Samþjöppunin hefur ekkert að gera með veiðigjöldin Sigurjón Þórðarson skrifar 4. júní 2025 07:12 Þeir sem berjast gegn leiðréttingu veiðigjalda halda því gjarnan fram að leiðréttingin leiði til aukinnar samþjöppunar þar sem hún kippi rekstrarforsendum undan minni útgerðum. Það er öfugsnúið að þessi rök eru gjarnan borin fram af þeim sem vilja hækka lögbundið kvótaþak og þar með greiða fyrir enn meiri samþjöppun í sjávarútvegi. Hvað sem því líður þá kemur frumvarp atvinnuvegráðherra einmitt til móts við minni útgerðir og verið er að skoða enn frekari tilhliðrun fyrir þá minni. Hátt verð á aflaheimildum Heimild til að veiða 1 kg. af þorski er seld fyrir 6.500 kr. á meðan það fást 500 kr. fyrir sama magn á markaði. Hvað skýrir að tilteknir aðilar eru tilbúnir að greiða vel ríflega tífalt hærra verð fyrir veiðiheimildina en fæst fyrir fiskinn. Þar með duga tekjur næsta áratugar ekki fyrir heimildinni einni. Hvers vegna eru menn tilbúnir að borga þetta verð? Þetta gengur ekki upp í neinni hefðbundinni viðskiptaáætlun. Vaxtakostnaðurinn sem er í 6 prósentum um þessar mundir er einn og sér 390 kr. á kíló. Að öllum líkindum er verið að kaupa heimild til að geta selt sjálfum sér fiskinn langt undir markaðsvirði þ.e. á Verðlagsstofuverði. Ef það er gert er jafnvel verið að búa svo um hnúta að hægt sé að losa hagnaðinn í erlendu sölufélagi í eigu stórútgerðarinnar. Mögulega má koma með hagnaðinn til baka úr aflandsfélögum og nota hann til að kaupa upp fyrirtæki á Íslandi, nú eða meiri kvóta. Kynslóðaskipti og nýliðun útilokuð Ekki er ólíklegt að meðalaldur útgerðarmanna hafi verið í kringum fimmtugt þegar kvótakerfið skall á fyrir rúmum 40 árum. Afkomendur þeirra sem nú eru við stjórnvölin í útgerðinni eru því margir orðnir eldri borgarar og því er rétt að spyrja hvort þriðja kynslóðin geti tekið við? Svarið er einfalt – Það er nær ómögulegt. Tökum dæmi af lítilli útgerð sem hefur nú yfir að ráða þrjúhundruð tonnum. Veiðiheimildirnar einar og sér eru um tveggja milljarðar króna virði. Ef viðkomandi útgerðarmaður á þrjú börn þar af eitt sem vill taka við rekstrinum, þyrfti viðkomandi að punga út 1,3 milljörðum til að greiða systkini sín út. Það er mjög ólíklegt að arftakinn fengi fyrirgreiðslu í banka til að taka við þar sem ársvelta þessarar útgerðar yrði um 150 milljónir króna og skuldir vel á annan milljarð króna. Með óbreyttu kerfi mun útgerðin öll á örfáum árum þjappast á stórfyrirtæki sem hafa framangreint forskot þ.e. að geta gert upp langt undir markaðsvirði. Það er mikilvægt að láta algerlega af tvöfaldri verðlagningu. Það er lykillinn að framþróun greinarinnar og eðlilegri nýliðun. En þá mun verðgildi kvótanna líka lækka mikið. Ef einhver telur mig fara með rangt mál þá bið ég viðkomandi um að útskýra hvaða útreikningur annar getur útskýrt 6.500 kr. fyrir eitt kíló af kvóta. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Þeir sem berjast gegn leiðréttingu veiðigjalda halda því gjarnan fram að leiðréttingin leiði til aukinnar samþjöppunar þar sem hún kippi rekstrarforsendum undan minni útgerðum. Það er öfugsnúið að þessi rök eru gjarnan borin fram af þeim sem vilja hækka lögbundið kvótaþak og þar með greiða fyrir enn meiri samþjöppun í sjávarútvegi. Hvað sem því líður þá kemur frumvarp atvinnuvegráðherra einmitt til móts við minni útgerðir og verið er að skoða enn frekari tilhliðrun fyrir þá minni. Hátt verð á aflaheimildum Heimild til að veiða 1 kg. af þorski er seld fyrir 6.500 kr. á meðan það fást 500 kr. fyrir sama magn á markaði. Hvað skýrir að tilteknir aðilar eru tilbúnir að greiða vel ríflega tífalt hærra verð fyrir veiðiheimildina en fæst fyrir fiskinn. Þar með duga tekjur næsta áratugar ekki fyrir heimildinni einni. Hvers vegna eru menn tilbúnir að borga þetta verð? Þetta gengur ekki upp í neinni hefðbundinni viðskiptaáætlun. Vaxtakostnaðurinn sem er í 6 prósentum um þessar mundir er einn og sér 390 kr. á kíló. Að öllum líkindum er verið að kaupa heimild til að geta selt sjálfum sér fiskinn langt undir markaðsvirði þ.e. á Verðlagsstofuverði. Ef það er gert er jafnvel verið að búa svo um hnúta að hægt sé að losa hagnaðinn í erlendu sölufélagi í eigu stórútgerðarinnar. Mögulega má koma með hagnaðinn til baka úr aflandsfélögum og nota hann til að kaupa upp fyrirtæki á Íslandi, nú eða meiri kvóta. Kynslóðaskipti og nýliðun útilokuð Ekki er ólíklegt að meðalaldur útgerðarmanna hafi verið í kringum fimmtugt þegar kvótakerfið skall á fyrir rúmum 40 árum. Afkomendur þeirra sem nú eru við stjórnvölin í útgerðinni eru því margir orðnir eldri borgarar og því er rétt að spyrja hvort þriðja kynslóðin geti tekið við? Svarið er einfalt – Það er nær ómögulegt. Tökum dæmi af lítilli útgerð sem hefur nú yfir að ráða þrjúhundruð tonnum. Veiðiheimildirnar einar og sér eru um tveggja milljarðar króna virði. Ef viðkomandi útgerðarmaður á þrjú börn þar af eitt sem vill taka við rekstrinum, þyrfti viðkomandi að punga út 1,3 milljörðum til að greiða systkini sín út. Það er mjög ólíklegt að arftakinn fengi fyrirgreiðslu í banka til að taka við þar sem ársvelta þessarar útgerðar yrði um 150 milljónir króna og skuldir vel á annan milljarð króna. Með óbreyttu kerfi mun útgerðin öll á örfáum árum þjappast á stórfyrirtæki sem hafa framangreint forskot þ.e. að geta gert upp langt undir markaðsvirði. Það er mikilvægt að láta algerlega af tvöfaldri verðlagningu. Það er lykillinn að framþróun greinarinnar og eðlilegri nýliðun. En þá mun verðgildi kvótanna líka lækka mikið. Ef einhver telur mig fara með rangt mál þá bið ég viðkomandi um að útskýra hvaða útreikningur annar getur útskýrt 6.500 kr. fyrir eitt kíló af kvóta. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun