Bensínstöðvardíll og Birkimelur Helgi Áss Grétarsson skrifar 30. maí 2025 18:32 Um langt skeið hefur það verið mantra vinstri-meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur að selja byggingarheimildir á lóðum borgarinnar á háu verði til almennra uppbyggingaraðila. Í júní 2021 var hins vegar frá þessu brugðið þegar gengið var til samninga við þrjú stærstu olíufélögin, N1, Olís og Skeljung, um að félögin myndu hætta að reka bensínstöðvar á tilteknum lóðum borgarinnar en á móti myndu félögin, að loknu deiliskipulagsferli, fá að byggja fjölbýlishús á lóðunum án þess að greiða byggingarréttargjöld. Gjafagjörningur eða eðlileg nauðsyn? Sumir telja afgreiðslu borgarráðs hinn 24. júní 2021 á bensínstöðvarlóðasamningunum vera gjafagerning í þágu eigenda olíufélaganna á meðan aðrir telja að samningarnir hafi verið nauðsynlegir til að flýta fyrir íbúðaruppbyggingu í höfuðborginni. Sama hvaða skoðun menn aðhyllast í þessum efnum þá fara uppbyggingaraðilar ekki með skipulagsvald í Reykjavík, það vald er á hendi kjörinna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur. Á þetta grundvallaratriði er minnst þar eð 22. maí síðastliðinn var auglýst tillaga um nýtt deiliskipulag á Birkimel 1 í 107 Reykjavík, en sú lóð féll undir einn áðurnefndra bensínstöðvarlóðasamninga. Um Birkimelslóðina og deiliskipulagstillöguna Þegar bensínstöðvarlóðasamningar Reykjavíkurborgar og olíufélaganna voru gerðir í júní 2021 var í gildi lóðarleigusamningur um Birkimel 1 sem skyldi renna út í ársbyrjun 2045. Leigutaki lóðarinnar var Skeljungur hf. en síðar varð það félag hluti af SKEL fjárfestingarfélagi. Eitt dótturfélaga SKELs, Orkan, rekur bensínstöð og verslun á Birkimel 1. Samkvæmt fréttaskýringu í Viðskiptablaði Morgunblaðsins 11. janúar 2023 seldi SKEL lóðarleiguréttindi sín að Birkimel 1 til REIR Þróunar fyrir 400 milljónir króna en jafnframt var tekið fram að SKEL ætti helmingshlut í REIR Þróun á móti helmingseignarhaldi „hjónanna í REIR Verk“. Á heimasíðu SKEL segir að í félaginu REIR Þróun séu „áhugaverðar þróunareignir á mismunandi stigum með áherslu á íbúðarhúsnæði“ (sjá https://skel.is/eignasafn/reir-þroun, skoðuð 30. maí 2025). Á þessa eignasögu er minnst þar eð Reir Þróun hefur á sinn kostnað látið vinna áðurnefnda deiliskipulagstillögu að Birkimel 1. Samkvæmt tillögunni á að rísa 42 íbúða fjölbýlishús á lóðinni með samtals 6 bílastæðum í bílakjallara. Með tillögunni fylgir samgöngumat, dags. 14. mars 2025, og er það upplýsandi um þau gildi sem öll tillagan er reist á en þau gildi má orða með eftirfarandi hætti: „Þetta fjölbýlishús byggir á hinum eftirsóknarverða bíllausa lífstíl og nágrannar þurfa ekki óttast um að íbúar hússins muni sækjast eftir því að fá að nota bílastæði þeirra“. Athugasemdarfrestur er til 22. júlí 2025 Að öllu gamni slepptu geta hagaaðilar, svo sem forsvarsmenn mennta- og menningarstofnana í nágrenninu, komið athugasemdum á framfæri við fyrirliggjandi skipulagstillögu á skipulagsgatt.is. Fresturinn til að skila inn athugasemdum er til 22. júlí næstkomandi. Mikil þörf er á að sem flestir taki þátt í því ferli að móta skipulag svæðis tengt Háskóla Íslands, enda ætti það umhverfi að vera heimavöllur heilbrigðrar skynsemi í skipulags- og samgöngumálum. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Um langt skeið hefur það verið mantra vinstri-meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur að selja byggingarheimildir á lóðum borgarinnar á háu verði til almennra uppbyggingaraðila. Í júní 2021 var hins vegar frá þessu brugðið þegar gengið var til samninga við þrjú stærstu olíufélögin, N1, Olís og Skeljung, um að félögin myndu hætta að reka bensínstöðvar á tilteknum lóðum borgarinnar en á móti myndu félögin, að loknu deiliskipulagsferli, fá að byggja fjölbýlishús á lóðunum án þess að greiða byggingarréttargjöld. Gjafagjörningur eða eðlileg nauðsyn? Sumir telja afgreiðslu borgarráðs hinn 24. júní 2021 á bensínstöðvarlóðasamningunum vera gjafagerning í þágu eigenda olíufélaganna á meðan aðrir telja að samningarnir hafi verið nauðsynlegir til að flýta fyrir íbúðaruppbyggingu í höfuðborginni. Sama hvaða skoðun menn aðhyllast í þessum efnum þá fara uppbyggingaraðilar ekki með skipulagsvald í Reykjavík, það vald er á hendi kjörinna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur. Á þetta grundvallaratriði er minnst þar eð 22. maí síðastliðinn var auglýst tillaga um nýtt deiliskipulag á Birkimel 1 í 107 Reykjavík, en sú lóð féll undir einn áðurnefndra bensínstöðvarlóðasamninga. Um Birkimelslóðina og deiliskipulagstillöguna Þegar bensínstöðvarlóðasamningar Reykjavíkurborgar og olíufélaganna voru gerðir í júní 2021 var í gildi lóðarleigusamningur um Birkimel 1 sem skyldi renna út í ársbyrjun 2045. Leigutaki lóðarinnar var Skeljungur hf. en síðar varð það félag hluti af SKEL fjárfestingarfélagi. Eitt dótturfélaga SKELs, Orkan, rekur bensínstöð og verslun á Birkimel 1. Samkvæmt fréttaskýringu í Viðskiptablaði Morgunblaðsins 11. janúar 2023 seldi SKEL lóðarleiguréttindi sín að Birkimel 1 til REIR Þróunar fyrir 400 milljónir króna en jafnframt var tekið fram að SKEL ætti helmingshlut í REIR Þróun á móti helmingseignarhaldi „hjónanna í REIR Verk“. Á heimasíðu SKEL segir að í félaginu REIR Þróun séu „áhugaverðar þróunareignir á mismunandi stigum með áherslu á íbúðarhúsnæði“ (sjá https://skel.is/eignasafn/reir-þroun, skoðuð 30. maí 2025). Á þessa eignasögu er minnst þar eð Reir Þróun hefur á sinn kostnað látið vinna áðurnefnda deiliskipulagstillögu að Birkimel 1. Samkvæmt tillögunni á að rísa 42 íbúða fjölbýlishús á lóðinni með samtals 6 bílastæðum í bílakjallara. Með tillögunni fylgir samgöngumat, dags. 14. mars 2025, og er það upplýsandi um þau gildi sem öll tillagan er reist á en þau gildi má orða með eftirfarandi hætti: „Þetta fjölbýlishús byggir á hinum eftirsóknarverða bíllausa lífstíl og nágrannar þurfa ekki óttast um að íbúar hússins muni sækjast eftir því að fá að nota bílastæði þeirra“. Athugasemdarfrestur er til 22. júlí 2025 Að öllu gamni slepptu geta hagaaðilar, svo sem forsvarsmenn mennta- og menningarstofnana í nágrenninu, komið athugasemdum á framfæri við fyrirliggjandi skipulagstillögu á skipulagsgatt.is. Fresturinn til að skila inn athugasemdum er til 22. júlí næstkomandi. Mikil þörf er á að sem flestir taki þátt í því ferli að móta skipulag svæðis tengt Háskóla Íslands, enda ætti það umhverfi að vera heimavöllur heilbrigðrar skynsemi í skipulags- og samgöngumálum. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun