Samþjöppunin hefur ekkert að gera með veiðigjöldin Sigurjón Þórðarson skrifar 4. júní 2025 07:12 Þeir sem berjast gegn leiðréttingu veiðigjalda halda því gjarnan fram að leiðréttingin leiði til aukinnar samþjöppunar þar sem hún kippi rekstrarforsendum undan minni útgerðum. Það er öfugsnúið að þessi rök eru gjarnan borin fram af þeim sem vilja hækka lögbundið kvótaþak og þar með greiða fyrir enn meiri samþjöppun í sjávarútvegi. Hvað sem því líður þá kemur frumvarp atvinnuvegráðherra einmitt til móts við minni útgerðir og verið er að skoða enn frekari tilhliðrun fyrir þá minni. Hátt verð á aflaheimildum Heimild til að veiða 1 kg. af þorski er seld fyrir 6.500 kr. á meðan það fást 500 kr. fyrir sama magn á markaði. Hvað skýrir að tilteknir aðilar eru tilbúnir að greiða vel ríflega tífalt hærra verð fyrir veiðiheimildina en fæst fyrir fiskinn. Þar með duga tekjur næsta áratugar ekki fyrir heimildinni einni. Hvers vegna eru menn tilbúnir að borga þetta verð? Þetta gengur ekki upp í neinni hefðbundinni viðskiptaáætlun. Vaxtakostnaðurinn sem er í 6 prósentum um þessar mundir er einn og sér 390 kr. á kíló. Að öllum líkindum er verið að kaupa heimild til að geta selt sjálfum sér fiskinn langt undir markaðsvirði þ.e. á Verðlagsstofuverði. Ef það er gert er jafnvel verið að búa svo um hnúta að hægt sé að losa hagnaðinn í erlendu sölufélagi í eigu stórútgerðarinnar. Mögulega má koma með hagnaðinn til baka úr aflandsfélögum og nota hann til að kaupa upp fyrirtæki á Íslandi, nú eða meiri kvóta. Kynslóðaskipti og nýliðun útilokuð Ekki er ólíklegt að meðalaldur útgerðarmanna hafi verið í kringum fimmtugt þegar kvótakerfið skall á fyrir rúmum 40 árum. Afkomendur þeirra sem nú eru við stjórnvölin í útgerðinni eru því margir orðnir eldri borgarar og því er rétt að spyrja hvort þriðja kynslóðin geti tekið við? Svarið er einfalt – Það er nær ómögulegt. Tökum dæmi af lítilli útgerð sem hefur nú yfir að ráða þrjúhundruð tonnum. Veiðiheimildirnar einar og sér eru um tveggja milljarðar króna virði. Ef viðkomandi útgerðarmaður á þrjú börn þar af eitt sem vill taka við rekstrinum, þyrfti viðkomandi að punga út 1,3 milljörðum til að greiða systkini sín út. Það er mjög ólíklegt að arftakinn fengi fyrirgreiðslu í banka til að taka við þar sem ársvelta þessarar útgerðar yrði um 150 milljónir króna og skuldir vel á annan milljarð króna. Með óbreyttu kerfi mun útgerðin öll á örfáum árum þjappast á stórfyrirtæki sem hafa framangreint forskot þ.e. að geta gert upp langt undir markaðsvirði. Það er mikilvægt að láta algerlega af tvöfaldri verðlagningu. Það er lykillinn að framþróun greinarinnar og eðlilegri nýliðun. En þá mun verðgildi kvótanna líka lækka mikið. Ef einhver telur mig fara með rangt mál þá bið ég viðkomandi um að útskýra hvaða útreikningur annar getur útskýrt 6.500 kr. fyrir eitt kíló af kvóta. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Þeir sem berjast gegn leiðréttingu veiðigjalda halda því gjarnan fram að leiðréttingin leiði til aukinnar samþjöppunar þar sem hún kippi rekstrarforsendum undan minni útgerðum. Það er öfugsnúið að þessi rök eru gjarnan borin fram af þeim sem vilja hækka lögbundið kvótaþak og þar með greiða fyrir enn meiri samþjöppun í sjávarútvegi. Hvað sem því líður þá kemur frumvarp atvinnuvegráðherra einmitt til móts við minni útgerðir og verið er að skoða enn frekari tilhliðrun fyrir þá minni. Hátt verð á aflaheimildum Heimild til að veiða 1 kg. af þorski er seld fyrir 6.500 kr. á meðan það fást 500 kr. fyrir sama magn á markaði. Hvað skýrir að tilteknir aðilar eru tilbúnir að greiða vel ríflega tífalt hærra verð fyrir veiðiheimildina en fæst fyrir fiskinn. Þar með duga tekjur næsta áratugar ekki fyrir heimildinni einni. Hvers vegna eru menn tilbúnir að borga þetta verð? Þetta gengur ekki upp í neinni hefðbundinni viðskiptaáætlun. Vaxtakostnaðurinn sem er í 6 prósentum um þessar mundir er einn og sér 390 kr. á kíló. Að öllum líkindum er verið að kaupa heimild til að geta selt sjálfum sér fiskinn langt undir markaðsvirði þ.e. á Verðlagsstofuverði. Ef það er gert er jafnvel verið að búa svo um hnúta að hægt sé að losa hagnaðinn í erlendu sölufélagi í eigu stórútgerðarinnar. Mögulega má koma með hagnaðinn til baka úr aflandsfélögum og nota hann til að kaupa upp fyrirtæki á Íslandi, nú eða meiri kvóta. Kynslóðaskipti og nýliðun útilokuð Ekki er ólíklegt að meðalaldur útgerðarmanna hafi verið í kringum fimmtugt þegar kvótakerfið skall á fyrir rúmum 40 árum. Afkomendur þeirra sem nú eru við stjórnvölin í útgerðinni eru því margir orðnir eldri borgarar og því er rétt að spyrja hvort þriðja kynslóðin geti tekið við? Svarið er einfalt – Það er nær ómögulegt. Tökum dæmi af lítilli útgerð sem hefur nú yfir að ráða þrjúhundruð tonnum. Veiðiheimildirnar einar og sér eru um tveggja milljarðar króna virði. Ef viðkomandi útgerðarmaður á þrjú börn þar af eitt sem vill taka við rekstrinum, þyrfti viðkomandi að punga út 1,3 milljörðum til að greiða systkini sín út. Það er mjög ólíklegt að arftakinn fengi fyrirgreiðslu í banka til að taka við þar sem ársvelta þessarar útgerðar yrði um 150 milljónir króna og skuldir vel á annan milljarð króna. Með óbreyttu kerfi mun útgerðin öll á örfáum árum þjappast á stórfyrirtæki sem hafa framangreint forskot þ.e. að geta gert upp langt undir markaðsvirði. Það er mikilvægt að láta algerlega af tvöfaldri verðlagningu. Það er lykillinn að framþróun greinarinnar og eðlilegri nýliðun. En þá mun verðgildi kvótanna líka lækka mikið. Ef einhver telur mig fara með rangt mál þá bið ég viðkomandi um að útskýra hvaða útreikningur annar getur útskýrt 6.500 kr. fyrir eitt kíló af kvóta. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun