Gert að finna aðra staðsetningu fyrir hjólhýsabyggðina Atli Ísleifsson skrifar 30. maí 2025 07:47 Hjólhýsabyggðin var flutt á Sævarhöfða árið 2023. Vísir/Vilhelm Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur skipað starfshóp sem ætlað er að finna aðra og betri staðsetningu fyrir hjólhýsabyggðina sem nú er við Sævarhöfða. Frá þessu segir í erindisbréfi hópsins sem kynnt var á fundi umhverfis- og skipulagsráðs á miðvikudaginn. Hjólhýsi fólks sem höfðu hafst við á tjaldsvæðinu í Laugardal um árabil voru flutt á iðnaðarlóð borgarinnar við Sævarhöfða árið 2023. Íbúar hafa lengi kvartað yfir nýju staðsetningunni og kallað eftir því að byggðinni verði fundinn annar og betri samastaður. Starfshópurinn er skipaður til sex mánaða og tekur til starfa nú um mánaðamótin og skulu tillögur liggja fyrir 1. nóvember næstkomandi. Í erindisbréfinu kemur fram að hlutverk starfshópsins sé að raungera tillögu um að fundinn verði betri staðsetningu fyrir „hús á hjólum í stað núverandi staðsetningar á Sævarhöfða“ og skuli tillagan unnin í samráði við Samtök hjólabúa. Vísir/Vilhelm Starfshópurinn á jafnframt að tryggja samstarf skrifstofna og sérfræðinga og viðunandi málsmeðferð og stilla upp að minnsta kosti tveimur áætlunum sem unnt sé að velja úr. „Hópurinn mun tryggja samtal við Samtök hjólabúa, við samtök sveitarfélaga og annað tilfallandi. Hópurinn kannar lagaumgjörð, og þá hvort og hvaða möguleikar eru fyrir hendi til að leysa þörf á langtímastæðum hjólabúa, hvernig aðgangur og öryggi verði tryggt og hvernig rekstrarfyrirkomulagi væri háttað. Hópurinn mun setja sér verkefni og forgangsraða verkefnum eftir því sem við á í samráði við yfirmenn,“ segir í erindisbréfinu. Starfshópinn skipa þau Þórólfur Jónsson, Þorkell Heiðarsson, Hrönn Valdimarsdóttir og Ómar Einarsson. Borgarstjórn Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir „Ég væri dauð ef ég væri ekki jákvæð“ Hópur fólks hefst nú við í hjólhýsum í niðurníddu iðnaðarhverfi á Sævarhöfða eftir að þeim var gert að yfirgefa tjaldsvæðið í Laugardal í sumar. Þau gagnrýna skort á svörum frá borginni harðlega og kalla enn og aftur eftir varanlegri staðsetningu. 15. september 2023 21:01 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Sjá meira
Frá þessu segir í erindisbréfi hópsins sem kynnt var á fundi umhverfis- og skipulagsráðs á miðvikudaginn. Hjólhýsi fólks sem höfðu hafst við á tjaldsvæðinu í Laugardal um árabil voru flutt á iðnaðarlóð borgarinnar við Sævarhöfða árið 2023. Íbúar hafa lengi kvartað yfir nýju staðsetningunni og kallað eftir því að byggðinni verði fundinn annar og betri samastaður. Starfshópurinn er skipaður til sex mánaða og tekur til starfa nú um mánaðamótin og skulu tillögur liggja fyrir 1. nóvember næstkomandi. Í erindisbréfinu kemur fram að hlutverk starfshópsins sé að raungera tillögu um að fundinn verði betri staðsetningu fyrir „hús á hjólum í stað núverandi staðsetningar á Sævarhöfða“ og skuli tillagan unnin í samráði við Samtök hjólabúa. Vísir/Vilhelm Starfshópurinn á jafnframt að tryggja samstarf skrifstofna og sérfræðinga og viðunandi málsmeðferð og stilla upp að minnsta kosti tveimur áætlunum sem unnt sé að velja úr. „Hópurinn mun tryggja samtal við Samtök hjólabúa, við samtök sveitarfélaga og annað tilfallandi. Hópurinn kannar lagaumgjörð, og þá hvort og hvaða möguleikar eru fyrir hendi til að leysa þörf á langtímastæðum hjólabúa, hvernig aðgangur og öryggi verði tryggt og hvernig rekstrarfyrirkomulagi væri háttað. Hópurinn mun setja sér verkefni og forgangsraða verkefnum eftir því sem við á í samráði við yfirmenn,“ segir í erindisbréfinu. Starfshópinn skipa þau Þórólfur Jónsson, Þorkell Heiðarsson, Hrönn Valdimarsdóttir og Ómar Einarsson.
Borgarstjórn Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir „Ég væri dauð ef ég væri ekki jákvæð“ Hópur fólks hefst nú við í hjólhýsum í niðurníddu iðnaðarhverfi á Sævarhöfða eftir að þeim var gert að yfirgefa tjaldsvæðið í Laugardal í sumar. Þau gagnrýna skort á svörum frá borginni harðlega og kalla enn og aftur eftir varanlegri staðsetningu. 15. september 2023 21:01 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Sjá meira
„Ég væri dauð ef ég væri ekki jákvæð“ Hópur fólks hefst nú við í hjólhýsum í niðurníddu iðnaðarhverfi á Sævarhöfða eftir að þeim var gert að yfirgefa tjaldsvæðið í Laugardal í sumar. Þau gagnrýna skort á svörum frá borginni harðlega og kalla enn og aftur eftir varanlegri staðsetningu. 15. september 2023 21:01