Bras á breska Umbótaflokknum þrátt fyrir velgengnina Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2025 09:18 Zia Yusuf (t.h.) með Nigel Farage (t.v.) þegar allt lék í lyndi í febrúar. Yusuf sagði af sér sem formaður Umbótaflokksins í gær. Vísir/EPA Formaður breska Umbótaflokksins sagði skyndilega af sér í gær eftir deilur við nýjan þingmann flokksins um mögulegt búrkubann. Hann segist ekki lengur telja að tíma sínum sé vel varið í að reyna að koma Umbótaflokknum í ríkisstjórn. Umbótaflokkurinn fer nú með himinskautum í skoðanakönnunum og mælist reglulega stærsti stjórnmálaflokkur Bretlands á landsvísu. Hann er aðeins með fimm þingmenn á breska þinginu en gæti komist í ríkisstjórn haldi hann sínu striki. Þrátt fyrir þessa velgengni hefur gengið á ýmsu í forystusveit flokksins, nú síðast í gær þegar Zia Yusuf, formaður flokksins, sagði skyndilega af sér. Yusuf er ekki þingmaður sjálfur en Nigel Farage, leiðtogi Umbótaflokksins, fékk hann til starfa í fyrra. „Ég tel ekki lengur að það sé góð nýting á tíma mínum að vinna að því að Umbótaflokkurinn nái kjöri og ég segi hér með af mér,“ sagði Yusuf sem gaf ekki frekari skýringar á brotthvarfi sínu. „Heimskulegt“ að spyrja um búrkubann sem flokkurinn aðhyllist ekki sjálfur Afsögnin kom þó beint í kjölfar opinberra deilna Yusuf við Söruh Pochin, þingmann flokksins, eftir að hún spurði Keir Starmer, forsætisráðherra, á þingi hvort að hann væri tilbúinn að banna konum að klæðast búrkum. Margar múslimakonur klæðast búrkum. Starmer sagðist ekki tilbúinn að fylgja Pochin þangað. Skömmu eftir orðaskiptin á þingi gaf Umbótaflokkurinn það út að búrkubann væri ekki á stefnuskrá hans. Yusuf sagði síðan á samfélagsmiðli að hann teldi „heimskulegt“ að stjórnmálaflokkur spyrði forsætisráðherra á þingi út í eitthvað sem flokkurinn hygðist ekki gera sjálfur. Hann er sjálfur múslimi og lýsir sjálfum sér sem „breskum íslömskum föðurlandsvini“, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Farage sagðist harma brotthvarf Yusuf. Hann hefði greinilega verið kominn með nóg af streitu stjórnmálanna. Brotthvarf Yusuf er enn ein uppákoman í forystusveitinni á undanförnum mánuðum. Ben Habib, varaleiðtogi flokksins, sagði af sér vegna ágreinings við Farage í nóvember. Flokkurinn kærði Rupert Lowe, einn þingmanna sinna, til lögreglu fyrir ofbeldishótanir í garð Yusuf. Lowe var ekki ákærður fyrir hótanirnar en var settur í bann af flokknum. Bretland Trúmál Kosningar í Bretlandi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Sjá meira
Umbótaflokkurinn fer nú með himinskautum í skoðanakönnunum og mælist reglulega stærsti stjórnmálaflokkur Bretlands á landsvísu. Hann er aðeins með fimm þingmenn á breska þinginu en gæti komist í ríkisstjórn haldi hann sínu striki. Þrátt fyrir þessa velgengni hefur gengið á ýmsu í forystusveit flokksins, nú síðast í gær þegar Zia Yusuf, formaður flokksins, sagði skyndilega af sér. Yusuf er ekki þingmaður sjálfur en Nigel Farage, leiðtogi Umbótaflokksins, fékk hann til starfa í fyrra. „Ég tel ekki lengur að það sé góð nýting á tíma mínum að vinna að því að Umbótaflokkurinn nái kjöri og ég segi hér með af mér,“ sagði Yusuf sem gaf ekki frekari skýringar á brotthvarfi sínu. „Heimskulegt“ að spyrja um búrkubann sem flokkurinn aðhyllist ekki sjálfur Afsögnin kom þó beint í kjölfar opinberra deilna Yusuf við Söruh Pochin, þingmann flokksins, eftir að hún spurði Keir Starmer, forsætisráðherra, á þingi hvort að hann væri tilbúinn að banna konum að klæðast búrkum. Margar múslimakonur klæðast búrkum. Starmer sagðist ekki tilbúinn að fylgja Pochin þangað. Skömmu eftir orðaskiptin á þingi gaf Umbótaflokkurinn það út að búrkubann væri ekki á stefnuskrá hans. Yusuf sagði síðan á samfélagsmiðli að hann teldi „heimskulegt“ að stjórnmálaflokkur spyrði forsætisráðherra á þingi út í eitthvað sem flokkurinn hygðist ekki gera sjálfur. Hann er sjálfur múslimi og lýsir sjálfum sér sem „breskum íslömskum föðurlandsvini“, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Farage sagðist harma brotthvarf Yusuf. Hann hefði greinilega verið kominn með nóg af streitu stjórnmálanna. Brotthvarf Yusuf er enn ein uppákoman í forystusveitinni á undanförnum mánuðum. Ben Habib, varaleiðtogi flokksins, sagði af sér vegna ágreinings við Farage í nóvember. Flokkurinn kærði Rupert Lowe, einn þingmanna sinna, til lögreglu fyrir ofbeldishótanir í garð Yusuf. Lowe var ekki ákærður fyrir hótanirnar en var settur í bann af flokknum.
Bretland Trúmál Kosningar í Bretlandi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Sjá meira