Ójafnvægið sem heimurinn býr við – og skellur á Bakka Erna Bjarnadóttir skrifar 30. maí 2025 21:30 Undirliggjandi ójafnvægi í alþjóðaviðskiptum hefur á síðustu áratugum orðið kerfisbundið. Afleiðingarnar eru ekki lengur aðeins efnahagslegar – þær hafa sífellt skýrari pólitísk áhrif. Þessi þróun birtist í viðvarandi hallarekstri stórvelda, viðskiptadeilum og spennu í aðfangakeðjum. Í grein sem birtist í Klassekampen 21. maí 2025 dregur norski hagfræðingurinn Anton Smedshaug fram þessar brotalamir – og varpar fram spurningunni hvort alþjóðaviðskiptakerfið byggi raunverulega á stoðum eða einungis trausti sem er farið að rofna. Viðvarandi viðskiptahalli og forréttindastaða Bandaríkjanna Bandaríska hagkerfið hefur um áratugaskeið verið rekið með viðvarandi viðskiptahalla. Slíkt hefði verið ómögulegt í flestum öðrum ríkjum, en Bandaríkin njóta sérstöðu vegna stöðu Bandaríkjadals sem er gjaldmiðill alþjóðaviðskipta. Þessi staða gerir þeim kleift að fjármagna hallann með prentun eigin gjaldmiðils – án þess að mæta þeim afleiðingum sem önnur ríki þurfa að standa undir. Afleiðingarnar eru þó geigvænlegar þegar á hóminn er komið: ósjálfbært neyslumynstur hefur byggst upp, innlend framleiðsla dregst saman og alþjóðlegt ójafnvægi í viðskiptum magnast upp með víðtækum áhrifum. Viðskiptaafgangur og undirliggjandi spenna Smedshaug bendir jafnframt á að ábyrgðin liggi ekki aðeins hjá ríkjum með viðskiptahalla. Ríki eins og Kína, Þýskaland og Japan, sem halda uppi viðvarandi viðskiptaafgangi og byggja sinn efnahagsvöxt á stöðugri eftirspurn frá öðrum löndum sem sjálf eru rekin með viðskiptahalla – og gera þannig ójafnvægið varanlegt. Þetta fyrirkomulag er ekki sjálfbært – það hvílir á varanlegu ójafnvægi sem stuðlar að viðskiptadeilum, gengisóstöðugleika og pólitískri spennu. Valdahlutföll og efnislegur grunnur – sem hverfur Vesturlönd hafa í dag mjög takmarkað aðgengi að málmum og öðrum hráefnum sem áður mynduðu grunn efnahagslegs og hernaðarlegs styrks. Í stað þess að byggja á efnislegum auðlindum, byggist völd nú í vaxandi mæli á fjármálakerfum sem halda sér uppi með skuldasöfnun og trausti á gjaldmiðlum sem ekki hafa beina tengingu við raunveruleg verðmæti. Þar sem alþjóðaviðskiptakerfið hvílir á trausti fremur en efnislegum stoðum, verður það viðkvæmt fyrir óróa ef trúin brestur – og það getur leitt til víðtækrar óvissu og óstöðugleika í samskiptum ríkja. Undir slíkum kringumstæðum grípa stórveldi gjarnan til skammtímaráðstafana í stað kerfisbreytinga. Hér er nærtækasta dæmið einmitt að finna í skammtalækningum Bandaríkjaforseta nú um stundir – þar sem tollar, þrýstingur á bandalagsríki og úrsagnir úr alþjóðasamstarfi eru notaðar í stað þess að ráðast að rótum vandans. Græn umbreyting – með hráefnaskorti að baki Orkuskipti og græn umbreyting – hvort sem þau snúast um rafbíla, sólarrafhlöður eða vindmyllur – krefjast aðgangs að hráefnum eins og lithium, kobolti, sjaldgæfum jarðmálmum og hágæða málmblöndum. Slíkar auðlindir eru að mestu leyti staðsettar utan Vesturlanda, og eru undir stjórn ríkja sem beita þeim í auknum mæli sem pólitískum áhrifatækjum. Þetta veldur því að jafnvel lönd með hreina orku og aðstöðu til framleiðslu – eins og Ísland – verða háð dýrum og ótryggum aðföngum erlendis frá. Og þá komum við að Bakka Stöðvun rekstrar PC Silicon á Bakka við Húsavík er áþreifanlegt dæmi um það hvernig óstöðugleiki í alþjóðaviðskiptum smitast beint inn í íslenskan veruleika. Fyrirtækið framleiddi kísil, mikilvægt hráefni í framleiðslu á sérhæfðu áli fyrir rafbíla og orkukerfi sem byggja á endurnýjanlegum orkugjöfum – m.a. fyrir rafhlöður og sólarsellur. Þrátt fyrir að Ísland bjóði upp á hagkvæma, endurnýjanlega orku og trausta innviði, reyndist erfitt að halda úti arðbærri starfsemi við breytilegar markaðsaðstæður og samkeppni á alþjóðavísu. Ísland, auðlindir og aðfangakeðjur Fyrir Ísland skiptir ekki aðeins máli hvernig við nýtum okkar auðlindir – heldur einnig hvernig við staðsetjum okkur í heimi þar sem aðgangur að hráefnum, tækni og viðskiptatengslum mótast af valdatafli á alþjóðavísu. Þeir sem ætla sér að leiða orkuskipti og græna uppbyggingu þurfa ekki bara orku – heldur einnig að tryggja stöðu innan aðfangakeðja sem eru bæði óstöðugar og pólitískt viðkvæmar. Í slíku samhengi er ekki nóg að ræða tækifæri innan einstakra samninga eða markaða. Spurningin er sú: hvernig tryggjum við efnislegan grunn sjálfbærrar framtíðar? Höfundur er hagfræðingur og húsmóðir í Hveragerði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Undirliggjandi ójafnvægi í alþjóðaviðskiptum hefur á síðustu áratugum orðið kerfisbundið. Afleiðingarnar eru ekki lengur aðeins efnahagslegar – þær hafa sífellt skýrari pólitísk áhrif. Þessi þróun birtist í viðvarandi hallarekstri stórvelda, viðskiptadeilum og spennu í aðfangakeðjum. Í grein sem birtist í Klassekampen 21. maí 2025 dregur norski hagfræðingurinn Anton Smedshaug fram þessar brotalamir – og varpar fram spurningunni hvort alþjóðaviðskiptakerfið byggi raunverulega á stoðum eða einungis trausti sem er farið að rofna. Viðvarandi viðskiptahalli og forréttindastaða Bandaríkjanna Bandaríska hagkerfið hefur um áratugaskeið verið rekið með viðvarandi viðskiptahalla. Slíkt hefði verið ómögulegt í flestum öðrum ríkjum, en Bandaríkin njóta sérstöðu vegna stöðu Bandaríkjadals sem er gjaldmiðill alþjóðaviðskipta. Þessi staða gerir þeim kleift að fjármagna hallann með prentun eigin gjaldmiðils – án þess að mæta þeim afleiðingum sem önnur ríki þurfa að standa undir. Afleiðingarnar eru þó geigvænlegar þegar á hóminn er komið: ósjálfbært neyslumynstur hefur byggst upp, innlend framleiðsla dregst saman og alþjóðlegt ójafnvægi í viðskiptum magnast upp með víðtækum áhrifum. Viðskiptaafgangur og undirliggjandi spenna Smedshaug bendir jafnframt á að ábyrgðin liggi ekki aðeins hjá ríkjum með viðskiptahalla. Ríki eins og Kína, Þýskaland og Japan, sem halda uppi viðvarandi viðskiptaafgangi og byggja sinn efnahagsvöxt á stöðugri eftirspurn frá öðrum löndum sem sjálf eru rekin með viðskiptahalla – og gera þannig ójafnvægið varanlegt. Þetta fyrirkomulag er ekki sjálfbært – það hvílir á varanlegu ójafnvægi sem stuðlar að viðskiptadeilum, gengisóstöðugleika og pólitískri spennu. Valdahlutföll og efnislegur grunnur – sem hverfur Vesturlönd hafa í dag mjög takmarkað aðgengi að málmum og öðrum hráefnum sem áður mynduðu grunn efnahagslegs og hernaðarlegs styrks. Í stað þess að byggja á efnislegum auðlindum, byggist völd nú í vaxandi mæli á fjármálakerfum sem halda sér uppi með skuldasöfnun og trausti á gjaldmiðlum sem ekki hafa beina tengingu við raunveruleg verðmæti. Þar sem alþjóðaviðskiptakerfið hvílir á trausti fremur en efnislegum stoðum, verður það viðkvæmt fyrir óróa ef trúin brestur – og það getur leitt til víðtækrar óvissu og óstöðugleika í samskiptum ríkja. Undir slíkum kringumstæðum grípa stórveldi gjarnan til skammtímaráðstafana í stað kerfisbreytinga. Hér er nærtækasta dæmið einmitt að finna í skammtalækningum Bandaríkjaforseta nú um stundir – þar sem tollar, þrýstingur á bandalagsríki og úrsagnir úr alþjóðasamstarfi eru notaðar í stað þess að ráðast að rótum vandans. Græn umbreyting – með hráefnaskorti að baki Orkuskipti og græn umbreyting – hvort sem þau snúast um rafbíla, sólarrafhlöður eða vindmyllur – krefjast aðgangs að hráefnum eins og lithium, kobolti, sjaldgæfum jarðmálmum og hágæða málmblöndum. Slíkar auðlindir eru að mestu leyti staðsettar utan Vesturlanda, og eru undir stjórn ríkja sem beita þeim í auknum mæli sem pólitískum áhrifatækjum. Þetta veldur því að jafnvel lönd með hreina orku og aðstöðu til framleiðslu – eins og Ísland – verða háð dýrum og ótryggum aðföngum erlendis frá. Og þá komum við að Bakka Stöðvun rekstrar PC Silicon á Bakka við Húsavík er áþreifanlegt dæmi um það hvernig óstöðugleiki í alþjóðaviðskiptum smitast beint inn í íslenskan veruleika. Fyrirtækið framleiddi kísil, mikilvægt hráefni í framleiðslu á sérhæfðu áli fyrir rafbíla og orkukerfi sem byggja á endurnýjanlegum orkugjöfum – m.a. fyrir rafhlöður og sólarsellur. Þrátt fyrir að Ísland bjóði upp á hagkvæma, endurnýjanlega orku og trausta innviði, reyndist erfitt að halda úti arðbærri starfsemi við breytilegar markaðsaðstæður og samkeppni á alþjóðavísu. Ísland, auðlindir og aðfangakeðjur Fyrir Ísland skiptir ekki aðeins máli hvernig við nýtum okkar auðlindir – heldur einnig hvernig við staðsetjum okkur í heimi þar sem aðgangur að hráefnum, tækni og viðskiptatengslum mótast af valdatafli á alþjóðavísu. Þeir sem ætla sér að leiða orkuskipti og græna uppbyggingu þurfa ekki bara orku – heldur einnig að tryggja stöðu innan aðfangakeðja sem eru bæði óstöðugar og pólitískt viðkvæmar. Í slíku samhengi er ekki nóg að ræða tækifæri innan einstakra samninga eða markaða. Spurningin er sú: hvernig tryggjum við efnislegan grunn sjálfbærrar framtíðar? Höfundur er hagfræðingur og húsmóðir í Hveragerði
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun