„Erum ekki dúkkur sem Snorri getur sagt fyrir verkum“ Jakob Bjarnar skrifar 6. júní 2025 16:09 Þær Diljá og Úlfhildur eru langt í frá sáttar við ummæli Kolbrúnar á þingi nú áðan. Þær segjast sannarlega ekki dúkkur sem Snorri Másson geti sagt fyrir verkum eða hvað þær eigi að segja. Ásdís María/ljósmyndafélagið í mr Þær Diljá Karen Kristófersdóttir Kjerúlf og Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir furða sig mjög á ummælum Kolbrúnar Áslaugar Baldursdóttur þingmanns Flokks fólksins og telja sig ómaklega hafa orðið fyrir skeyti sem hún hafi ætlað minnihlutanum. Vísir greindi frá því að við atkvæðagreiðslu á lögum um námsmat grunnskóla hafi Kolbrún, sem mælti fyrir málinu á sínum tíma, látið þess svo getið að nefndarstörf hafi gengið vel ef frá væri talin tilraun minnihlutans til að fá handbendi sín fyrir nefndina. „Fyrir utan að fá einhverjar fjóra unga krakka í framhaldsskóla sem búið var að sér velja og mögulega segja þeim hvað þau áttu að segja fyrir framan þingnefndina,“ sagði Kolbrún. Nú varð mikið kurr í þingsalnum. En Kolbrún brýndi þá raust sína. „Það kom auðvitað ekki til greina.“ Ein þessara „ungu krakka“ er Diljá Kjerúlf sem er fyrrverandi inspector scholae hjá MR en hún útskrifaðist þaðan í vor. „Ég er alls ekki sátt. Að háttvirtir meðlimir Alþingis láti svona orð falla í þingsal. Þau áttu kannski að vera særandi fyrir Snorra Másson og flokkinn hans en ásakanirnar lenda á okkur saklausum,“ segir Diljá sem veit vart hvaðan á sig stendur veðrið. Snorri varla valið varaformann Ungra vinstri grænna Með Diljá var Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir og hún segir þetta alrangt með farið hjá Kolbrúnu. „Snorri valdi okkur ekki. Ef Kolbrún hefi kynnt sér þetta eitthvað þá hefði hún komist að því að ég er varaformaður Ungra vinstri grænna. Snorri hefði tæplega valið mig ef hann hefði vitað það.“ Diljá segist ekki skilja hvernig á þessum ummælum, skeyti sem þær urðu fyrir af hálfu Kolbrúnar, er til komið. Þetta var fyrir mörgum mánuðum.Ásdís María Úlfhildur, sem er ári yngri en Diljá, segir þetta koma illa við sig að vera sökuð um svona nokkuð. „Að segja að við séum einhverjar dúkkur sem Snorri getur sagt fyrir verkum er óvirðing. Og hvorki Snorri né nokkur annar veit mínar skoðanir á samræmdu prófunum. Það veit enginn. Þetta dregur úr því að börn og ungmenni þori að segja sitt. Það er bara ekki í lagi að það sé umræða um okkur á þessum nótum á Alþingi,“ segir Úlfhildur. Algerlega tilhæfulaus ummæli og vilja afsökunarbeiðni Dilja segir ummælin algerlega tilhæfulaus. Meirihlutinn hafi fellt það á sínum tíma, fyrir mörgum mánuðum, að þau fengju að koma fyrir nefndina svo mikið sem. Þá segist hún ekki, ekki frekar en Úlfhildur, fylgja Snorra að málum. Hún hafi einfaldlega fengið símtal frá konrektor sem hafi valið hana ásamt öðrum til að fara. Úlfhildur segir það niðurlægjandi að Kolbrún hafi látið að liggja að þær taki bara við skipunum frá Snorra Mássyni, sem þær fylgi alls ekki að málum í pólitíkinni. „Hann mælti með mér af því að ég var forseti MR, var í Morfís og hef sterkar skoðanir á þessu.“ Þetta er fyrir mörgum mánuðum og því komu ummælin nú flatt upp á þær Diljá og Úlfhildi. Þeim finnst sem þær hafi saklausar orðið fyrir skeyti þingmannsins, sem beindist að Snorra og Jóni Zimsen en þær óvart orðið fyrir bombunni - „Collateral Damage“. „Ég er ekkert yfir mig brjáluð, þetta er fyndið og galið í senn. En það er alvarlegur undirtónn í þessu máli,“ segir Diljá. Báðar telja þær mikilvægt að raddir nemenda heyrist en það varð ekki – ekki að þessu sinni. Diljá vill að endingu krefjast þess að hin virðulega Kolbrún sendi þeim öllum persónulega afsökunarbeiðni. „Það væri alla vega vel metið.“ Alþingi Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Grunnskólar Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Vísir greindi frá því að við atkvæðagreiðslu á lögum um námsmat grunnskóla hafi Kolbrún, sem mælti fyrir málinu á sínum tíma, látið þess svo getið að nefndarstörf hafi gengið vel ef frá væri talin tilraun minnihlutans til að fá handbendi sín fyrir nefndina. „Fyrir utan að fá einhverjar fjóra unga krakka í framhaldsskóla sem búið var að sér velja og mögulega segja þeim hvað þau áttu að segja fyrir framan þingnefndina,“ sagði Kolbrún. Nú varð mikið kurr í þingsalnum. En Kolbrún brýndi þá raust sína. „Það kom auðvitað ekki til greina.“ Ein þessara „ungu krakka“ er Diljá Kjerúlf sem er fyrrverandi inspector scholae hjá MR en hún útskrifaðist þaðan í vor. „Ég er alls ekki sátt. Að háttvirtir meðlimir Alþingis láti svona orð falla í þingsal. Þau áttu kannski að vera særandi fyrir Snorra Másson og flokkinn hans en ásakanirnar lenda á okkur saklausum,“ segir Diljá sem veit vart hvaðan á sig stendur veðrið. Snorri varla valið varaformann Ungra vinstri grænna Með Diljá var Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir og hún segir þetta alrangt með farið hjá Kolbrúnu. „Snorri valdi okkur ekki. Ef Kolbrún hefi kynnt sér þetta eitthvað þá hefði hún komist að því að ég er varaformaður Ungra vinstri grænna. Snorri hefði tæplega valið mig ef hann hefði vitað það.“ Diljá segist ekki skilja hvernig á þessum ummælum, skeyti sem þær urðu fyrir af hálfu Kolbrúnar, er til komið. Þetta var fyrir mörgum mánuðum.Ásdís María Úlfhildur, sem er ári yngri en Diljá, segir þetta koma illa við sig að vera sökuð um svona nokkuð. „Að segja að við séum einhverjar dúkkur sem Snorri getur sagt fyrir verkum er óvirðing. Og hvorki Snorri né nokkur annar veit mínar skoðanir á samræmdu prófunum. Það veit enginn. Þetta dregur úr því að börn og ungmenni þori að segja sitt. Það er bara ekki í lagi að það sé umræða um okkur á þessum nótum á Alþingi,“ segir Úlfhildur. Algerlega tilhæfulaus ummæli og vilja afsökunarbeiðni Dilja segir ummælin algerlega tilhæfulaus. Meirihlutinn hafi fellt það á sínum tíma, fyrir mörgum mánuðum, að þau fengju að koma fyrir nefndina svo mikið sem. Þá segist hún ekki, ekki frekar en Úlfhildur, fylgja Snorra að málum. Hún hafi einfaldlega fengið símtal frá konrektor sem hafi valið hana ásamt öðrum til að fara. Úlfhildur segir það niðurlægjandi að Kolbrún hafi látið að liggja að þær taki bara við skipunum frá Snorra Mássyni, sem þær fylgi alls ekki að málum í pólitíkinni. „Hann mælti með mér af því að ég var forseti MR, var í Morfís og hef sterkar skoðanir á þessu.“ Þetta er fyrir mörgum mánuðum og því komu ummælin nú flatt upp á þær Diljá og Úlfhildi. Þeim finnst sem þær hafi saklausar orðið fyrir skeyti þingmannsins, sem beindist að Snorra og Jóni Zimsen en þær óvart orðið fyrir bombunni - „Collateral Damage“. „Ég er ekkert yfir mig brjáluð, þetta er fyndið og galið í senn. En það er alvarlegur undirtónn í þessu máli,“ segir Diljá. Báðar telja þær mikilvægt að raddir nemenda heyrist en það varð ekki – ekki að þessu sinni. Diljá vill að endingu krefjast þess að hin virðulega Kolbrún sendi þeim öllum persónulega afsökunarbeiðni. „Það væri alla vega vel metið.“
Alþingi Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Grunnskólar Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent