Bílastæðin höluðu inn 78 milljónum en kostuðu litlu minna Árni Sæberg skrifar 3. júní 2025 21:03 Isavia hefur komið fyrir sjálfvirkum bílnúmeraskönnum til að nema umferð inn og út af bílstæðum við helstu innanlandsflugvelli. Isavia Tekjur Isavia af innheimtu bílastæðagjalda við innanlandsflugvelli námu 78 milljónum króna í fyrra og kostnaður af henni nam 74 milljónum. Inni í þeirri tölu er þó stofnkostnaður og Isavia segir innleiðingu gjaldtökunnar heilt á litið hafa gengið vel. Þetta segir í svari Eyjólfs Ármannsonar innviðaráðherra við fyrirspurn Ingibjargar Isakesen, þingflokksformanns Framsóknar, um gjaldheimtu á bílastæðum Isavia við innanlandsflugvellina í Reykjavík og á Akureyri og Egilsstöðum. Gjaldheimtan hófst í lok júní í fyrra og hefur verið gríðarlega umdeild. Upphafi hennar var ítrekað frestað, meðal annars þar sem að þáverandi samgönguráðherra dró það að undirrita þjónustusamning sem heimilað gjaldheimtuna. Þá brugðu úrræðagóðir íbúar Egilsstaða á það ráð að koma upp sérstökum hópi á Facebook til þess að komast hjá því að greiða bílastæðagjöld á flugvelli bæjarins, með því skutla og ná gagnkvæmt í flugfarþega út á völl. Ætlað að efla innanlandsflugið „Heilt yfir hefur innleiðing gjaldtöku á bílastæðum við flugvellina á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík gengið vel. Komið var til móts við gagnrýni á Akureyri og Egilsstöðum árið 2024 og samkvæmt tilmælum frá þáverandi innviðaráðherra var ákveðið að hafa fyrstu 14 tíma gjaldfrjálsa á þeim flugvöllum, en þar með lækkuðu tekjumöguleikar verulega,“ segir í svari ráðherra. Heildartekjur félagsins árið 2024 hafi þó verið tæpar 78 milljónir króna og þær tekjur muni nýtast Isavia innanlandsflugvöllum ehf. og þar með ríkinu til eflingar á innanlandsflugi. Engin aðgreining sé á milli langtíma- og skammtímastæða í bókhaldi félagsins. Þá segir að áætlun Isavia gerir ráð fyrir um 150 milljóna króna tekjum á ári af bílastæðum. Kostaði sextíu milljónir Markmiðið með tekjuöfluninni sé að afla fjármuna til að laga ásýnd og aðkomu og bæta öryggi á bílastæðum við flugstöðvar. Slíkar framkvæmdir geti kostað mikið fjármagn og því sé eðlilegt að ekki sé farið í slíkt strax á fyrsta ári. Heildarkostnaður við uppsetningu á búnaði á bílastæðum við flugvelli, þar með talið vegna raflagna, myndavéla, tölvuþjóna, tenginga, auglýsinga, skiltagerðar og ýmiss annars kostnaðar, hafi numið um 60 milljónum króna. Heildarrekstrarkostnaður bílastæðanna sem gjaldfærður var árið 2024 séu um 24 milljónir króna á öllum þremur völlunum. Í þeirri fjárhæð sé ekki launakostnaður sem fellur til vegna vinnu starfsmanna innanlandsflugvalla, hvort sem það er vegna framlags starfsmanna á bílastæði eða yfirstjórnar sem tengist málefnum þeirra. Gefa ekki upp kostnað vegna mokstur Snjómokstur á bílastæðum sé unninn af sjálfstæðum verktökum á grundvelli verðfyrirspurnar á Reykjavíkur- og Akureyrarflugvelli og því sé ekki unnt að gefa upp sundurliðun á þeim kostnaðarlið með tilliti til samkeppnissjónarmiða. Samkvæmt áætlun næsta árs sé gert ráð fyrir um 50 milljónum króna í rekstur á bílastæðum allra þriggja flugvallanna og það sé fyrir utan framkvæmdir en það ráðist af innheimtu bílastæðatekna. Framkvæmdir á bílastæðum séu kostnaðarsamar og fjármögnun geti því tekið nokkur ár. Fréttir af flugi Egilsstaðaflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Akureyri Múlaþing Reykjavík Bílastæði Isavia Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Innheimta bílastæðagjöld við innanlandsvelli á morgun Isavia Innanlandsflugvellir, dótturfélag Isavia, hefur gjaldtöku á bílastæðum þriggja innanlandsflugvalla á morgun. Um er að ræða flugvöllinn á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu. 24. júní 2024 14:29 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira
Þetta segir í svari Eyjólfs Ármannsonar innviðaráðherra við fyrirspurn Ingibjargar Isakesen, þingflokksformanns Framsóknar, um gjaldheimtu á bílastæðum Isavia við innanlandsflugvellina í Reykjavík og á Akureyri og Egilsstöðum. Gjaldheimtan hófst í lok júní í fyrra og hefur verið gríðarlega umdeild. Upphafi hennar var ítrekað frestað, meðal annars þar sem að þáverandi samgönguráðherra dró það að undirrita þjónustusamning sem heimilað gjaldheimtuna. Þá brugðu úrræðagóðir íbúar Egilsstaða á það ráð að koma upp sérstökum hópi á Facebook til þess að komast hjá því að greiða bílastæðagjöld á flugvelli bæjarins, með því skutla og ná gagnkvæmt í flugfarþega út á völl. Ætlað að efla innanlandsflugið „Heilt yfir hefur innleiðing gjaldtöku á bílastæðum við flugvellina á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík gengið vel. Komið var til móts við gagnrýni á Akureyri og Egilsstöðum árið 2024 og samkvæmt tilmælum frá þáverandi innviðaráðherra var ákveðið að hafa fyrstu 14 tíma gjaldfrjálsa á þeim flugvöllum, en þar með lækkuðu tekjumöguleikar verulega,“ segir í svari ráðherra. Heildartekjur félagsins árið 2024 hafi þó verið tæpar 78 milljónir króna og þær tekjur muni nýtast Isavia innanlandsflugvöllum ehf. og þar með ríkinu til eflingar á innanlandsflugi. Engin aðgreining sé á milli langtíma- og skammtímastæða í bókhaldi félagsins. Þá segir að áætlun Isavia gerir ráð fyrir um 150 milljóna króna tekjum á ári af bílastæðum. Kostaði sextíu milljónir Markmiðið með tekjuöfluninni sé að afla fjármuna til að laga ásýnd og aðkomu og bæta öryggi á bílastæðum við flugstöðvar. Slíkar framkvæmdir geti kostað mikið fjármagn og því sé eðlilegt að ekki sé farið í slíkt strax á fyrsta ári. Heildarkostnaður við uppsetningu á búnaði á bílastæðum við flugvelli, þar með talið vegna raflagna, myndavéla, tölvuþjóna, tenginga, auglýsinga, skiltagerðar og ýmiss annars kostnaðar, hafi numið um 60 milljónum króna. Heildarrekstrarkostnaður bílastæðanna sem gjaldfærður var árið 2024 séu um 24 milljónir króna á öllum þremur völlunum. Í þeirri fjárhæð sé ekki launakostnaður sem fellur til vegna vinnu starfsmanna innanlandsflugvalla, hvort sem það er vegna framlags starfsmanna á bílastæði eða yfirstjórnar sem tengist málefnum þeirra. Gefa ekki upp kostnað vegna mokstur Snjómokstur á bílastæðum sé unninn af sjálfstæðum verktökum á grundvelli verðfyrirspurnar á Reykjavíkur- og Akureyrarflugvelli og því sé ekki unnt að gefa upp sundurliðun á þeim kostnaðarlið með tilliti til samkeppnissjónarmiða. Samkvæmt áætlun næsta árs sé gert ráð fyrir um 50 milljónum króna í rekstur á bílastæðum allra þriggja flugvallanna og það sé fyrir utan framkvæmdir en það ráðist af innheimtu bílastæðatekna. Framkvæmdir á bílastæðum séu kostnaðarsamar og fjármögnun geti því tekið nokkur ár.
Fréttir af flugi Egilsstaðaflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Akureyri Múlaþing Reykjavík Bílastæði Isavia Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Innheimta bílastæðagjöld við innanlandsvelli á morgun Isavia Innanlandsflugvellir, dótturfélag Isavia, hefur gjaldtöku á bílastæðum þriggja innanlandsflugvalla á morgun. Um er að ræða flugvöllinn á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu. 24. júní 2024 14:29 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira
Innheimta bílastæðagjöld við innanlandsvelli á morgun Isavia Innanlandsflugvellir, dótturfélag Isavia, hefur gjaldtöku á bílastæðum þriggja innanlandsflugvalla á morgun. Um er að ræða flugvöllinn á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu. 24. júní 2024 14:29