Yfirmaður FEMA sagðist ekki vita af tilvist fellibyljatímabila Samúel Karl Ólason skrifar 3. júní 2025 11:28 Fellibyljir valda á ári hverju miklum skaða í Bandaríkjunum og manntjóni. AP/Rebecca Blackwell Forsvarsmenn Almannavarna Bandaríkjanna (FEMA) hafa ákveðið að hætta við að nota nýja viðbragðsáætlun við fellibyljum sem ku hafa verið langt á veg komin. Þess í stað ætla þeir að nota áætlunina frá því í fyrra en nýr yfirmaður stofnunarinnar kom starfsmönnum sínum í opna skjöldu í gær þegar hann sagðist ekki vita af tilvist fellibyljatímabila. Á fundi með starfsmönnum sagði David Richardson að fylgja ætti sömu viðbragðsáætlun í fyrra en Wall Street Journal hefur eftir starfsmönnum að margir hafi verið hissa, þar sem búið sé að skera verulega niður hjá FEMA frá því í fyrra. Stofnunin geti í raun ekki fylgt sömu áætlun og í fyrra. Um tvö þúsund manns, eða þriðjungi starfsmanna stofunarinnar, hefur verið sagt upp eða þeir sagt upp frá því í janúar. Einnig hefur verið farið í mikinn niðurskurð hjá veðurstofunni sem fylgist með og spáir fellibyljum. Richardson sagðist ekki vilja fara gegn ráðleggingum nýs ráðs sem Kristi Noem, heimavarnaráðherra, stýrir og fer yfir störf FEMA. Áður hafði hann sagt að ný vinna við nýja viðbragðsáætlun væri langt komin. Þá kom nýi og starfandi yfirmaður Almannavarna Bandaríkjanna starfsfólki sínu á óvart þegar hann sagðist ekki hafa vitað hvað fellibyljatímabil væri. „Eins og allir vita var gærdagurinn fyrsti dagur fellibyljatímabilsins,“ sagði Richardson. „Ég vissi ekki að þetta væru tímabil.“ Um er að ræða tímabilið frá 1. júní til loka nóvember en þá geta fellibyljir verið tíðir á austurströnd Bandaríkjanna, þar sem þeir geta valdið miklum skaða og manntjóni. Reuters segir starfsmenn ekki hafa áttað sig á því hvort Richardson hafi verið að grínast en því heldur talsmaður heimavarnaráðuneytisins, sem FEMA heyrir undir, fram. Richardson er fyrrverandi landgönguliði sem hefur starfað hjá heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna við að vöktun gereyðingarvopna. Hann hefur enga reynslu af viðbrögðum við náttúruhamförum. Trump andvígur FEMA Donald Trump, forseti, og ráðamenn hans hafa gagnrýnt FEMA og halda því fram að stofnunin hafi ekki brugðist nægilega vel við áföllum í Bandaríkjunum. Trump-liðar segja ráðamenn hverra ríkja fyrir sig betur til þess búna að dreifa neyðaraðstoð til þeirra sem þurfa og bregðast við neyðarástöndum og skakkaföllum. Óvissa tengd stofnuninni og uppsagnir hafa gert vinnu við viðbragðsáætlun erfiða en spár veðurfræðinga vestanhafs gefa til kynna að fellibyljatímabilið gæti orðið erfiðara en gengur og gerist. Það er að segja að von sé á fleiri fellibyljum en að meðaltali. Undanfarin ár hafa margir öflugir fellibyljir náð landi í Bandaríkjunum. Veðurfarsbreytingar hafa gert þá kraftmeiri en áður. Bandaríkin Donald Trump Náttúruhamfarir Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Sjá meira
Á fundi með starfsmönnum sagði David Richardson að fylgja ætti sömu viðbragðsáætlun í fyrra en Wall Street Journal hefur eftir starfsmönnum að margir hafi verið hissa, þar sem búið sé að skera verulega niður hjá FEMA frá því í fyrra. Stofnunin geti í raun ekki fylgt sömu áætlun og í fyrra. Um tvö þúsund manns, eða þriðjungi starfsmanna stofunarinnar, hefur verið sagt upp eða þeir sagt upp frá því í janúar. Einnig hefur verið farið í mikinn niðurskurð hjá veðurstofunni sem fylgist með og spáir fellibyljum. Richardson sagðist ekki vilja fara gegn ráðleggingum nýs ráðs sem Kristi Noem, heimavarnaráðherra, stýrir og fer yfir störf FEMA. Áður hafði hann sagt að ný vinna við nýja viðbragðsáætlun væri langt komin. Þá kom nýi og starfandi yfirmaður Almannavarna Bandaríkjanna starfsfólki sínu á óvart þegar hann sagðist ekki hafa vitað hvað fellibyljatímabil væri. „Eins og allir vita var gærdagurinn fyrsti dagur fellibyljatímabilsins,“ sagði Richardson. „Ég vissi ekki að þetta væru tímabil.“ Um er að ræða tímabilið frá 1. júní til loka nóvember en þá geta fellibyljir verið tíðir á austurströnd Bandaríkjanna, þar sem þeir geta valdið miklum skaða og manntjóni. Reuters segir starfsmenn ekki hafa áttað sig á því hvort Richardson hafi verið að grínast en því heldur talsmaður heimavarnaráðuneytisins, sem FEMA heyrir undir, fram. Richardson er fyrrverandi landgönguliði sem hefur starfað hjá heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna við að vöktun gereyðingarvopna. Hann hefur enga reynslu af viðbrögðum við náttúruhamförum. Trump andvígur FEMA Donald Trump, forseti, og ráðamenn hans hafa gagnrýnt FEMA og halda því fram að stofnunin hafi ekki brugðist nægilega vel við áföllum í Bandaríkjunum. Trump-liðar segja ráðamenn hverra ríkja fyrir sig betur til þess búna að dreifa neyðaraðstoð til þeirra sem þurfa og bregðast við neyðarástöndum og skakkaföllum. Óvissa tengd stofnuninni og uppsagnir hafa gert vinnu við viðbragðsáætlun erfiða en spár veðurfræðinga vestanhafs gefa til kynna að fellibyljatímabilið gæti orðið erfiðara en gengur og gerist. Það er að segja að von sé á fleiri fellibyljum en að meðaltali. Undanfarin ár hafa margir öflugir fellibyljir náð landi í Bandaríkjunum. Veðurfarsbreytingar hafa gert þá kraftmeiri en áður.
Bandaríkin Donald Trump Náttúruhamfarir Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Sjá meira