Mamma er gulur góð einkunn? Díana Dögg Víglundsdóttir skrifar 7. júní 2025 10:01 Þetta er setning sem að 12 ára dóttir mín spurði mig að um daginn? Ég eiginlega gat ekki svarað. Hvað þýðir aftur gulur? Er það ekki á góðri leið eða er það þarfnast þjálfunar? Ég man að grænn er hæfni náð en hinir litirnir í þessu einkunnakerfi hafa þvælst fyrir mér og greinilega henni líka. Þetta virðist kannski saklaus spurning, en hún varð til þess að ég fór að velta alvarlega fyrir mér hvort við séum að skila börnunum okkar skýrum og hvetjandi skilaboðum í skólakerfinu. Þegar ég var i grunnskóla þá voru einkunnir gefnar i tölum 1- 10. 7,5 og ofar var i lagi undir 5 var fall og yfir 9 var yfirburðar. Við vissum hvar við stóðum og við vildum bæta okkur. Sjálf var ég ekki alltaf með hæstu einkunnirnar, eiginlega bara langt frá því. En ég fylgdist með vinkonum mínum, bar mig saman og lagði hart að mér til að standa mig betur. Það var hvatning því mér fannst mjög vandræðalegt að vera mikið neðar en þær. Ég fann að munurinn á mér og þeim minnkaði, en ég þurfti að hafa fyrir því. Það ýtti mér áfram i skólanum. Ég skildi mína einkunn og vissi hvað ég ætti að gera til þess að bæta hana. Dóttir mín aftur á móti veit ekki hvað einkunn sín þýðir. Hún á vinkonu í öðrum skóla sem fékk B+ á prófi og þær vita hvorugar hvor þeirra er með betri einkunn. Það er enginn samanburður, engin raunveruleg viðmiðun, og þar með lítil vitneskja um það sem þarf að bæta. Við notum nú hæfnimiðað mat og litakerfi í skólakerfinu. Þetta kerfi á að vera leiðbeinandi og uppbyggilegt. En ef nemendur og foreldrarnir þeirra skilja ekki hvað litirnir þýða, þá glatar kerfið tilgangi sínum. Gulur á að þýða „á góðri leið“, en hvað merkir það í reynd? Hvaða leið? Hversu langt er eftir? Hvað þarf nemandinn að gera til þess að ná Grænum - Hæfni náð? Það er verið að fjalla um það að börnin okkar séu “verri” í dag heldur en áður. Lélegri einkunnir, Pisa prófin að koma illa út, engin samræmd próf og börnin okkar almennt ekki að læra. Margir eru að spá í það hverju veldur. En getur verið að við séum ekki að ögra börnunum okkar á réttan hátt? Við getum ekki ætlast til þess að börn bæti árangur sinn ef þau vita ekki hvert þau eiga að stefna. Við verðum að veita þeim skýrleika, markmið og hvatningu. Greinin er skrifuð sem persónulegt innlegg í umræðu um matskerfi í grunnskólum. Höfundur er foreldri og áhugasamur þátttakandi í menntamálum barna sinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Þetta er setning sem að 12 ára dóttir mín spurði mig að um daginn? Ég eiginlega gat ekki svarað. Hvað þýðir aftur gulur? Er það ekki á góðri leið eða er það þarfnast þjálfunar? Ég man að grænn er hæfni náð en hinir litirnir í þessu einkunnakerfi hafa þvælst fyrir mér og greinilega henni líka. Þetta virðist kannski saklaus spurning, en hún varð til þess að ég fór að velta alvarlega fyrir mér hvort við séum að skila börnunum okkar skýrum og hvetjandi skilaboðum í skólakerfinu. Þegar ég var i grunnskóla þá voru einkunnir gefnar i tölum 1- 10. 7,5 og ofar var i lagi undir 5 var fall og yfir 9 var yfirburðar. Við vissum hvar við stóðum og við vildum bæta okkur. Sjálf var ég ekki alltaf með hæstu einkunnirnar, eiginlega bara langt frá því. En ég fylgdist með vinkonum mínum, bar mig saman og lagði hart að mér til að standa mig betur. Það var hvatning því mér fannst mjög vandræðalegt að vera mikið neðar en þær. Ég fann að munurinn á mér og þeim minnkaði, en ég þurfti að hafa fyrir því. Það ýtti mér áfram i skólanum. Ég skildi mína einkunn og vissi hvað ég ætti að gera til þess að bæta hana. Dóttir mín aftur á móti veit ekki hvað einkunn sín þýðir. Hún á vinkonu í öðrum skóla sem fékk B+ á prófi og þær vita hvorugar hvor þeirra er með betri einkunn. Það er enginn samanburður, engin raunveruleg viðmiðun, og þar með lítil vitneskja um það sem þarf að bæta. Við notum nú hæfnimiðað mat og litakerfi í skólakerfinu. Þetta kerfi á að vera leiðbeinandi og uppbyggilegt. En ef nemendur og foreldrarnir þeirra skilja ekki hvað litirnir þýða, þá glatar kerfið tilgangi sínum. Gulur á að þýða „á góðri leið“, en hvað merkir það í reynd? Hvaða leið? Hversu langt er eftir? Hvað þarf nemandinn að gera til þess að ná Grænum - Hæfni náð? Það er verið að fjalla um það að börnin okkar séu “verri” í dag heldur en áður. Lélegri einkunnir, Pisa prófin að koma illa út, engin samræmd próf og börnin okkar almennt ekki að læra. Margir eru að spá í það hverju veldur. En getur verið að við séum ekki að ögra börnunum okkar á réttan hátt? Við getum ekki ætlast til þess að börn bæti árangur sinn ef þau vita ekki hvert þau eiga að stefna. Við verðum að veita þeim skýrleika, markmið og hvatningu. Greinin er skrifuð sem persónulegt innlegg í umræðu um matskerfi í grunnskólum. Höfundur er foreldri og áhugasamur þátttakandi í menntamálum barna sinna.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun