Ljósmyndaskólinn lokar dyrum sínum: „Þetta er mikil sorg“ Agnar Már Másson skrifar 5. júní 2025 14:51 Ljósmyndaskólinn hefur starfað síðan 1997. Skjáskot/Google Maps Ljósmyndaskólinn lokar dyrum sínum á næsta ári þar sem reksturinn hefur reynst erfiður síðustu ár. Nemendur fá þó að klára nám sitt við skólann áður en hann lokar. Skólastjórnendur vonast til þess að námið verði fært inn í aðra menntastofnun. Tæplega þriggja áratuga sögu Ljósmyndaskólans tekur senn enda þar sem skólinn mun hætta starfsemi á næsta ári. Skólinn, sem er sá eini skólinn á Íslandi sem kennir skapandi ljósmyndun, tilkynnti nemendum þetta í gær en þeir 20-25 nemendur sem enn eru þar við nám fá að klára námið. Sigríður Ólafsdóttir, skólastjóri og stofnandi skólans Ljósmyndaskólans, segir við fréttastofu að grundvöllur hafi ekki lengur verið fyrir rekstri skólans, en rekstrarumhverfið hefur tekið miklum breytingum að undanförnu. Aðsókn breyttist þegar listnám varð frítt annars staðar Skólastjórinn bendir á að leigu- og launakostnaður hafi aukist að undanförnu auk þess sem fjöldi umsókna hafi dregist saman, m.a. í kjölfar þess að ríkið ákvað árið 2023 að niðurgreiða skólagjöld í Listaháskólanum. Þá bendir einnig á efnahagsumhverfið á Íslandi, þar sem vextir hafa verið háir. Þess vegna sæki færri nemendur um nám sem ekki er gjaldfrjálst, en önnin í Ljósmyndaskólanum kostar nú um 680 þúsund krónur. „Það hefur dómínóáhrif hvað vextir hafa verið háir í landinu,“ segir Sigríður, sem er þó yfirleitt kölluð Sissa, og nefnir að meðalaldur nemenda við Ljósmyndaskólann sé um þrítugt. Námið í Ljósmyndaskólanum er á fjórða hæfniþrepi, en einingarnar sem nemendur hafa fengið í skólanum eftir tveggja og hálfs árs nám hafa þó ekki metnar inn í listaskóla hér á landi að sögn Sissu. „Þetta hefur gengið svolítið erfiðlega fyrir okkur,“ segir skólastjórinn en bætir við að nemendur hafi vel komist inn í meistaranám erlendis með einingar úr Ljósmyndaskólanum. Þetta er ekki fyrsti einkaskólinn sem lokar dyrum sínum í ár. Í vor var greint frá gjaldþroti Kvikmyndaskóla Íslands en þekkingarfyrirtækið Rafmennt sem tók yfir rekstur Kvikmyndaskólans. Námið haldi mögulega áfram í öðrum skóla Skólastjórnendur er þegar byrjaðir að leita lausna. „Svo erum við að vinna að því í samráði við mennta og barnamálaráðuneytið að námið flytjist annað, í aðra menntastofnanir,“ segir hún en telur þó óábyrgt að tjá sig um hverjar menntastofnanir koma til greina. „Það er líka alltaf betra þegar það eru fleiri nemendur sem geta kastað boltanum sín á milli.“ Öll von er því ekki úti fyrir skapandi ljósmyndanám á Íslandi en Sissu skólastjóra þykir þó leitt að þurfa að loka skólanum sem hún hefur rekið í tæplega þrjá áratugi. „Eins og við sögðum við nemendur í gær: Þetta er mikil sorg,“ segir hún, en horfir þó bjartsýn fram á veginn. „Okkur finnst þetta voða leiðinlegt. Okkar samfélag, sem er bæði fullt af nemendum, fyrrum nemendum, kennurum og fyrrum kennurum, okkur finnst þetta öllum sorglegt. Því að þetta er bara eins og heimilið okkar. Okkur þykir ofboðslega vænt um skólann.“ Ljósmyndun Skóla- og menntamál Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Sjá meira
Tæplega þriggja áratuga sögu Ljósmyndaskólans tekur senn enda þar sem skólinn mun hætta starfsemi á næsta ári. Skólinn, sem er sá eini skólinn á Íslandi sem kennir skapandi ljósmyndun, tilkynnti nemendum þetta í gær en þeir 20-25 nemendur sem enn eru þar við nám fá að klára námið. Sigríður Ólafsdóttir, skólastjóri og stofnandi skólans Ljósmyndaskólans, segir við fréttastofu að grundvöllur hafi ekki lengur verið fyrir rekstri skólans, en rekstrarumhverfið hefur tekið miklum breytingum að undanförnu. Aðsókn breyttist þegar listnám varð frítt annars staðar Skólastjórinn bendir á að leigu- og launakostnaður hafi aukist að undanförnu auk þess sem fjöldi umsókna hafi dregist saman, m.a. í kjölfar þess að ríkið ákvað árið 2023 að niðurgreiða skólagjöld í Listaháskólanum. Þá bendir einnig á efnahagsumhverfið á Íslandi, þar sem vextir hafa verið háir. Þess vegna sæki færri nemendur um nám sem ekki er gjaldfrjálst, en önnin í Ljósmyndaskólanum kostar nú um 680 þúsund krónur. „Það hefur dómínóáhrif hvað vextir hafa verið háir í landinu,“ segir Sigríður, sem er þó yfirleitt kölluð Sissa, og nefnir að meðalaldur nemenda við Ljósmyndaskólann sé um þrítugt. Námið í Ljósmyndaskólanum er á fjórða hæfniþrepi, en einingarnar sem nemendur hafa fengið í skólanum eftir tveggja og hálfs árs nám hafa þó ekki metnar inn í listaskóla hér á landi að sögn Sissu. „Þetta hefur gengið svolítið erfiðlega fyrir okkur,“ segir skólastjórinn en bætir við að nemendur hafi vel komist inn í meistaranám erlendis með einingar úr Ljósmyndaskólanum. Þetta er ekki fyrsti einkaskólinn sem lokar dyrum sínum í ár. Í vor var greint frá gjaldþroti Kvikmyndaskóla Íslands en þekkingarfyrirtækið Rafmennt sem tók yfir rekstur Kvikmyndaskólans. Námið haldi mögulega áfram í öðrum skóla Skólastjórnendur er þegar byrjaðir að leita lausna. „Svo erum við að vinna að því í samráði við mennta og barnamálaráðuneytið að námið flytjist annað, í aðra menntastofnanir,“ segir hún en telur þó óábyrgt að tjá sig um hverjar menntastofnanir koma til greina. „Það er líka alltaf betra þegar það eru fleiri nemendur sem geta kastað boltanum sín á milli.“ Öll von er því ekki úti fyrir skapandi ljósmyndanám á Íslandi en Sissu skólastjóra þykir þó leitt að þurfa að loka skólanum sem hún hefur rekið í tæplega þrjá áratugi. „Eins og við sögðum við nemendur í gær: Þetta er mikil sorg,“ segir hún, en horfir þó bjartsýn fram á veginn. „Okkur finnst þetta voða leiðinlegt. Okkar samfélag, sem er bæði fullt af nemendum, fyrrum nemendum, kennurum og fyrrum kennurum, okkur finnst þetta öllum sorglegt. Því að þetta er bara eins og heimilið okkar. Okkur þykir ofboðslega vænt um skólann.“
Ljósmyndun Skóla- og menntamál Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Sjá meira