Fjárfestavernd sem gengur of langt? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar 4. júní 2025 08:31 Þann 1. janúar 2023 varð skylda fyrir sjóði að gera lykilupplýsingaskjöl (e. Key information document, skammtafað KID) í samræmi við PRIIPS reglugerð Evrópusambandsins fyrir almenna fjárfesta. Þessi reglugerð á að auka vernd fyrir almenna fjárfesta og auðvelda þeim að bera saman mismunandi sjóði. Eftir breytinguna geta almennir fjárfestar t.d. ekki lengur fjárfest í kauphallarsjóðum (ETFs) skráðum í Bandaríkjunum sem margir nýttu sér t.d. í gegnum Saxo Bank. Samkvæmt KID þurfa sjóðir að sýna hver niðurstaðan yrði samkvæmt fjórum sviðsmyndum sem almennt eru byggðar á tölum úr fortíð. Slík framsetning er vandkvæðum bundin fyrir bandaríska sjóði vegna reglna þarlendis. Ávöxtun í fortíð er ekki vísbending um ávöxtun í framtíð og því takmarkað gagn af þessum sviðsmyndum. Þessar kröfur í regluverkinu eru því miður vanhugsaðar. Krafan um íslensku Almennir fjárfestar geta fjárfest í kauphallarsjóðum sem birta KID skjal í samræmi við Evrópureglurnar og fylgja t.d. S&P500 vísitölunni. Mörg bandarísk sjóðastýringafyrirtæki eru með dótturfélög í Evrópu og falla undir Evrópureglurnar og geta þá sýnt þessar fjórar sviðsmyndir. Þau og evrópsku sjóðastýringafyrirtækin gera því mörg hver slíkt KID skjal fyrir almenna fjárfesta. Hins vegar kveða reglurnar á um að KID skjalið skuli vera á því tungumáli sem viðurkennt er í hverju landi fyrir sig. Erlendir kauphallarsjóðir hafa ekki gefið út KID skjöl á íslensku og því eru þeir nú lokaðir almennum fjárfestum á Íslandi. Ísland hefur ekki viðurkennt ensku sem tungumál í þessu samhengi en heimild er fyrir slíku í regluverkinu og hafa einhver lönd í Evrópu nýtt sér það. Flestir Íslendingar eru fullfærir um að skilja ensku nægilega vel til að geta kynnt sér upplýsingaefni um sjóði með fullnægjandi hætti á því tungumáli. Aðgengi að þessum sjóðum yrði hagfellt fyrir almenna fjárfesta og með því að viðurkenna ensku gætu stjórnvöld aukið aðgengi að þeim fyrir almenna fjárfesta á Íslandi. Til að setja hlutina í samhengi má geta þess að Alvotech birtir t.d. ekki ársreikning á íslensku en almennir fjárfestar mega kaupa hlutabréf í því fyrirtæki en geta í nafni verndar ekki keypt í S&P500 kauphallarsjóði sem er dreifður á um 500 fyrirtæki. Það að vernda almenna fjárfesta er í sjálfu sér rökrétt en útfærslan og afleiðingarnar af því skipta máli. Almennir fjárfestar geta óskað eftir því að flokkun þeirra sé breytt í fagfjárfesti ef þeir uppfylla ákveðin skilyrði en við það missa almennir fjárfestar ákveðna vernd. Þá gætu þeir fjárfest í Kauphallarsjóðum sem birta ekki KID en vegna skilyrða sem þarf að uppfylla er þessi leið torfær fyrir marga almenna fjárfesta. Höfundur er fjármálaráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldvin Ingi Sigurðsson Fjármál heimilisins Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 1. janúar 2023 varð skylda fyrir sjóði að gera lykilupplýsingaskjöl (e. Key information document, skammtafað KID) í samræmi við PRIIPS reglugerð Evrópusambandsins fyrir almenna fjárfesta. Þessi reglugerð á að auka vernd fyrir almenna fjárfesta og auðvelda þeim að bera saman mismunandi sjóði. Eftir breytinguna geta almennir fjárfestar t.d. ekki lengur fjárfest í kauphallarsjóðum (ETFs) skráðum í Bandaríkjunum sem margir nýttu sér t.d. í gegnum Saxo Bank. Samkvæmt KID þurfa sjóðir að sýna hver niðurstaðan yrði samkvæmt fjórum sviðsmyndum sem almennt eru byggðar á tölum úr fortíð. Slík framsetning er vandkvæðum bundin fyrir bandaríska sjóði vegna reglna þarlendis. Ávöxtun í fortíð er ekki vísbending um ávöxtun í framtíð og því takmarkað gagn af þessum sviðsmyndum. Þessar kröfur í regluverkinu eru því miður vanhugsaðar. Krafan um íslensku Almennir fjárfestar geta fjárfest í kauphallarsjóðum sem birta KID skjal í samræmi við Evrópureglurnar og fylgja t.d. S&P500 vísitölunni. Mörg bandarísk sjóðastýringafyrirtæki eru með dótturfélög í Evrópu og falla undir Evrópureglurnar og geta þá sýnt þessar fjórar sviðsmyndir. Þau og evrópsku sjóðastýringafyrirtækin gera því mörg hver slíkt KID skjal fyrir almenna fjárfesta. Hins vegar kveða reglurnar á um að KID skjalið skuli vera á því tungumáli sem viðurkennt er í hverju landi fyrir sig. Erlendir kauphallarsjóðir hafa ekki gefið út KID skjöl á íslensku og því eru þeir nú lokaðir almennum fjárfestum á Íslandi. Ísland hefur ekki viðurkennt ensku sem tungumál í þessu samhengi en heimild er fyrir slíku í regluverkinu og hafa einhver lönd í Evrópu nýtt sér það. Flestir Íslendingar eru fullfærir um að skilja ensku nægilega vel til að geta kynnt sér upplýsingaefni um sjóði með fullnægjandi hætti á því tungumáli. Aðgengi að þessum sjóðum yrði hagfellt fyrir almenna fjárfesta og með því að viðurkenna ensku gætu stjórnvöld aukið aðgengi að þeim fyrir almenna fjárfesta á Íslandi. Til að setja hlutina í samhengi má geta þess að Alvotech birtir t.d. ekki ársreikning á íslensku en almennir fjárfestar mega kaupa hlutabréf í því fyrirtæki en geta í nafni verndar ekki keypt í S&P500 kauphallarsjóði sem er dreifður á um 500 fyrirtæki. Það að vernda almenna fjárfesta er í sjálfu sér rökrétt en útfærslan og afleiðingarnar af því skipta máli. Almennir fjárfestar geta óskað eftir því að flokkun þeirra sé breytt í fagfjárfesti ef þeir uppfylla ákveðin skilyrði en við það missa almennir fjárfestar ákveðna vernd. Þá gætu þeir fjárfest í Kauphallarsjóðum sem birta ekki KID en vegna skilyrða sem þarf að uppfylla er þessi leið torfær fyrir marga almenna fjárfesta. Höfundur er fjármálaráðgjafi.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar