„Ég fæ ekki á broddinn nema Knicks vinni“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 31. maí 2025 17:01 Kylie Jenner dáist hér að sínum manni, Timothee Chalamet, sem fylgist spenntur með gangi mála í MSG-höllinni. Getty Athafnakonan Kylie Jenner og leikarinn Timothee Chalamet eru eitt heitasta par Hollywood í dag. Jenner gaf í vikunni óvænta og spaugilega innsýn inn í kynlífið með Chalamet sem er dyggur stuðningsmaður New York Knicks. Chalamet og Jenner, sem á tvö börn með rapparanum Travis Scott, byrjuðu að slá sér upp 2023 og hefur Jenner lagt mikið upp úr því að þau fái ró og næði frá fjölmiðlum. Undanfarna mánuði hafa þau þó æ aftur sést saman á opinberum viðburðum þar sem þau sýna hvort öðru mikla nánd og hlýju. Chalamet heldur með körfuboltaliðinu New York Knicks sem er komið alla leið í undanúrslit NBA-úrslitakeppninnar. Þar keppir liðið við Indiana Pacers um að mæta Oklahoma City Thunder í úrslitum. Chalamet hefur verið duglegur að sækja leiki Knicks-liðsins, situr ávallt á fremsta bekk og síðustu leiki hefur Jenner komið með honum á leikina. Á fimmtudaginn hjúfruðu þau sig hvort upp að öðru á fremsta bekk í Madison Square Garden þegar Knicks unnu Pacers í fimmta leik rimmunnar. Eftir leik endurbirti Jenner svo TikTok-klippu úr sjónvarpsþáttunum Sex and the City og taldi fólk næsta víst að þar væri Jenner að afhjúpa sjálfa sig. @streamonmax Let’s get a win for Samantha, @New York Knicks. #SATC #SexandtheCity #SamanthaJones #CarrieBradshaw #KimCattrall #SarahJessicaParker #Knicks #NBAPlayoffs #HBO ♬ original sound - Max Í klippunni má sjá Carrie Bradshaw (leikna af Söruh Jessicu Parker) spyrja vinkonu sína Samönthu Jones (sem er leikin af Kim Cattrall) af hverju þær séu að horfa á körfuboltaleik í sjónvarpinu. Samantha útskýrir þá að núverandi kærasti hennar sé með íþróttina á heilanum. „Ég fæ ekki á broddinn nema Knicks vinni,“ bætir Samantha svo við. Knicks þurfa að vinna tvo leiki í viðbót til að sigra Pacers í rimmunni og komast í úrslit. Jenner og Chalamet vona auðvitað að svo verði. Hollywood Bandaríkin NBA Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
Chalamet og Jenner, sem á tvö börn með rapparanum Travis Scott, byrjuðu að slá sér upp 2023 og hefur Jenner lagt mikið upp úr því að þau fái ró og næði frá fjölmiðlum. Undanfarna mánuði hafa þau þó æ aftur sést saman á opinberum viðburðum þar sem þau sýna hvort öðru mikla nánd og hlýju. Chalamet heldur með körfuboltaliðinu New York Knicks sem er komið alla leið í undanúrslit NBA-úrslitakeppninnar. Þar keppir liðið við Indiana Pacers um að mæta Oklahoma City Thunder í úrslitum. Chalamet hefur verið duglegur að sækja leiki Knicks-liðsins, situr ávallt á fremsta bekk og síðustu leiki hefur Jenner komið með honum á leikina. Á fimmtudaginn hjúfruðu þau sig hvort upp að öðru á fremsta bekk í Madison Square Garden þegar Knicks unnu Pacers í fimmta leik rimmunnar. Eftir leik endurbirti Jenner svo TikTok-klippu úr sjónvarpsþáttunum Sex and the City og taldi fólk næsta víst að þar væri Jenner að afhjúpa sjálfa sig. @streamonmax Let’s get a win for Samantha, @New York Knicks. #SATC #SexandtheCity #SamanthaJones #CarrieBradshaw #KimCattrall #SarahJessicaParker #Knicks #NBAPlayoffs #HBO ♬ original sound - Max Í klippunni má sjá Carrie Bradshaw (leikna af Söruh Jessicu Parker) spyrja vinkonu sína Samönthu Jones (sem er leikin af Kim Cattrall) af hverju þær séu að horfa á körfuboltaleik í sjónvarpinu. Samantha útskýrir þá að núverandi kærasti hennar sé með íþróttina á heilanum. „Ég fæ ekki á broddinn nema Knicks vinni,“ bætir Samantha svo við. Knicks þurfa að vinna tvo leiki í viðbót til að sigra Pacers í rimmunni og komast í úrslit. Jenner og Chalamet vona auðvitað að svo verði.
Hollywood Bandaríkin NBA Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira