Faglegt mat eða lukka? I: Frá kennslustofu til stafbókar Bogi Ragnarsson skrifar 6. júní 2025 08:01 Árið 2014 hóf ég störf sem kennari í félagsfræði við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Strax eftir fyrstu önnina varð mér ljóst að hefðbundið námsefni stóð ekki undir þeim hraða og dýpt sem samfélagsbreytingar krefjast. Það vantaði efni sem náði tengingu við líf nemenda í samtímanum – efni sem horfði fram á við samhliða því að nýta það besta úr fortíðinni. Upphaflega stóð til að fylgja hefðbundnu kennsluformi með áherslu á grunnatriði félagsfræðinnar og klassískar kenningar. En í stað þess fór ég að þróa eigið námsefni – með það að markmiði að fanga veruleika samtímans og nýta nýjustu strauma í alþjóðlegri félagsfræðikennslu. Ég bjó til nýja áfanga og fór að uppfæra efni reglulega, byggt á hugmyndum sem ég hljóðritaði jafnóðum í símann og vann svo inn í kennslukerfið. Þetta varð að lifandi þróunarferli þar sem ég prófaði, betrumbætti og lagaði að þörfum nemenda. Þegar sonur minn var ekki hjá mér – aðra hverja viku – sat ég oft langt fram á kvöld við skrifborðið mitt, að skrifa, móta og prófa. Árið 2018 hafði ég skrifað sex bækur í félagsvísindum. Ég hafði líka þróað fjölbreytt verkefni sem höfðu það markmið að fá nemendur til að lesa, hugsa og vinna sjálfstætt. Ég kallaði fyrstu sjálfvirku verkefnin mín þekkingarverkefni – og þau urðu yfir 30 talsins. Þau byggja á leikrænum aðferðum sem hvetja nemendur til virkni og sjálfstæðrar hugsunar. Þar má nefna verkefni eins og innfyllingar, lykilorð, lykilsetningar, dulmál, hengimann, orðapýramída, fjórflokka, flokkanir, paranir, krossaspurningar, myndainnfyllingar, falda mynd, orðaleiki, slönguspil og fjölmörg fleiri. Allt eru þetta sjálfvirk verkefni, nemendur fá endurgjöf strax sem hefur þann tilgang að hjálpa nemendum að tileinka sér efni með virkri þátttöku og leik. Jafnframt þróaði ég önnur verkefni sem kalla má leikni- og færniverkefni – þau krefjast dýpri úrvinnslu, samræðu og beitingar kunnáttu. Dæmi um slík verkefni eru heimasíðugreiningar, myndbandagreiningar, gagnagreiningar, rökræður, málstofur og ritunarverkefni. Þessi verkefni voru öll prófuð í kennslu og síðan aðlöguð út frá viðbrögðum nemenda. Þau sem virkuðu vel voru þróuð áfram – með það að markmiði að styrkja lærdómsferlið og auka þátttöku nemenda. Á árunum 2019 til 2021 skrifaði ég tvær bækur til viðbótar. Samhliða því fór ég að þróa þá hugmynd að hægt væri að tengja saman kennslubækur og verkefni í sameiginlegt kerfi sem fleiri kennarar gætu notað og tekið þátt í. Ég sá fyrir mér að tengja námsumsjónarkerfi við Microsoft þannig að kennarar gætu sent inn efni, komið með ábendingar og unnið sameiginlega að þróun námsefnis. Þótt þessi tæknilega útfærsla hafi reynst flókin þá varð hugmyndin grunnur að áframhaldandi vinnu. Frá árinu 2021 hef ég skrifað fleiri bækur og verkefni sem saman mynda nú safn 13 bóka í félagsvísindum. Þar af eru átta sjálfstæðar bækur fyrir almennt nám, þrjár einfaldaðar bækur fyrir starfsbraut og einstaklinga með erlendan bakgrunn og tvær safnbækur. Haustið 2024 stofnaði ég svo stafbok.is og útgáfufélagið Stafbók slf. Í framhaldinu bætti ég við verkefnabok.is, þar sem aðgengileg og fjölbreytt verkefni fylgja efninu og kennarar geta bætt við eða aðlagað verkefni. Þegar ég reikna út alla þá vinnu sem hefur farið í þetta verkefni tel ég að tímarnir nemi um 10.000 – þó það hljómi ótrúlega. Í næstu grein, sem birtist á morgun, lýsi ég ferli umsóknar í Þróunarsjóð námsgagna sem varð kveikjan að greinaröðinni. Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stofnandi stafbok.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Bogi Ragnarsson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2014 hóf ég störf sem kennari í félagsfræði við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Strax eftir fyrstu önnina varð mér ljóst að hefðbundið námsefni stóð ekki undir þeim hraða og dýpt sem samfélagsbreytingar krefjast. Það vantaði efni sem náði tengingu við líf nemenda í samtímanum – efni sem horfði fram á við samhliða því að nýta það besta úr fortíðinni. Upphaflega stóð til að fylgja hefðbundnu kennsluformi með áherslu á grunnatriði félagsfræðinnar og klassískar kenningar. En í stað þess fór ég að þróa eigið námsefni – með það að markmiði að fanga veruleika samtímans og nýta nýjustu strauma í alþjóðlegri félagsfræðikennslu. Ég bjó til nýja áfanga og fór að uppfæra efni reglulega, byggt á hugmyndum sem ég hljóðritaði jafnóðum í símann og vann svo inn í kennslukerfið. Þetta varð að lifandi þróunarferli þar sem ég prófaði, betrumbætti og lagaði að þörfum nemenda. Þegar sonur minn var ekki hjá mér – aðra hverja viku – sat ég oft langt fram á kvöld við skrifborðið mitt, að skrifa, móta og prófa. Árið 2018 hafði ég skrifað sex bækur í félagsvísindum. Ég hafði líka þróað fjölbreytt verkefni sem höfðu það markmið að fá nemendur til að lesa, hugsa og vinna sjálfstætt. Ég kallaði fyrstu sjálfvirku verkefnin mín þekkingarverkefni – og þau urðu yfir 30 talsins. Þau byggja á leikrænum aðferðum sem hvetja nemendur til virkni og sjálfstæðrar hugsunar. Þar má nefna verkefni eins og innfyllingar, lykilorð, lykilsetningar, dulmál, hengimann, orðapýramída, fjórflokka, flokkanir, paranir, krossaspurningar, myndainnfyllingar, falda mynd, orðaleiki, slönguspil og fjölmörg fleiri. Allt eru þetta sjálfvirk verkefni, nemendur fá endurgjöf strax sem hefur þann tilgang að hjálpa nemendum að tileinka sér efni með virkri þátttöku og leik. Jafnframt þróaði ég önnur verkefni sem kalla má leikni- og færniverkefni – þau krefjast dýpri úrvinnslu, samræðu og beitingar kunnáttu. Dæmi um slík verkefni eru heimasíðugreiningar, myndbandagreiningar, gagnagreiningar, rökræður, málstofur og ritunarverkefni. Þessi verkefni voru öll prófuð í kennslu og síðan aðlöguð út frá viðbrögðum nemenda. Þau sem virkuðu vel voru þróuð áfram – með það að markmiði að styrkja lærdómsferlið og auka þátttöku nemenda. Á árunum 2019 til 2021 skrifaði ég tvær bækur til viðbótar. Samhliða því fór ég að þróa þá hugmynd að hægt væri að tengja saman kennslubækur og verkefni í sameiginlegt kerfi sem fleiri kennarar gætu notað og tekið þátt í. Ég sá fyrir mér að tengja námsumsjónarkerfi við Microsoft þannig að kennarar gætu sent inn efni, komið með ábendingar og unnið sameiginlega að þróun námsefnis. Þótt þessi tæknilega útfærsla hafi reynst flókin þá varð hugmyndin grunnur að áframhaldandi vinnu. Frá árinu 2021 hef ég skrifað fleiri bækur og verkefni sem saman mynda nú safn 13 bóka í félagsvísindum. Þar af eru átta sjálfstæðar bækur fyrir almennt nám, þrjár einfaldaðar bækur fyrir starfsbraut og einstaklinga með erlendan bakgrunn og tvær safnbækur. Haustið 2024 stofnaði ég svo stafbok.is og útgáfufélagið Stafbók slf. Í framhaldinu bætti ég við verkefnabok.is, þar sem aðgengileg og fjölbreytt verkefni fylgja efninu og kennarar geta bætt við eða aðlagað verkefni. Þegar ég reikna út alla þá vinnu sem hefur farið í þetta verkefni tel ég að tímarnir nemi um 10.000 – þó það hljómi ótrúlega. Í næstu grein, sem birtist á morgun, lýsi ég ferli umsóknar í Þróunarsjóð námsgagna sem varð kveikjan að greinaröðinni. Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stofnandi stafbok.is.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun