Rýming í Köln vegna þriggja sprengja frá seinni heimsstyrjöldinni Lovísa Arnardóttir skrifar 3. júní 2025 22:01 Búið er að girða af eina sprengjuna með girðingu. Vísir/Getty Um tuttugu þúsund manns hefur verið gert að rýma heimili sitt í Köln vegna þriggja sprengja frá seinni heimsstyrjöldinni sem fundust nýlega. Bandamenn komu sprengjunum fyrir í seinni heimsstyrjöldinni en þeir sprungu ekki á þeim tíma. Sprengjurnar verða gerðar óvirkar snemma á morgun. Sprengjurnar voru framleiddar í Bandaríkjunum. Tvær þeirra eru tuttugu tonn og ein tíu tonn. Sprengjurnar fundust á mánudag við árbakka Rínar við byggingarsvæði. Í frétt Guardian segir að allar þrjár séu með kveikiþráð sem eigi að kvikna í þegar þær fái högg við að lenda á hörðu yfirborði. Rýmingin í Köln á við um þúsund metra radíus. Í umfjöllun Guardian um rýminguna segir að um sé að ræða stærstu rýminguna frá því í seinni heimsstyrjöldinni. Rýma þurfti skóla, söfn, leikskóla, spítala, dvalarheimili aldraðra, fjölda hótela og auðvitað heimili fjölmargra. Einnig er búið að loka þremur brúm yfir ána Rín og umferð um brúna verið vísað annað eða stöðvuð. Þrjár sprengjur fundust í borginni sem verða allar gerðar óvirkar á morgun. Vísir/Getty Sjálfboðaliðar, lögregla og starfsmenn borgarinnar munu á morgun ganga í hús til að tryggja að fólk sé ekki heima og lögreglan segist hafa heimild til að fjarlægja fólk með valdi neiti það að yfirgefa heimili sitt. Allir sem hafa þurft að yfirgefa heimili sitt hafa á meðan rýmingunni stendur aðgengi að tjöldum, kirkjum og íþróttaleikvöngum þar sem þau geta fengið stuðning, drykki og mat. Ekki óvanalegt í Köln Í frétt Guardian segir að þó svo að 80 ár séu liðin frá seinni heimsstyrjöldinni sé þetta ekki óvanalegur viðburður í Köln. Borgin sé ein þeirra sem hafi orðið fyrir mestum sprengjum í seinni heimsstyrjöldinni. Alls hafi verið 262 loftárásir á vegum breska flughersins sem stundum hafi verið vopnaðir bandarískum sprengjum, sérstaklega undir lok stríðsins. Um tuttugu þúsund voru drepin í árásunum. Þann 30. Maí 1942 var borgin skotmark fyrstu „þúsund sprengjuárásar“ breska flughersins á þýska borg. Flugherinn sleppti þá rúmum þúsund sprengjum yfir borginni. 855 flugmenn réðust þannig á borgina með 1.455 tonn af sprengjum í aðgerð sem var kölluð Operation Millenium. Ekki er vitað hvort að sprengjurnar sem fundust á mánudag séu meðal þeirra sem var sleppt í aðgerðinni eða hvort þeim var sleppt úr lofti í annarri árás. Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Bretland Tengdar fréttir Sprengja fannst í Köln: 20 þúsund manns gert að yfirgefa heimili sín Sprengjan, sem fannst á framkvæmdasvæði, er tonn að þyngd og frá tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. 27. maí 2015 11:07 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Sprengjurnar verða gerðar óvirkar snemma á morgun. Sprengjurnar voru framleiddar í Bandaríkjunum. Tvær þeirra eru tuttugu tonn og ein tíu tonn. Sprengjurnar fundust á mánudag við árbakka Rínar við byggingarsvæði. Í frétt Guardian segir að allar þrjár séu með kveikiþráð sem eigi að kvikna í þegar þær fái högg við að lenda á hörðu yfirborði. Rýmingin í Köln á við um þúsund metra radíus. Í umfjöllun Guardian um rýminguna segir að um sé að ræða stærstu rýminguna frá því í seinni heimsstyrjöldinni. Rýma þurfti skóla, söfn, leikskóla, spítala, dvalarheimili aldraðra, fjölda hótela og auðvitað heimili fjölmargra. Einnig er búið að loka þremur brúm yfir ána Rín og umferð um brúna verið vísað annað eða stöðvuð. Þrjár sprengjur fundust í borginni sem verða allar gerðar óvirkar á morgun. Vísir/Getty Sjálfboðaliðar, lögregla og starfsmenn borgarinnar munu á morgun ganga í hús til að tryggja að fólk sé ekki heima og lögreglan segist hafa heimild til að fjarlægja fólk með valdi neiti það að yfirgefa heimili sitt. Allir sem hafa þurft að yfirgefa heimili sitt hafa á meðan rýmingunni stendur aðgengi að tjöldum, kirkjum og íþróttaleikvöngum þar sem þau geta fengið stuðning, drykki og mat. Ekki óvanalegt í Köln Í frétt Guardian segir að þó svo að 80 ár séu liðin frá seinni heimsstyrjöldinni sé þetta ekki óvanalegur viðburður í Köln. Borgin sé ein þeirra sem hafi orðið fyrir mestum sprengjum í seinni heimsstyrjöldinni. Alls hafi verið 262 loftárásir á vegum breska flughersins sem stundum hafi verið vopnaðir bandarískum sprengjum, sérstaklega undir lok stríðsins. Um tuttugu þúsund voru drepin í árásunum. Þann 30. Maí 1942 var borgin skotmark fyrstu „þúsund sprengjuárásar“ breska flughersins á þýska borg. Flugherinn sleppti þá rúmum þúsund sprengjum yfir borginni. 855 flugmenn réðust þannig á borgina með 1.455 tonn af sprengjum í aðgerð sem var kölluð Operation Millenium. Ekki er vitað hvort að sprengjurnar sem fundust á mánudag séu meðal þeirra sem var sleppt í aðgerðinni eða hvort þeim var sleppt úr lofti í annarri árás.
Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Bretland Tengdar fréttir Sprengja fannst í Köln: 20 þúsund manns gert að yfirgefa heimili sín Sprengjan, sem fannst á framkvæmdasvæði, er tonn að þyngd og frá tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. 27. maí 2015 11:07 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Sprengja fannst í Köln: 20 þúsund manns gert að yfirgefa heimili sín Sprengjan, sem fannst á framkvæmdasvæði, er tonn að þyngd og frá tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. 27. maí 2015 11:07