Faglegt mat eða lukka? IV. Faglegt mat og ósvaraðar spurningar Bogi Ragnarsson skrifar 9. júní 2025 08:01 Eitt þeirra verkefna sem hlaut styrk frá Þróunarsjóði námsgagna árið 2025 er rafræn námsbók, flott verkefni um sérhæft málefni á sviði félagsvísinda/raunvísinda, fer eftir því hvernig greinin skilgreinir sig, fyrir framhaldsskólanemendur sem nær til takmarkaðs nemendahóps. Um er að ræða staka bók – þarft efni, með markmið um að efla siðferðisvitund og gagnrýna hugsun. Þegar slík verkefni fá stuðning, sem ég styð, á sama tíma og heilt bókaverkefni með 13 bókum í félagsvísindum, þróað yfir áratug, með sjálfvirkum verkefnabanka, staðfestri notkun í mörgum skólum og ítarlegri áætlun um ritrýningu, sem höfundur hefur að mestu lokið á eigin kostnað, fær höfnun án rökstuðnings – verður að spyrja: Hvernig eru matsskilyrðin skilgreind, hvernig er farið eftir þeim og hvernig er fagleg reynsla höfunda metin? Að baki stafbókarverkefninu stendur höfundur með yfir tíu ára reynslu af kennslu í félagsfræði, ásamt þátttöku í fjölmörgum rannsóknum á sviði menntunar, afbrotafræði og fangelsismála, fyrir íslensk ráðuneyti og alþjóðlega samstarfsaðila. Verkefnið hefur þegar verið notað í fjórum framhaldsskólum, með mælanlegum árangri og jákvæðum viðbrögðum kennara og nemenda sem staðfesta gildi þess í námi og kennslu. Höfundur hinnar sérhæfðu bókar hefur, samkvæmt aðgengilegum upplýsingum, ekki gefið út annað námsefni og engar ritrýndar rannsóknir fundust sem styðja það að hann hafi hlotið stuðning. Með því er ég ekki að segja að hann hafi ekki átt styrkinn skilið eða sé ekki hæfur til þess að hljóta hann heldur að benda á ósamræmi. Sá samanburður kallar á mikilvæga umræðu um hvað telst nægilegt til að hljóta opinberan stuðning í menntakerfinu – og hvernig hægt sé að mæla raunverulegt gildi, áhrif og faglega burði þróunarverkefna. Ef það verkefni fær styrk – en ekki stafbókin – hvað þýðir það fyrir framtíð annarra sem vilja byggja upp eitthvað frá grunni? Ég hef kallað eftir skýrum upplýsingum um hvernig úthlutunarferli Þróunarsjóðs námsgagna fer fram. Mikilvægt er að tryggja að rökstuðningur fylgi öllum höfnunum og að umsækjendur hafi raunverulegan aðgang að mati, viðmiðum og ferli. Slíkt stuðlar að faglegu og gagnsæju ferli þar sem ákvarðanir verða skiljanlegar og hægt er að læra af þeim. Þá tel ég nauðsynlegt að lögfesta að fundargerðir stjórnar og matsskýrslur séu aðgengilegar – að minnsta kosti að hluta til – svo hægt sé að skilja og gagnrýna ákvarðanatöku. Sjálfur hef ég óskað eftir slíkum gögnum, þar á meðal fundargerðum, matslista og samanburðargögnum, en hingað til hefur það hvorki verið sjálfgefið né einfalt. Enn hefur engin skýring verið veitt á því hvernig ákvörðunin um að hafna mínu verkefni var tekin og ekkert mat liggur fyrir sem hægt er að byggja á eða læra af. Ég birti þessa greinaröð ekki til að krefjast afturvirks styrks, heldur til að benda á kerfisgalla sem hægt er að laga með einföldum hætti, ef vilji er fyrir hendi. Ef rökstuðningur berst frá sjóðnum innan lögbundins frests mun ég birta aðra grein í kjölfarið sem greinir þau rök og metur þau í samhengi við raunverulegt starf og sögu verkefnisins. Þetta er ekki síst tækifæri fyrir löggjafarvaldið til að fylgjast með framkvæmdarvaldinu í rauntíma. Þegar fjármunir almennings eru nýttir til þróunar námsgagna, þá hlýtur gagnsæi og faglegt jafnræði að vera grundvallarkrafa. Við þurfum einfaldlega að virkja þær meginreglur sem þegar eru til staðar: gagnsæi, faglegt mat og jafnræði. Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stofnandi stafbok.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Bogi Ragnarsson Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Eitt þeirra verkefna sem hlaut styrk frá Þróunarsjóði námsgagna árið 2025 er rafræn námsbók, flott verkefni um sérhæft málefni á sviði félagsvísinda/raunvísinda, fer eftir því hvernig greinin skilgreinir sig, fyrir framhaldsskólanemendur sem nær til takmarkaðs nemendahóps. Um er að ræða staka bók – þarft efni, með markmið um að efla siðferðisvitund og gagnrýna hugsun. Þegar slík verkefni fá stuðning, sem ég styð, á sama tíma og heilt bókaverkefni með 13 bókum í félagsvísindum, þróað yfir áratug, með sjálfvirkum verkefnabanka, staðfestri notkun í mörgum skólum og ítarlegri áætlun um ritrýningu, sem höfundur hefur að mestu lokið á eigin kostnað, fær höfnun án rökstuðnings – verður að spyrja: Hvernig eru matsskilyrðin skilgreind, hvernig er farið eftir þeim og hvernig er fagleg reynsla höfunda metin? Að baki stafbókarverkefninu stendur höfundur með yfir tíu ára reynslu af kennslu í félagsfræði, ásamt þátttöku í fjölmörgum rannsóknum á sviði menntunar, afbrotafræði og fangelsismála, fyrir íslensk ráðuneyti og alþjóðlega samstarfsaðila. Verkefnið hefur þegar verið notað í fjórum framhaldsskólum, með mælanlegum árangri og jákvæðum viðbrögðum kennara og nemenda sem staðfesta gildi þess í námi og kennslu. Höfundur hinnar sérhæfðu bókar hefur, samkvæmt aðgengilegum upplýsingum, ekki gefið út annað námsefni og engar ritrýndar rannsóknir fundust sem styðja það að hann hafi hlotið stuðning. Með því er ég ekki að segja að hann hafi ekki átt styrkinn skilið eða sé ekki hæfur til þess að hljóta hann heldur að benda á ósamræmi. Sá samanburður kallar á mikilvæga umræðu um hvað telst nægilegt til að hljóta opinberan stuðning í menntakerfinu – og hvernig hægt sé að mæla raunverulegt gildi, áhrif og faglega burði þróunarverkefna. Ef það verkefni fær styrk – en ekki stafbókin – hvað þýðir það fyrir framtíð annarra sem vilja byggja upp eitthvað frá grunni? Ég hef kallað eftir skýrum upplýsingum um hvernig úthlutunarferli Þróunarsjóðs námsgagna fer fram. Mikilvægt er að tryggja að rökstuðningur fylgi öllum höfnunum og að umsækjendur hafi raunverulegan aðgang að mati, viðmiðum og ferli. Slíkt stuðlar að faglegu og gagnsæju ferli þar sem ákvarðanir verða skiljanlegar og hægt er að læra af þeim. Þá tel ég nauðsynlegt að lögfesta að fundargerðir stjórnar og matsskýrslur séu aðgengilegar – að minnsta kosti að hluta til – svo hægt sé að skilja og gagnrýna ákvarðanatöku. Sjálfur hef ég óskað eftir slíkum gögnum, þar á meðal fundargerðum, matslista og samanburðargögnum, en hingað til hefur það hvorki verið sjálfgefið né einfalt. Enn hefur engin skýring verið veitt á því hvernig ákvörðunin um að hafna mínu verkefni var tekin og ekkert mat liggur fyrir sem hægt er að byggja á eða læra af. Ég birti þessa greinaröð ekki til að krefjast afturvirks styrks, heldur til að benda á kerfisgalla sem hægt er að laga með einföldum hætti, ef vilji er fyrir hendi. Ef rökstuðningur berst frá sjóðnum innan lögbundins frests mun ég birta aðra grein í kjölfarið sem greinir þau rök og metur þau í samhengi við raunverulegt starf og sögu verkefnisins. Þetta er ekki síst tækifæri fyrir löggjafarvaldið til að fylgjast með framkvæmdarvaldinu í rauntíma. Þegar fjármunir almennings eru nýttir til þróunar námsgagna, þá hlýtur gagnsæi og faglegt jafnræði að vera grundvallarkrafa. Við þurfum einfaldlega að virkja þær meginreglur sem þegar eru til staðar: gagnsæi, faglegt mat og jafnræði. Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stofnandi stafbok.is.
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun