Ljósmyndaskólinn lokar dyrum sínum: „Þetta er mikil sorg“ Agnar Már Másson skrifar 5. júní 2025 14:51 Ljósmyndaskólinn hefur starfað síðan 1997. Skjáskot/Google Maps Ljósmyndaskólinn lokar dyrum sínum á næsta ári þar sem reksturinn hefur reynst erfiður síðustu ár. Nemendur fá þó að klára nám sitt við skólann áður en hann lokar. Skólastjórnendur vonast til þess að námið verði fært inn í aðra menntastofnun. Tæplega þriggja áratuga sögu Ljósmyndaskólans tekur senn enda þar sem skólinn mun hætta starfsemi á næsta ári. Skólinn, sem er sá eini skólinn á Íslandi sem kennir skapandi ljósmyndun, tilkynnti nemendum þetta í gær en þeir 20-25 nemendur sem enn eru þar við nám fá að klára námið. Sigríður Ólafsdóttir, skólastjóri og stofnandi skólans Ljósmyndaskólans, segir við fréttastofu að grundvöllur hafi ekki lengur verið fyrir rekstri skólans, en rekstrarumhverfið hefur tekið miklum breytingum að undanförnu. Aðsókn breyttist þegar listnám varð frítt annars staðar Skólastjórinn bendir á að leigu- og launakostnaður hafi aukist að undanförnu auk þess sem fjöldi umsókna hafi dregist saman, m.a. í kjölfar þess að ríkið ákvað árið 2023 að niðurgreiða skólagjöld í Listaháskólanum. Þá bendir einnig á efnahagsumhverfið á Íslandi, þar sem vextir hafa verið háir. Þess vegna sæki færri nemendur um nám sem ekki er gjaldfrjálst, en önnin í Ljósmyndaskólanum kostar nú um 680 þúsund krónur. „Það hefur dómínóáhrif hvað vextir hafa verið háir í landinu,“ segir Sigríður, sem er þó yfirleitt kölluð Sissa, og nefnir að meðalaldur nemenda við Ljósmyndaskólann sé um þrítugt. Námið í Ljósmyndaskólanum er á fjórða hæfniþrepi, en einingarnar sem nemendur hafa fengið í skólanum eftir tveggja og hálfs árs nám hafa þó ekki metnar inn í listaskóla hér á landi að sögn Sissu. „Þetta hefur gengið svolítið erfiðlega fyrir okkur,“ segir skólastjórinn en bætir við að nemendur hafi vel komist inn í meistaranám erlendis með einingar úr Ljósmyndaskólanum. Þetta er ekki fyrsti einkaskólinn sem lokar dyrum sínum í ár. Í vor var greint frá gjaldþroti Kvikmyndaskóla Íslands en þekkingarfyrirtækið Rafmennt sem tók yfir rekstur Kvikmyndaskólans. Námið haldi mögulega áfram í öðrum skóla Skólastjórnendur er þegar byrjaðir að leita lausna. „Svo erum við að vinna að því í samráði við mennta og barnamálaráðuneytið að námið flytjist annað, í aðra menntastofnanir,“ segir hún en telur þó óábyrgt að tjá sig um hverjar menntastofnanir koma til greina. „Það er líka alltaf betra þegar það eru fleiri nemendur sem geta kastað boltanum sín á milli.“ Öll von er því ekki úti fyrir skapandi ljósmyndanám á Íslandi en Sissu skólastjóra þykir þó leitt að þurfa að loka skólanum sem hún hefur rekið í tæplega þrjá áratugi. „Eins og við sögðum við nemendur í gær: Þetta er mikil sorg,“ segir hún, en horfir þó bjartsýn fram á veginn. „Okkur finnst þetta voða leiðinlegt. Okkar samfélag, sem er bæði fullt af nemendum, fyrrum nemendum, kennurum og fyrrum kennurum, okkur finnst þetta öllum sorglegt. Því að þetta er bara eins og heimilið okkar. Okkur þykir ofboðslega vænt um skólann.“ Ljósmyndun Skóla- og menntamál Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Áhyggjuefni hversu mörg börn hafa stöðu sakbornings í ofbeldismálum POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Sjá meira
Tæplega þriggja áratuga sögu Ljósmyndaskólans tekur senn enda þar sem skólinn mun hætta starfsemi á næsta ári. Skólinn, sem er sá eini skólinn á Íslandi sem kennir skapandi ljósmyndun, tilkynnti nemendum þetta í gær en þeir 20-25 nemendur sem enn eru þar við nám fá að klára námið. Sigríður Ólafsdóttir, skólastjóri og stofnandi skólans Ljósmyndaskólans, segir við fréttastofu að grundvöllur hafi ekki lengur verið fyrir rekstri skólans, en rekstrarumhverfið hefur tekið miklum breytingum að undanförnu. Aðsókn breyttist þegar listnám varð frítt annars staðar Skólastjórinn bendir á að leigu- og launakostnaður hafi aukist að undanförnu auk þess sem fjöldi umsókna hafi dregist saman, m.a. í kjölfar þess að ríkið ákvað árið 2023 að niðurgreiða skólagjöld í Listaháskólanum. Þá bendir einnig á efnahagsumhverfið á Íslandi, þar sem vextir hafa verið háir. Þess vegna sæki færri nemendur um nám sem ekki er gjaldfrjálst, en önnin í Ljósmyndaskólanum kostar nú um 680 þúsund krónur. „Það hefur dómínóáhrif hvað vextir hafa verið háir í landinu,“ segir Sigríður, sem er þó yfirleitt kölluð Sissa, og nefnir að meðalaldur nemenda við Ljósmyndaskólann sé um þrítugt. Námið í Ljósmyndaskólanum er á fjórða hæfniþrepi, en einingarnar sem nemendur hafa fengið í skólanum eftir tveggja og hálfs árs nám hafa þó ekki metnar inn í listaskóla hér á landi að sögn Sissu. „Þetta hefur gengið svolítið erfiðlega fyrir okkur,“ segir skólastjórinn en bætir við að nemendur hafi vel komist inn í meistaranám erlendis með einingar úr Ljósmyndaskólanum. Þetta er ekki fyrsti einkaskólinn sem lokar dyrum sínum í ár. Í vor var greint frá gjaldþroti Kvikmyndaskóla Íslands en þekkingarfyrirtækið Rafmennt sem tók yfir rekstur Kvikmyndaskólans. Námið haldi mögulega áfram í öðrum skóla Skólastjórnendur er þegar byrjaðir að leita lausna. „Svo erum við að vinna að því í samráði við mennta og barnamálaráðuneytið að námið flytjist annað, í aðra menntastofnanir,“ segir hún en telur þó óábyrgt að tjá sig um hverjar menntastofnanir koma til greina. „Það er líka alltaf betra þegar það eru fleiri nemendur sem geta kastað boltanum sín á milli.“ Öll von er því ekki úti fyrir skapandi ljósmyndanám á Íslandi en Sissu skólastjóra þykir þó leitt að þurfa að loka skólanum sem hún hefur rekið í tæplega þrjá áratugi. „Eins og við sögðum við nemendur í gær: Þetta er mikil sorg,“ segir hún, en horfir þó bjartsýn fram á veginn. „Okkur finnst þetta voða leiðinlegt. Okkar samfélag, sem er bæði fullt af nemendum, fyrrum nemendum, kennurum og fyrrum kennurum, okkur finnst þetta öllum sorglegt. Því að þetta er bara eins og heimilið okkar. Okkur þykir ofboðslega vænt um skólann.“
Ljósmyndun Skóla- og menntamál Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Áhyggjuefni hversu mörg börn hafa stöðu sakbornings í ofbeldismálum POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Sjá meira