„Eitthvað sem er í vinnslu og gerist kannski“ Smári Jökull Jónsson skrifar 29. maí 2025 21:34 Jökull Elísabetarson er þjálfari Stjörnumanna. vísir/Diego Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar var ánægður með andann og orkuna í sínu liði í dag sem vann 4-2 sigur á KR í bestu deildinni. Hann svaraði einnig til um möguleikana á því að Steven Caulker gengi í raðir Garðabæjarliðsins en Caulker var mættur í stúkuna á Samsung-vellinum í kvöld. „Þetta var skrýtin byrjun og það er voða erfitt að lýsa þessari byrjun. Mjög sérstakt en við komum inn af miklum krafti og ætluðum að byrja vel. Við vissum að það væru tækifæri að vera „direct“ og við nýttum það vel,“ sagði Jökull en Stjarnan var komin með 3-0 forystu eftir ellefu mínútna leik í kvöld. Þrátt fyrir að KR hafi minnkað muninn undir lok fyrri hálfleiks og átt færi fram að því sagði Jökull að það hefði aldrei farið um hann í leiknum. „Nei, það gerði það nú ekki. Mér fannst þeir ekki skapa mikið af dauðafærum og heilt yfir leikinn fannst mér við skapa betri færi af þeim færum sem urðu ekki mörk í þessum leik. Það fór ekki um mig en ég vissi líka að þeir ættu eftir að skora annað mark í hálfleik. Fyrir okkur var ekkert annað en að gera annað og meira.“ Eftir tapleikinn gegn Vestra í síðustu umferð bað Jökull um svör frá sínu liði og óhætt er að segja að hann hafi fengið þau í dag. „Ég myndi segja það, ég held það sé ekki hægt að biðja um mikið meira. Það var andi og orka í liðinu og menn voru að taka ábyrgð og gera kröfur á hvern annan. Það byrjar þar.“ „Hefur verið leiðtogi í þeim liðum sem hann hefur verið í“ Steven Caulker, sem meðal annars hefur leikið með Liverpool, Tottenham og QPR í ensku úrvalsdeildinni var í stúkunni á Samsung-vellinum í kvöld og sagði Jökull í viðtali fyrir leik að viðræður stæðu yfir um að hann gerðist leikmaður Stjörnunnar. Jökull var þó pollrólegur spurður út í Caulker og hvort frammistaðan í kvöld hefði sannfært Caulker endanlega. „Ég hef ekki heyrt af því en við erum alveg rólegir með það. Það er eitthvað sem er í vinnslu og gerist kannski en kannski ekki. Við sjáum bara til.“ Caulker yrði áhugaverð viðbót í Bestu deildina en hann spilaði rúmlega þrjátíu leiki í næst efstu deild í Tyrklandi á nýliðnu tímabili. „Hann er í toppstandi og er að koma eftir heilt tímabil þar sem hann var heill og spilaði mikið. Hefur verið leiðtogi í liðum sem hann hefur verið í síðari hluta ferilsins. Stór karakter og sterkur leikmaður, alls konar pælingar með það. Þú færð ekkert meira um það úr þessu, það kemur meira um það seinna. Það verður annað hvort „on“ eða „off.“ Hverjar telur þú líkurnar á að þið náið að semja við hann? „Ég veit ekki líkurnar,“ sagði Jökull að endingu. Besta deild karla Stjarnan KR Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira
„Þetta var skrýtin byrjun og það er voða erfitt að lýsa þessari byrjun. Mjög sérstakt en við komum inn af miklum krafti og ætluðum að byrja vel. Við vissum að það væru tækifæri að vera „direct“ og við nýttum það vel,“ sagði Jökull en Stjarnan var komin með 3-0 forystu eftir ellefu mínútna leik í kvöld. Þrátt fyrir að KR hafi minnkað muninn undir lok fyrri hálfleiks og átt færi fram að því sagði Jökull að það hefði aldrei farið um hann í leiknum. „Nei, það gerði það nú ekki. Mér fannst þeir ekki skapa mikið af dauðafærum og heilt yfir leikinn fannst mér við skapa betri færi af þeim færum sem urðu ekki mörk í þessum leik. Það fór ekki um mig en ég vissi líka að þeir ættu eftir að skora annað mark í hálfleik. Fyrir okkur var ekkert annað en að gera annað og meira.“ Eftir tapleikinn gegn Vestra í síðustu umferð bað Jökull um svör frá sínu liði og óhætt er að segja að hann hafi fengið þau í dag. „Ég myndi segja það, ég held það sé ekki hægt að biðja um mikið meira. Það var andi og orka í liðinu og menn voru að taka ábyrgð og gera kröfur á hvern annan. Það byrjar þar.“ „Hefur verið leiðtogi í þeim liðum sem hann hefur verið í“ Steven Caulker, sem meðal annars hefur leikið með Liverpool, Tottenham og QPR í ensku úrvalsdeildinni var í stúkunni á Samsung-vellinum í kvöld og sagði Jökull í viðtali fyrir leik að viðræður stæðu yfir um að hann gerðist leikmaður Stjörnunnar. Jökull var þó pollrólegur spurður út í Caulker og hvort frammistaðan í kvöld hefði sannfært Caulker endanlega. „Ég hef ekki heyrt af því en við erum alveg rólegir með það. Það er eitthvað sem er í vinnslu og gerist kannski en kannski ekki. Við sjáum bara til.“ Caulker yrði áhugaverð viðbót í Bestu deildina en hann spilaði rúmlega þrjátíu leiki í næst efstu deild í Tyrklandi á nýliðnu tímabili. „Hann er í toppstandi og er að koma eftir heilt tímabil þar sem hann var heill og spilaði mikið. Hefur verið leiðtogi í liðum sem hann hefur verið í síðari hluta ferilsins. Stór karakter og sterkur leikmaður, alls konar pælingar með það. Þú færð ekkert meira um það úr þessu, það kemur meira um það seinna. Það verður annað hvort „on“ eða „off.“ Hverjar telur þú líkurnar á að þið náið að semja við hann? „Ég veit ekki líkurnar,“ sagði Jökull að endingu.
Besta deild karla Stjarnan KR Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira