Ertu klár? Jakob Smári Magnússon skrifar 3. júní 2025 12:01 Rauði krossinn á Íslandi (RKÍ) hefur undanfarið verið að kynna verkefnið Ertu klár? fyrir landsmönnum og benda á heimasíðuna 3dagar.is. Viðbrögðin hafa almennt verið góð en einnig hefur komið fram gagnrýni á eitt og annað sem jákvætt og lærdómsríkt fyrir okkur. Það er alls ekki ætlun RKÍ að vekja upp ótta hjá fólki heldur miklu frekar benda á og fræða. Við erum fyrst og fremst að vekja fólk til umhugsunar og benda á mikilvægi þess að fólk sé viðbúið ef eitthvað gerist. Aukin náttúruvá hér á landi og breytingar í heiminum kalla á viðbrögð, ekki bara hins opinbera heldur einnig viðbrögð og meðvitund almennings. Á Norðurlöndunum hefur sambærilegt átak verið í gangi um nokkurt skeið og í Noregi er til dæmis talað um að vera klár í 7 daga. Við látum 3 duga hér á landi líkt og frændur okkar Danir. Rauði krossinn á Íslandi byrjaði reyndar með átakið fyrir 10 árum en nú var ákveðið að uppfæra heimasíðuna og vekja athygli á verkefninu. Af hverju 3 dagar? Þegar neyðarástand skellur á, t.d. vegna eldgosa eða annarrar náttúruvár, er mesta álagið á viðbragðsaðilum fyrstu dagana. Þess vegna er nauðsynlegt að hvert og eitt okkar, sem ekki þurfum lífsbjargandi aðstoð, getum séð um okkur sjálf fyrstu dagana hvað varðar mat, vatn og aðrar nauðsynjar. Viðlagakassinn Við mælum með að fólk útbúi svokallaðan viðlagakassa sem inniheldur eitt og annað sem gæti komið sér vel í t.d. vatns- og rafmagnsleysi. Nánari upplýsingar um hvað ætti að vera í viðlagakassanum eru að finna á 3dagar.is. Með því að hafa slíkan viðlagakassa ertu með flest allt sem þú gætir þurft á að halda á einum stað. Við tölum um að eiga nóg af vatni og mat sem ekki þarf að geyma í kæli. Maturinn og vatnið þurfa ekki endilega að vera í kassanum. Bara að það sé til á heimilinu, en með því að geyma sem flest í viðlagakassanum tryggjum við að allt sé til á vísum stað. Að útbúa viðlagakassa er í rauninni ekki ósvipað því að undirbúa útilegu. Í upphafi sumars gæti verið tilvalið að fara yfir útilegubúnaðinn og hver veit nema þar leynist ýmislegt sem kemur sér vel í viðlagakassanum eins og til dæmis prímus Reiðufé Einhverjir hafa komið með gagnrýni á að við mælum með að hafa reiðufé í viðlagakassanum og rök þeirra eru þau að ef það er rafmagnslaust þá virka ekki afgreiðslukassar til dæmis. Í rafmagnsleysinu á Spáni og víðar nýverið sýndi það sig hins vegar að reiðufé kom sér vel því margar verslanir tóku við reiðufé og þannig gat fólk verslað. Eins og fyrr segir er tilgangurinn ekki að hræða heldur fræða. Við erum að koma með ábendingar og viljum vekja fólk til umhugsunar. Við vitum aldrei hvað getur gerst. Hver bjóst við að það færi að gjósa við Grindavík ? Voru íbúar á Íberíuskaga að gera ráð fyrir rafmagnsleysi ? Hér á landi hefur ýmislegt gengið á undanfarin ár. Aukin jarðskjálftavirkni og aukin merki um hugsanleg eldgos. Er þá ekki gott að vera klár ef eitthvað óvænt gerist ? Því betur sem við erum undirbúin — því auðveldara verður að takast á við neyðarástand. Vertu klár! Höfundur er neyðarvarnafulltrúi hjá Rauða krossinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Sjá meira
Rauði krossinn á Íslandi (RKÍ) hefur undanfarið verið að kynna verkefnið Ertu klár? fyrir landsmönnum og benda á heimasíðuna 3dagar.is. Viðbrögðin hafa almennt verið góð en einnig hefur komið fram gagnrýni á eitt og annað sem jákvætt og lærdómsríkt fyrir okkur. Það er alls ekki ætlun RKÍ að vekja upp ótta hjá fólki heldur miklu frekar benda á og fræða. Við erum fyrst og fremst að vekja fólk til umhugsunar og benda á mikilvægi þess að fólk sé viðbúið ef eitthvað gerist. Aukin náttúruvá hér á landi og breytingar í heiminum kalla á viðbrögð, ekki bara hins opinbera heldur einnig viðbrögð og meðvitund almennings. Á Norðurlöndunum hefur sambærilegt átak verið í gangi um nokkurt skeið og í Noregi er til dæmis talað um að vera klár í 7 daga. Við látum 3 duga hér á landi líkt og frændur okkar Danir. Rauði krossinn á Íslandi byrjaði reyndar með átakið fyrir 10 árum en nú var ákveðið að uppfæra heimasíðuna og vekja athygli á verkefninu. Af hverju 3 dagar? Þegar neyðarástand skellur á, t.d. vegna eldgosa eða annarrar náttúruvár, er mesta álagið á viðbragðsaðilum fyrstu dagana. Þess vegna er nauðsynlegt að hvert og eitt okkar, sem ekki þurfum lífsbjargandi aðstoð, getum séð um okkur sjálf fyrstu dagana hvað varðar mat, vatn og aðrar nauðsynjar. Viðlagakassinn Við mælum með að fólk útbúi svokallaðan viðlagakassa sem inniheldur eitt og annað sem gæti komið sér vel í t.d. vatns- og rafmagnsleysi. Nánari upplýsingar um hvað ætti að vera í viðlagakassanum eru að finna á 3dagar.is. Með því að hafa slíkan viðlagakassa ertu með flest allt sem þú gætir þurft á að halda á einum stað. Við tölum um að eiga nóg af vatni og mat sem ekki þarf að geyma í kæli. Maturinn og vatnið þurfa ekki endilega að vera í kassanum. Bara að það sé til á heimilinu, en með því að geyma sem flest í viðlagakassanum tryggjum við að allt sé til á vísum stað. Að útbúa viðlagakassa er í rauninni ekki ósvipað því að undirbúa útilegu. Í upphafi sumars gæti verið tilvalið að fara yfir útilegubúnaðinn og hver veit nema þar leynist ýmislegt sem kemur sér vel í viðlagakassanum eins og til dæmis prímus Reiðufé Einhverjir hafa komið með gagnrýni á að við mælum með að hafa reiðufé í viðlagakassanum og rök þeirra eru þau að ef það er rafmagnslaust þá virka ekki afgreiðslukassar til dæmis. Í rafmagnsleysinu á Spáni og víðar nýverið sýndi það sig hins vegar að reiðufé kom sér vel því margar verslanir tóku við reiðufé og þannig gat fólk verslað. Eins og fyrr segir er tilgangurinn ekki að hræða heldur fræða. Við erum að koma með ábendingar og viljum vekja fólk til umhugsunar. Við vitum aldrei hvað getur gerst. Hver bjóst við að það færi að gjósa við Grindavík ? Voru íbúar á Íberíuskaga að gera ráð fyrir rafmagnsleysi ? Hér á landi hefur ýmislegt gengið á undanfarin ár. Aukin jarðskjálftavirkni og aukin merki um hugsanleg eldgos. Er þá ekki gott að vera klár ef eitthvað óvænt gerist ? Því betur sem við erum undirbúin — því auðveldara verður að takast á við neyðarástand. Vertu klár! Höfundur er neyðarvarnafulltrúi hjá Rauða krossinum.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun