Mikill munur á aðgengi að líknarmeðferð í Evrópu Kristín Lára Ólafsdóttir skrifar 30. maí 2025 08:32 Ný skýrsla yfir líknarmeðferð í Evrópu var gefin af Evrópsku líknarsamtökunum, European Association for Palliative Care (EAPC) 29. maí á Evrópudegi líknarmeðferðar sem í ár er tileinkaður aðgengilegri líknarmeðferð fyrir alla sem á þurfa að halda. Skilaboðin eru skýr um að efna þurfi til aðgerða til að tryggja góða meðferð einkenna og gæðaumönnun óháð búsetu, félagslegri stöðu, sjúkdómsgreiningu eða aldri. Þörf fyrir líknarmeðferð er vaxandi í Evrópu og er drifin af hækkandi lífaldri og auknu algengi langvinnra sjúkdóma. Lögð er áhersla á að líknarmeðferð snýr ekki eingöngu að því að aðstoða sjúklinga og fjölskyldur við lífslok heldur einnig að bæta lífgæði fólks í gegnum allt sjúkdómsferlið. Í skýrslunni kemur fram að mikill munur er á aðgengi sjúklinga með lífsógnandi sjúkdóma að líknarmeðferð og líknarþjónustu. Hún sýnir einnig að enn skorti kennslu og þjálfun í líknarmeðferð hjá bæði læknum og hjúkrunarfræðingum. Aðeins 15 lönd í Evrópu hafa sett líknarmeðferð í grunnnám lækna í sínu landi, þ.m.t. Finnland, Austurríki, Frakkland, Holland og Bretland. Annars staðar undirbýr grunnnám heilbrigðissstarfsmanna þá illa undir að sinna sjúklingum með alvarlega sjúkdóma og sjúklinga sem eru deyjandi. Þá kemur fram að aðgengi að lyfjum til meðferðar einkenna er mjög misjafnt í Evrópu. T.d. er aðgengi að morfíni í töfluformi í grunnheilbrigðisþjónustu eingöngu í helmingi Evrópulandanna. Samkvæmt skýrslunni hafa 43 lönd í Evrópu, af þeim 56 sem skýrslan náði til, líknarmeðferð sem hluta af almennri heilbrigðisþjónustu. Aðgengi að líknarþjónustu fyrir börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra hefur aukist á síðustu árum í Evrópu en enn er aðgengi þeirra langt frá því að mæta þörfum allt of víða. Fjórðungur ríkja í Evrópu hafa sett fram stefnumótun varðandi líknarþjónustu. Í mars 2021 setti þáverandi heilbrigðisráðherra fram aðgerðaráætlun til fimm ára um líknarþjónustu á Íslandi.Áætlunin byggðist á greiningu sem gerð var á þörf fyrir líknar- og lífslokameðferð og tillögum um bætta þjónustu þar að lútandi í öllum landshlutum. Lagðar voru til aðgerðir til að efla og byggja upp líknarþjónustu á sérgreinasjúkrahúsum, á hjúkrunarheimilum og í þjónustu við fólk í heimahúsum. Aðgerðaáætlunin tók mið afheilbrigðisstefnu til ársins 2030. Einnig voru höfð til hliðsjónar fyrirmæli Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um að líknarmeðferð skuli vera hluti af heilbrigðisþjónustu aðildarríkja hennar. Þjónustuveitendum í heilbrigðisþjónustunni var í framhaldinu gert að innleiða þætti áætlunarinnar sem heyrði undir þeirra þjónustusvið. Ýmislegt hefur áunnist en enn hefur ekki náðst að ná öllum markmiðum aðgerðaráætlunarinnar tæpum 5 árum síðar. Nú er kominn tími á endurskoðun og gerð nýrrar áætlunar til næstu 5 ára. Þá þyrfti að huga betur að því að tryggja að heilbrigðisstarfsfólk fái þjálfun og kennslu í líknarmeðferð í grunnnámi sínu. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og formaður Lífssins, samtaka um líknarmeðferð á Íslandi .https://eapcnet.eu/EU-palliative-care-day/ www.eapcnet.eu/resources/EAPCAtlas https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Heilbrigdisraduneytid/ymsar-skrar/Liknarthjonusta-5_ara_adgerdaraaetlun_2021-25.pdf https://lsl.is/um-liknarmedferd/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Ný skýrsla yfir líknarmeðferð í Evrópu var gefin af Evrópsku líknarsamtökunum, European Association for Palliative Care (EAPC) 29. maí á Evrópudegi líknarmeðferðar sem í ár er tileinkaður aðgengilegri líknarmeðferð fyrir alla sem á þurfa að halda. Skilaboðin eru skýr um að efna þurfi til aðgerða til að tryggja góða meðferð einkenna og gæðaumönnun óháð búsetu, félagslegri stöðu, sjúkdómsgreiningu eða aldri. Þörf fyrir líknarmeðferð er vaxandi í Evrópu og er drifin af hækkandi lífaldri og auknu algengi langvinnra sjúkdóma. Lögð er áhersla á að líknarmeðferð snýr ekki eingöngu að því að aðstoða sjúklinga og fjölskyldur við lífslok heldur einnig að bæta lífgæði fólks í gegnum allt sjúkdómsferlið. Í skýrslunni kemur fram að mikill munur er á aðgengi sjúklinga með lífsógnandi sjúkdóma að líknarmeðferð og líknarþjónustu. Hún sýnir einnig að enn skorti kennslu og þjálfun í líknarmeðferð hjá bæði læknum og hjúkrunarfræðingum. Aðeins 15 lönd í Evrópu hafa sett líknarmeðferð í grunnnám lækna í sínu landi, þ.m.t. Finnland, Austurríki, Frakkland, Holland og Bretland. Annars staðar undirbýr grunnnám heilbrigðissstarfsmanna þá illa undir að sinna sjúklingum með alvarlega sjúkdóma og sjúklinga sem eru deyjandi. Þá kemur fram að aðgengi að lyfjum til meðferðar einkenna er mjög misjafnt í Evrópu. T.d. er aðgengi að morfíni í töfluformi í grunnheilbrigðisþjónustu eingöngu í helmingi Evrópulandanna. Samkvæmt skýrslunni hafa 43 lönd í Evrópu, af þeim 56 sem skýrslan náði til, líknarmeðferð sem hluta af almennri heilbrigðisþjónustu. Aðgengi að líknarþjónustu fyrir börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra hefur aukist á síðustu árum í Evrópu en enn er aðgengi þeirra langt frá því að mæta þörfum allt of víða. Fjórðungur ríkja í Evrópu hafa sett fram stefnumótun varðandi líknarþjónustu. Í mars 2021 setti þáverandi heilbrigðisráðherra fram aðgerðaráætlun til fimm ára um líknarþjónustu á Íslandi.Áætlunin byggðist á greiningu sem gerð var á þörf fyrir líknar- og lífslokameðferð og tillögum um bætta þjónustu þar að lútandi í öllum landshlutum. Lagðar voru til aðgerðir til að efla og byggja upp líknarþjónustu á sérgreinasjúkrahúsum, á hjúkrunarheimilum og í þjónustu við fólk í heimahúsum. Aðgerðaáætlunin tók mið afheilbrigðisstefnu til ársins 2030. Einnig voru höfð til hliðsjónar fyrirmæli Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um að líknarmeðferð skuli vera hluti af heilbrigðisþjónustu aðildarríkja hennar. Þjónustuveitendum í heilbrigðisþjónustunni var í framhaldinu gert að innleiða þætti áætlunarinnar sem heyrði undir þeirra þjónustusvið. Ýmislegt hefur áunnist en enn hefur ekki náðst að ná öllum markmiðum aðgerðaráætlunarinnar tæpum 5 árum síðar. Nú er kominn tími á endurskoðun og gerð nýrrar áætlunar til næstu 5 ára. Þá þyrfti að huga betur að því að tryggja að heilbrigðisstarfsfólk fái þjálfun og kennslu í líknarmeðferð í grunnnámi sínu. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og formaður Lífssins, samtaka um líknarmeðferð á Íslandi .https://eapcnet.eu/EU-palliative-care-day/ www.eapcnet.eu/resources/EAPCAtlas https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Heilbrigdisraduneytid/ymsar-skrar/Liknarthjonusta-5_ara_adgerdaraaetlun_2021-25.pdf https://lsl.is/um-liknarmedferd/
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun