Faglegt mat eða lukka? III: Tækifæri fyrir löggjafann Bogi Ragnarsson skrifar 8. júní 2025 08:00 Þann 28. maí 2025 fékk ég höfnun frá þróunarsjóði námsgagna eftir að hafa óskað eftir styrk fyrir þróunarverkefnið stafbok.is sem hafði verið í þróun í rúman áratug. Ég lét ekki staðar numið við höfnunarbréfið. Ég hafði samband við talsmann Þróunarsjóðsins og spurði hvort mögulegt væri að fá skýringar á höfnuninni. Svarið sem ég fékk var að stjórn sjóðsins tæki ákvörðun – en að hann hefði tekið eftir einu atriði sem gæti hafa haft áhrif: að bækur stafbókarverkefnisins væru ekki ókeypis. Ég svaraði því til að þetta væri ekki í samræmi við fordæmi. Á síðastliðnum árum hafa önnur útgáfufélög fengið fullan styrk fyrir stakar bækur þrátt fyrir að þær bækur séu mun dýrari en bækur stafbókarinnar og ekki aðgengilegar án endurgjalds. Ég krafðist þess að fá að sjá lista yfir þau verkefni sem höfðu hlotið úthlutun, og þótt slíkur listi sé yfirleitt birtur mörgum vikum eftir úthlutun, fékk ég hann afhentan daginn eftir. Með fylgdi örstutt lýsing á hverju verkefni í flestum tilvikum. Jafnframt bað ég um aðgang að matlista fyrir mitt verkefni – samkvæmt reglum sjóðsins og einnig matlista annarra verkefna, svo hægt væri að skoða matsferlið í samhengi. Ég lagði þá fram ósk um að fá að sjá ópersónugreinanlegar umsóknir til samanburðar. Hingað til hef ég ekki fengið ítarlegan rökstuðning né aðgang að því sem ætti að vera sjálfsagður hluti gagnsæis í opinberri stjórnsýslu. Það sem átti að vera faglegt og gegnsætt ferli líður fyrir skort á skýrum viðmiðum, samræmi og svörum. Af hverju ég segi þessa sögu Ég hef fulla trú á því að íslenskt menntakerfi geti verið skapandi, sanngjarnt og opið fyrir nýjum leiðum. Því er mikilvægt að virða frumkvæði, nýsköpun og sjálfstætt starf. Stafbókarverkefnið er afrakstur þúsunda klukkustunda – skrifað út frá beinum tengslum við kennslu og reynslu nemenda. Það er byggt á þekkingu, fagmennsku og eldmóði – og hefur þegar fest sig í sessi. Því er eðlilegt að spurt sé: Af hverju fær slíkt verkefni ekki stuðning? Ef það er vegna þess að bækurnar eru ekki gefnar út gjaldfrjálst – þá verður einnig að spyrja hvers vegna aðrir aðilar fá styrki fyrir dýrari bókum. Ef það er vegna formsatriða – þá hlýtur spurningin að snúast að því hvort formið sé orðið mikilvægara en innihaldið. Ég er ekki að biðja um sérmeðferð. Ég kalla eftir faglegu og gagnsæju mati sem allir geti treyst – þar sem sjálfstæðir höfundar, sem starfa utan stofnana, fá sanngjarna meðferð. Ég bið um að sjálfstæðir höfundar, sem vinna án launa, án fasts stuðnings og utan kerfis, fái að njóta sannmælis og eðlilegs mats. Í vikunni rennur lögbundinn frestur sjóðsins til rökstuðnings út. Ég vona að þá fáist skýr svör. Óháð því mun ég halda áfram. Vegna þess að verkefnið er stærra en umsóknin. Það snýst um framtíð námsefnisgerðar, aðgengi að námi og trú á að nýjar hugmyndir séu hluti af íslenskri menntastefnu. Í lokaþætti greinaraðarinnar, sem birtist á morgun: Hvernig á umsækjandi að skilja faglegt mat þegar engin viðmið eru birt og enginn rökstuðningur fylgir? Ég skoða hvernig skortur á gagnsæi og mælikvörðum gerir þróun námsefnis að spurningunni um lukku – en ekki fagmennsku. Jafnframt bendi ég á að þetta sé tækifæri fyrir löggjafarvaldið til að fylgjast með framkvæmdarvaldinu í rauntíma – og nýta það í vinnslu frumvarpsins um námsgögn sem nú liggur fyrir Alþingi. Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stofnandi stafbok.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Bogi Ragnarsson Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Þann 28. maí 2025 fékk ég höfnun frá þróunarsjóði námsgagna eftir að hafa óskað eftir styrk fyrir þróunarverkefnið stafbok.is sem hafði verið í þróun í rúman áratug. Ég lét ekki staðar numið við höfnunarbréfið. Ég hafði samband við talsmann Þróunarsjóðsins og spurði hvort mögulegt væri að fá skýringar á höfnuninni. Svarið sem ég fékk var að stjórn sjóðsins tæki ákvörðun – en að hann hefði tekið eftir einu atriði sem gæti hafa haft áhrif: að bækur stafbókarverkefnisins væru ekki ókeypis. Ég svaraði því til að þetta væri ekki í samræmi við fordæmi. Á síðastliðnum árum hafa önnur útgáfufélög fengið fullan styrk fyrir stakar bækur þrátt fyrir að þær bækur séu mun dýrari en bækur stafbókarinnar og ekki aðgengilegar án endurgjalds. Ég krafðist þess að fá að sjá lista yfir þau verkefni sem höfðu hlotið úthlutun, og þótt slíkur listi sé yfirleitt birtur mörgum vikum eftir úthlutun, fékk ég hann afhentan daginn eftir. Með fylgdi örstutt lýsing á hverju verkefni í flestum tilvikum. Jafnframt bað ég um aðgang að matlista fyrir mitt verkefni – samkvæmt reglum sjóðsins og einnig matlista annarra verkefna, svo hægt væri að skoða matsferlið í samhengi. Ég lagði þá fram ósk um að fá að sjá ópersónugreinanlegar umsóknir til samanburðar. Hingað til hef ég ekki fengið ítarlegan rökstuðning né aðgang að því sem ætti að vera sjálfsagður hluti gagnsæis í opinberri stjórnsýslu. Það sem átti að vera faglegt og gegnsætt ferli líður fyrir skort á skýrum viðmiðum, samræmi og svörum. Af hverju ég segi þessa sögu Ég hef fulla trú á því að íslenskt menntakerfi geti verið skapandi, sanngjarnt og opið fyrir nýjum leiðum. Því er mikilvægt að virða frumkvæði, nýsköpun og sjálfstætt starf. Stafbókarverkefnið er afrakstur þúsunda klukkustunda – skrifað út frá beinum tengslum við kennslu og reynslu nemenda. Það er byggt á þekkingu, fagmennsku og eldmóði – og hefur þegar fest sig í sessi. Því er eðlilegt að spurt sé: Af hverju fær slíkt verkefni ekki stuðning? Ef það er vegna þess að bækurnar eru ekki gefnar út gjaldfrjálst – þá verður einnig að spyrja hvers vegna aðrir aðilar fá styrki fyrir dýrari bókum. Ef það er vegna formsatriða – þá hlýtur spurningin að snúast að því hvort formið sé orðið mikilvægara en innihaldið. Ég er ekki að biðja um sérmeðferð. Ég kalla eftir faglegu og gagnsæju mati sem allir geti treyst – þar sem sjálfstæðir höfundar, sem starfa utan stofnana, fá sanngjarna meðferð. Ég bið um að sjálfstæðir höfundar, sem vinna án launa, án fasts stuðnings og utan kerfis, fái að njóta sannmælis og eðlilegs mats. Í vikunni rennur lögbundinn frestur sjóðsins til rökstuðnings út. Ég vona að þá fáist skýr svör. Óháð því mun ég halda áfram. Vegna þess að verkefnið er stærra en umsóknin. Það snýst um framtíð námsefnisgerðar, aðgengi að námi og trú á að nýjar hugmyndir séu hluti af íslenskri menntastefnu. Í lokaþætti greinaraðarinnar, sem birtist á morgun: Hvernig á umsækjandi að skilja faglegt mat þegar engin viðmið eru birt og enginn rökstuðningur fylgir? Ég skoða hvernig skortur á gagnsæi og mælikvörðum gerir þróun námsefnis að spurningunni um lukku – en ekki fagmennsku. Jafnframt bendi ég á að þetta sé tækifæri fyrir löggjafarvaldið til að fylgjast með framkvæmdarvaldinu í rauntíma – og nýta það í vinnslu frumvarpsins um námsgögn sem nú liggur fyrir Alþingi. Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stofnandi stafbok.is.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun