kollega sinn á þingi, Ingu Sæland. Hún var virkur talsmaður dýraverndar í stjórnarandstöðu en kemur, af óskiljanlegum ástæðum, ekkert við sögu lengur. Inga gæti beitt sér fyrir því, eins og ég hefi gert, að umrætt tjáningarfrelsisskerðingarákvæði, yrði numið úr lögum um velferð dýra. Þá væri róðurinn, máske, léttari fyrir Ágúst og Andrés. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun