Badmus á förum en Valur heldur íslenskum lykilmönnum Sindri Sverrisson skrifar 3. júní 2025 14:46 Kristófer Acox, fyrirliði Vals, með bikarinn eftir að liðið varð bikarmeistari í vetur. vísir/Diego Bikarmeistarar Vals hafa endurnýjað samninga við nokkra af helstu lykilmönnum sínum í körfubolta. Taiwo Badmus virðist hins vegar hafa leikið sinn síðasta leik fyrir liðið. Körfuknattleiksdeild Vals greinir frá því í dag að þeir Kristófer Acox, Kári Jónsson, Hjálmar Stefánsson, Frank Booker og Ástþór Atli Svalason hafi allir skrifað undir nýja samninga við félagið. Kristinn Pálsson endurnýjaði samning sinn við Val í fyrra og er áfram samningsbundinn félaginu til sumarsins 2026. Íslenskir lykilmenn liðsins verða því allir áfram. View this post on Instagram A post shared by Valur Körfubolti (@valurkarfa) Samkvæmt upplýsingum Vísis hefur hins vegar ekki verið samið við Badmus sem verið hefur í lykilhlutverki síðustu tvær leiktíðir, og er hann því að óbreyttu á förum frá Hlíðarenda. Hann var áður lykilmaður í liði Tindastóls í tvo vetur og náði því að verða Íslandsmeistari tvö ár í röð, með Stólunum 2023 en Val 2024. Taiwo Badmus varð bæði Íslands- og bikarmeistari á árunum tveimur hjá Val. Hann var valinn mikilvægastur í bikarúrslitunum í ár.vísir/Diego Valsmenn segja í tilkynningu að undirbúningur fyrir næsta tímabil sé farinn á fullt og unnið sé að því að klára að setja saman leikmannahópinn sem fyrst. Frekari fréttir af leikmannamálum verði birtar jafnóðum. Kári búinn að jafna sig af meiðslunum Þá er þess getið að Kári Jónsson hafi nú jafnað sig vel að meiðslunum sem hann hlaut í úrslitakeppninni og verði kominn á fullt innan skamms. Þrátt fyrir bikarmeistaratitil olli nýafstaðin leiktíð vonbrigðum á Hlíðarenda. Valsmenn, sem urðu í fyrra Íslandsmeistarar í annað sinn á þremur árum, urðu nefnilega að sætta sig við að falla úr leik í 8-liða úrslitum Bónus-deildarinnar í vor, eftir tap gegn Grindavík. Meiðsli Kára settu þar stórt strik í reikninginn. Óhætt er að ætla að tekjur félagsins í ár verði því mun minni en þrjú síðustu ár á undan, þegar Valsmenn komust alla leið í oddaleik í úrslitum í hvert sinn með tilheyrandi miða- og veitingasölu á vel sóttum heimaleikjum sínum. Bónus-deild karla Valur Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira
Körfuknattleiksdeild Vals greinir frá því í dag að þeir Kristófer Acox, Kári Jónsson, Hjálmar Stefánsson, Frank Booker og Ástþór Atli Svalason hafi allir skrifað undir nýja samninga við félagið. Kristinn Pálsson endurnýjaði samning sinn við Val í fyrra og er áfram samningsbundinn félaginu til sumarsins 2026. Íslenskir lykilmenn liðsins verða því allir áfram. View this post on Instagram A post shared by Valur Körfubolti (@valurkarfa) Samkvæmt upplýsingum Vísis hefur hins vegar ekki verið samið við Badmus sem verið hefur í lykilhlutverki síðustu tvær leiktíðir, og er hann því að óbreyttu á förum frá Hlíðarenda. Hann var áður lykilmaður í liði Tindastóls í tvo vetur og náði því að verða Íslandsmeistari tvö ár í röð, með Stólunum 2023 en Val 2024. Taiwo Badmus varð bæði Íslands- og bikarmeistari á árunum tveimur hjá Val. Hann var valinn mikilvægastur í bikarúrslitunum í ár.vísir/Diego Valsmenn segja í tilkynningu að undirbúningur fyrir næsta tímabil sé farinn á fullt og unnið sé að því að klára að setja saman leikmannahópinn sem fyrst. Frekari fréttir af leikmannamálum verði birtar jafnóðum. Kári búinn að jafna sig af meiðslunum Þá er þess getið að Kári Jónsson hafi nú jafnað sig vel að meiðslunum sem hann hlaut í úrslitakeppninni og verði kominn á fullt innan skamms. Þrátt fyrir bikarmeistaratitil olli nýafstaðin leiktíð vonbrigðum á Hlíðarenda. Valsmenn, sem urðu í fyrra Íslandsmeistarar í annað sinn á þremur árum, urðu nefnilega að sætta sig við að falla úr leik í 8-liða úrslitum Bónus-deildarinnar í vor, eftir tap gegn Grindavík. Meiðsli Kára settu þar stórt strik í reikninginn. Óhætt er að ætla að tekjur félagsins í ár verði því mun minni en þrjú síðustu ár á undan, þegar Valsmenn komust alla leið í oddaleik í úrslitum í hvert sinn með tilheyrandi miða- og veitingasölu á vel sóttum heimaleikjum sínum.
Bónus-deild karla Valur Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira