Hver borgar fyrir ódýrar lóðir? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 30. maí 2025 09:32 Í umræðu um húsnæðismál er oft talað um lausn vandans við háu húsnæðisverði og háu lóðaverði sé að byggja verði á ódýrum lóðum á óbrotnu landi í jaðri byggðar. Það sé mun hagstæðara, mun ódýrara en að byggja inn á við, byggja þétt. Hátt hefur heyrst í uppbyggingaraðilum, verktökum og jafnvel verkalýðshreyfingunni þar sem þau kalla eftir fleiri ódýrum lóðum, það sé lóðaskortur og því þurfi að stækka vaxtar mörkin sem rúma nú þegar 24 þúsund íbúðir innan Reykjavíkur og 58 þúsund íbúðir innan alls höfuðborgarsvæðisins Þetta er sagt nauðsynlegt til að hægt sé að byggja á lægra verði. Lægra verði fyrir hvern? Hver borgar fyrir ódýrar lóðir? Lífsgæða hverfi = 23 milljarðar Að mörgu er að huga þegar nýtt hverfi er byggt. Dýrasta fjárfesting sveitarfélaga er að fara í uppbyggingu leik- og grunnskóla, íþróttamannvirkja sem tengjast skólastarfi eins og skólasundlaug og skólaíþróttahúsi. Í dag er um það bil einn skóli í borginni á hverja 3.100 íbúa og að meðaltali búa 2,4 íbúar í hverri íbúð í borginni þannig að þessir 3.100 íbúar búa í um 1.300 íbúðum. Nýr grunnskóli kostar um sex milljarða í byggingu, einn til tvo leikskóla þarf í nýtt hverfi og hvor um sig kosta tvo og hálfan milljarð, samtals um 5 milljarða króna. Skólasundlaug og skólaíþróttahús fyrir lögbundna kennslu í skólaíþróttum og sundi er áætlaður einn og hálfur milljarður króna. Grunnfjárfesting sveitarfélags í lögbundnum skólainnviðum í nýju hverfi eru því um 11 milljarðar króna. Í nýtt hverfi þarf líka aðstöðu fyrir íþróttafélagið, sundlaug fyrir íbúanna og jafnvel menningarmiðstöð. Uppbygging sambærileg og hefur byggst í Úlfársdal yrði fjárfesting upp á tæplega 12 milljarða króna miðað við byggingavístölu í dag, 8 milljarðar fyrir íþróttamannvirki og sundlaug með menningarmiðstöð fyrir 3,5 milljarð króna. Kílómetri gatna og fráveitu = 1,3 milljarður Gatna- og veitugerð er næst dýrasti kostnaðarliður í uppbyggingu nýs hverfis á eftir skólum. Nauðsynleg lífsgæði, en ekki mjög sýnileg nema í tölum á blaði – því lengri veitukerfi, lóðafrágangur og stígakerfi í metrum því dýrara er að sturta niður, þvo þvott, þrífa bílinn og ganga í skólann. Úlfarsárdalurinn er nýjasta nýbyggingahverfið í Reykjavík en hverfið er nokkuð þétt úthverfi með blöndu af fjölbýlishúsum, raðhúsum og sérbýlum. Þar er gatnakerfið um 7 kílómetrar að lengd. Í sérbýlahverfi getur veitukerfið verið allt að 17 metrar á hvert hús. Kílómetri af veitulögnum kostar rúmlega þrettán hundruð milljónir, 100 metrar kosta 130 milljónir, 10 metrar kosta þrettán milljónir króna. Samtals fjárfesting í nýja hverfinu getur numið allt að 40 milljónum króna á hverja íbúð þegar horft er til fjárfestingar í gatna- og veitugerð, skóla-, íþrótta- og menningarhúss. Hver á að bera þennan kostnað? Verktakinn, kaupandinn eða við hin sem búum í borginni? Ódýrara fyrir samfélagið að byggja þétt Við Hlíðarenda hefur risið þétt og blómleg byggð, hverfið er enn að stækka og gera má ráð fyrir 1.700 íbúðir verði byggðar þegar sú uppbygging sem ráðgerð er klárast. Gatnakerfið er um tveir kílómetrar og hverfið þarf uppbyggingu tengt leik- og grunnskóla sem felur í sér samtals fjárfestingu upp á um 11 milljarða króna. Fyrir í hverfinu er sundlaug, baðströnd við Nauthólsvík, íþróttamannvirki Vals, menningarhús í miðbænum. Aðgengi er gott að grænum svæðum eins og Perlufestinni í Öskjuhlíð, strandlengjunni, blómaskrúða Hljómskálagarðsins og töfrum Klambratúns. Hverfið tengist neti göngu- og hjólastíga að ógleymdri Borgarlínu. Ef við deilum þessum kostnaði samfélagsins við nýju innviðina í hverfinu niður á fjölda íbúða kemur í ljós að kostnaðurinn á hverja íbúð er tæplega 11 milljónir, í stað 40 milljóna í hverfi sem byggist frá grunni í jaðri byggðarinnar. Þarna er gat upp á 29 milljónir króna á hverja íbúð sem greiddur er af sameignlegum sjóðum borgabúa. Hádegisverðurinn er ekki ókeypis Það er ekkert til sem heitir ódýrar lóðir. Það er ekki ódýrara að brjóta nýtt land í jaðri byggðar. Það er ekki ódýrara að þenja út vaxtamörkin. Það er mun dýrara fyrir íbúa í Reykjavík, fyrir útsvarsgreiðendur í borginni, fyrir mannlífið í borginni að þenja út byggð. Það er mun hagkvæmara fyrir samfélagið okkar að byggja inn á við, að byggja þétta blómlega, fjölbreytta byggð og reyna eftir mætti að nýta þá innviði sem fyrir eru betur. Við þurfum að tryggja að dýrustu samfélagslegu sameignlegu gæði okkar allra séu nýtt á sem hagkvæmastan hátt. Hádegisverðurinn er nefnilega aldrei ókeypis, það borgar alltaf einhver fyrir gæðin rétt eins og frjálshyggjumaðurinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur margoft bent á en bara sumir af flokksfélögum hans í Sjálfstæðisflokknum hafa áttað sig á því en ekki öll. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Jarða- og lóðamál Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Sjá meira
Í umræðu um húsnæðismál er oft talað um lausn vandans við háu húsnæðisverði og háu lóðaverði sé að byggja verði á ódýrum lóðum á óbrotnu landi í jaðri byggðar. Það sé mun hagstæðara, mun ódýrara en að byggja inn á við, byggja þétt. Hátt hefur heyrst í uppbyggingaraðilum, verktökum og jafnvel verkalýðshreyfingunni þar sem þau kalla eftir fleiri ódýrum lóðum, það sé lóðaskortur og því þurfi að stækka vaxtar mörkin sem rúma nú þegar 24 þúsund íbúðir innan Reykjavíkur og 58 þúsund íbúðir innan alls höfuðborgarsvæðisins Þetta er sagt nauðsynlegt til að hægt sé að byggja á lægra verði. Lægra verði fyrir hvern? Hver borgar fyrir ódýrar lóðir? Lífsgæða hverfi = 23 milljarðar Að mörgu er að huga þegar nýtt hverfi er byggt. Dýrasta fjárfesting sveitarfélaga er að fara í uppbyggingu leik- og grunnskóla, íþróttamannvirkja sem tengjast skólastarfi eins og skólasundlaug og skólaíþróttahúsi. Í dag er um það bil einn skóli í borginni á hverja 3.100 íbúa og að meðaltali búa 2,4 íbúar í hverri íbúð í borginni þannig að þessir 3.100 íbúar búa í um 1.300 íbúðum. Nýr grunnskóli kostar um sex milljarða í byggingu, einn til tvo leikskóla þarf í nýtt hverfi og hvor um sig kosta tvo og hálfan milljarð, samtals um 5 milljarða króna. Skólasundlaug og skólaíþróttahús fyrir lögbundna kennslu í skólaíþróttum og sundi er áætlaður einn og hálfur milljarður króna. Grunnfjárfesting sveitarfélags í lögbundnum skólainnviðum í nýju hverfi eru því um 11 milljarðar króna. Í nýtt hverfi þarf líka aðstöðu fyrir íþróttafélagið, sundlaug fyrir íbúanna og jafnvel menningarmiðstöð. Uppbygging sambærileg og hefur byggst í Úlfársdal yrði fjárfesting upp á tæplega 12 milljarða króna miðað við byggingavístölu í dag, 8 milljarðar fyrir íþróttamannvirki og sundlaug með menningarmiðstöð fyrir 3,5 milljarð króna. Kílómetri gatna og fráveitu = 1,3 milljarður Gatna- og veitugerð er næst dýrasti kostnaðarliður í uppbyggingu nýs hverfis á eftir skólum. Nauðsynleg lífsgæði, en ekki mjög sýnileg nema í tölum á blaði – því lengri veitukerfi, lóðafrágangur og stígakerfi í metrum því dýrara er að sturta niður, þvo þvott, þrífa bílinn og ganga í skólann. Úlfarsárdalurinn er nýjasta nýbyggingahverfið í Reykjavík en hverfið er nokkuð þétt úthverfi með blöndu af fjölbýlishúsum, raðhúsum og sérbýlum. Þar er gatnakerfið um 7 kílómetrar að lengd. Í sérbýlahverfi getur veitukerfið verið allt að 17 metrar á hvert hús. Kílómetri af veitulögnum kostar rúmlega þrettán hundruð milljónir, 100 metrar kosta 130 milljónir, 10 metrar kosta þrettán milljónir króna. Samtals fjárfesting í nýja hverfinu getur numið allt að 40 milljónum króna á hverja íbúð þegar horft er til fjárfestingar í gatna- og veitugerð, skóla-, íþrótta- og menningarhúss. Hver á að bera þennan kostnað? Verktakinn, kaupandinn eða við hin sem búum í borginni? Ódýrara fyrir samfélagið að byggja þétt Við Hlíðarenda hefur risið þétt og blómleg byggð, hverfið er enn að stækka og gera má ráð fyrir 1.700 íbúðir verði byggðar þegar sú uppbygging sem ráðgerð er klárast. Gatnakerfið er um tveir kílómetrar og hverfið þarf uppbyggingu tengt leik- og grunnskóla sem felur í sér samtals fjárfestingu upp á um 11 milljarða króna. Fyrir í hverfinu er sundlaug, baðströnd við Nauthólsvík, íþróttamannvirki Vals, menningarhús í miðbænum. Aðgengi er gott að grænum svæðum eins og Perlufestinni í Öskjuhlíð, strandlengjunni, blómaskrúða Hljómskálagarðsins og töfrum Klambratúns. Hverfið tengist neti göngu- og hjólastíga að ógleymdri Borgarlínu. Ef við deilum þessum kostnaði samfélagsins við nýju innviðina í hverfinu niður á fjölda íbúða kemur í ljós að kostnaðurinn á hverja íbúð er tæplega 11 milljónir, í stað 40 milljóna í hverfi sem byggist frá grunni í jaðri byggðarinnar. Þarna er gat upp á 29 milljónir króna á hverja íbúð sem greiddur er af sameignlegum sjóðum borgabúa. Hádegisverðurinn er ekki ókeypis Það er ekkert til sem heitir ódýrar lóðir. Það er ekki ódýrara að brjóta nýtt land í jaðri byggðar. Það er ekki ódýrara að þenja út vaxtamörkin. Það er mun dýrara fyrir íbúa í Reykjavík, fyrir útsvarsgreiðendur í borginni, fyrir mannlífið í borginni að þenja út byggð. Það er mun hagkvæmara fyrir samfélagið okkar að byggja inn á við, að byggja þétta blómlega, fjölbreytta byggð og reyna eftir mætti að nýta þá innviði sem fyrir eru betur. Við þurfum að tryggja að dýrustu samfélagslegu sameignlegu gæði okkar allra séu nýtt á sem hagkvæmastan hátt. Hádegisverðurinn er nefnilega aldrei ókeypis, það borgar alltaf einhver fyrir gæðin rétt eins og frjálshyggjumaðurinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur margoft bent á en bara sumir af flokksfélögum hans í Sjálfstæðisflokknum hafa áttað sig á því en ekki öll. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun