Forstjórinn stígur fram Örn Pálsson skrifar 3. júní 2025 08:32 Það vakti athygli meðal félagsmanna í LS hversu frumvarp Hönnu Katrínar Friðrikssonar atvinnuvegaráðherra kveikti sjálfbærnibálið hjá Hafrannsóknastofnun. Forstjórinn sté fram og sagði í viðtali við Morgunblaðið 30. maí „nýtt frumvarp atvinnuvegaráðherra ekki vera í samræmi við þá aflareglu sem hafi verið í gildi síðastliðin ár. Hann telur jafnframt líklegt að breytingar ýti undir ósjálfbærar veiðar.“. Ekki góð skilaboð til ráðherrans sem staðráðinn er í að tryggja 48 daga til strandveiða. Að undanförnu hafa vonbrigði meðal sjómanna og útgerða aukist með hversu lítt hefur tekist að auka veiðiheimildir einstakra nytjastofna. Þorskurinn er þar gjarnan nefndur, þó margir álíti að meira hefði mátt veiða á undanförnum árum heldur en Hafró ráðlagði stjórnvöldum. Bágt ástand hans í byrjun níunda áratugar leiddi til þess fiskveiðistjórnarkerfis sem við búum við. Ráðist var í niðurskurð á leyfilegum afla í því skyni að byggja stofninn upp og auka í kjölfarið veiðiheimildir. Deilt er um hvernig til hefur tekist. Hver væri staðan ef niðurskurðarhnífnum hefði ekki verið beitt? Væri ástandið betra ef ekki hefði verið ákveðið að fylgja ráðgjöf stofnunarinnar sem byggir að mestu leyti á niðurstöðum árlegra mælinga af veiðum með botntrolli í mars? Veitt er á fyrirfram ákveðnum stöðum og vinna vísindamenn Hafrannsóknastofnunar úr aflanum. Til að gefa lesanda betri innsýn fylgir hér graf sem sýnir ráðgjöf Hafró og afla. Tímabilið spannar næstum yfir hálfa öld, frá 1976 til og með fiskveiðiárinu 2023/2024. Meðal þess sem þarna kemur fram: Ráðlagður heildarafli fór úr 450 þúsund tonnum árið 1982 niður í 200 þúsund tonn árið 1984. Aflinn var undir ráðgjöf fyrstu tvö ár þessara þriggja ára, en nokkuð yfir á einu. Tímabilið 1985 – 1990 var veitt hressilega umfram ráðgjöf án þess að Hafrannsóknastofnun sæi ástæðu til að draga mismuninn frá ári síðar Fiskveiðiárin 2008/2009 og 2009/2010 var einnig veitt umfram ráðgjöf og þá var ekki að sjá að það hefði áhrif. Hún hækkaði á þeim árum og árin á eftir. Eins og grafið ber með sér hefur tekist að stemma heildarafla við ráðgjöfina. Þegar tekin eru sl. 10 ár munar aðeins þremur prósentum sem aflinn er umfram ráðgjöf. Aflaregla miðast í stórum dráttum við að heildarafli sé fimmtungur af stærð veiðistofns. Meðaltal hans á þessum árum er rúmlega 1,1 milljón tonn, þannig að 225 þús. tonn væri því leyfilegt heildaraflamagn ár hvert. Þrjú prósentin, eins og verið hefur, hækka hlutfallið um 0,6% af árlegum veiðistofni á yfirstandandi ári. Þegar greinarhöfundur horfir til þessara talna útfrá viðbrögðum sem fram koma í upphafi greinarinnar, er hann ósammála að frumvarpið ýti undir ósjálfbærar veiðar. Aflareglu getur ríkisstjórnin breytt með einu pennastriki. Frumvarpið mun ekki á nokkurn hátt hafa áhrif á áframhaldandi „uppbyggingu“ þorskstofnsins. Atvinnuvegaráðherra er á engan hátt að ýta undir ósjálfbærar veiðar með því að tryggja 48 daga til strandveiða. Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Strandveiðar Hafrannsóknastofnun Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það vakti athygli meðal félagsmanna í LS hversu frumvarp Hönnu Katrínar Friðrikssonar atvinnuvegaráðherra kveikti sjálfbærnibálið hjá Hafrannsóknastofnun. Forstjórinn sté fram og sagði í viðtali við Morgunblaðið 30. maí „nýtt frumvarp atvinnuvegaráðherra ekki vera í samræmi við þá aflareglu sem hafi verið í gildi síðastliðin ár. Hann telur jafnframt líklegt að breytingar ýti undir ósjálfbærar veiðar.“. Ekki góð skilaboð til ráðherrans sem staðráðinn er í að tryggja 48 daga til strandveiða. Að undanförnu hafa vonbrigði meðal sjómanna og útgerða aukist með hversu lítt hefur tekist að auka veiðiheimildir einstakra nytjastofna. Þorskurinn er þar gjarnan nefndur, þó margir álíti að meira hefði mátt veiða á undanförnum árum heldur en Hafró ráðlagði stjórnvöldum. Bágt ástand hans í byrjun níunda áratugar leiddi til þess fiskveiðistjórnarkerfis sem við búum við. Ráðist var í niðurskurð á leyfilegum afla í því skyni að byggja stofninn upp og auka í kjölfarið veiðiheimildir. Deilt er um hvernig til hefur tekist. Hver væri staðan ef niðurskurðarhnífnum hefði ekki verið beitt? Væri ástandið betra ef ekki hefði verið ákveðið að fylgja ráðgjöf stofnunarinnar sem byggir að mestu leyti á niðurstöðum árlegra mælinga af veiðum með botntrolli í mars? Veitt er á fyrirfram ákveðnum stöðum og vinna vísindamenn Hafrannsóknastofnunar úr aflanum. Til að gefa lesanda betri innsýn fylgir hér graf sem sýnir ráðgjöf Hafró og afla. Tímabilið spannar næstum yfir hálfa öld, frá 1976 til og með fiskveiðiárinu 2023/2024. Meðal þess sem þarna kemur fram: Ráðlagður heildarafli fór úr 450 þúsund tonnum árið 1982 niður í 200 þúsund tonn árið 1984. Aflinn var undir ráðgjöf fyrstu tvö ár þessara þriggja ára, en nokkuð yfir á einu. Tímabilið 1985 – 1990 var veitt hressilega umfram ráðgjöf án þess að Hafrannsóknastofnun sæi ástæðu til að draga mismuninn frá ári síðar Fiskveiðiárin 2008/2009 og 2009/2010 var einnig veitt umfram ráðgjöf og þá var ekki að sjá að það hefði áhrif. Hún hækkaði á þeim árum og árin á eftir. Eins og grafið ber með sér hefur tekist að stemma heildarafla við ráðgjöfina. Þegar tekin eru sl. 10 ár munar aðeins þremur prósentum sem aflinn er umfram ráðgjöf. Aflaregla miðast í stórum dráttum við að heildarafli sé fimmtungur af stærð veiðistofns. Meðaltal hans á þessum árum er rúmlega 1,1 milljón tonn, þannig að 225 þús. tonn væri því leyfilegt heildaraflamagn ár hvert. Þrjú prósentin, eins og verið hefur, hækka hlutfallið um 0,6% af árlegum veiðistofni á yfirstandandi ári. Þegar greinarhöfundur horfir til þessara talna útfrá viðbrögðum sem fram koma í upphafi greinarinnar, er hann ósammála að frumvarpið ýti undir ósjálfbærar veiðar. Aflareglu getur ríkisstjórnin breytt með einu pennastriki. Frumvarpið mun ekki á nokkurn hátt hafa áhrif á áframhaldandi „uppbyggingu“ þorskstofnsins. Atvinnuvegaráðherra er á engan hátt að ýta undir ósjálfbærar veiðar með því að tryggja 48 daga til strandveiða. Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun