„Þetta er glórulaust rugl í ráðherra“ Bjarki Sigurðsson skrifar 10. júní 2025 12:54 Tómas Kristjánsson, formaður Rafbílasambands Íslands (t.v.) er ekki sáttur með rökstuðning Daða Más Kristóferssonar fjármálaráðherra í tengslum við kílómetragjaldið. Vísir/Aðsend/Ívar Fannar Enn ríkir mikil óánægja með kílómetragjaldsfrumvarp fjármálaráðherra eftir að efnahags- og viðskiptanefnd gerði breytingar á því út frá umsögnum hagsmunaaðila. Formönnum tveggja samtaka sem sendu inn umsögn finnst lítið hafa verið tekið mark á sér. Nefndin gerði margar, en óverulegar, breytingar á frumvarpinu. Með stærstu breytingunum er að gildistökunni hefur verið frestað, þeir sem aka bifhjólum, sem vega meira en fjögur hundruð kíló, greiða jafn mikið og ökumenn bifreiða og tekin var ákvörðun um að minnka ekki fyrsta gjaldbilið, eins og fjölmörg hagsmunasamtök höfðu óskað eftir. Rökin notuð gegn þeim Njáll Gunnlaugsson, stjórnarmaður í bifhjólasamtökunum Sniglunum, segir bifhjólamenn ósátta. „Við vorum með hóflegar tillögur um að lækka og vera í samræmi við það sem þeir sem eru á erlendum númerum borga. En þau rök voru notuð gegn okkur og gjaldið á útlendinga hækkað í staðinn. Svo er reynt að réttlæta það með því að það sé lítll munur á sliti og þyngd milli mótorhjóla og bíla,“ segir Njáll. Njáll Gunnlaugsson er mikill mótorhjólaáhugamaður. Hann segir bifhjólamenn ætla að mótmæla frumvarpinu frekar. „Við eiginlega skiljum ekki þessi rök sem er verið að nota í þessum tillögum nefndarinnar,“ segir Njáll. Tómas Kristjánsson, formaður Rafbílasambands Íslands, segir ljóst að ekkert hafi verið hlustað á þeirra tillögur. „Það er augljóst að það er ekki hlustað á eitt einasta atriði sem Rafbílasambandið bendir á. Hvorki í umsögn við frumvarpið né þar sem var tekið fyrir þegar við mættum á fund með nefndinni. Það segir okkur að það á að keyra þessi lög í gegn án andstöðu. Það er rosalega sorglegt því þetta hefur ótrúlega slæm áhrif á almenning í landinu,“ segir Tómas. Glórulaust rugl Fjármálaráðherra hefur sagt að fyrsta gjaldbilið, sem nær til ökutækja allt að 3.500 kílóum verði ekki minnkað þar sem munurinn á sliti vega frá þeim sé óverulegur. Þá séu viðgerðir vegna slits ekki aðalútgjöldin til vegamála. Fleira þurfi að taka inn í reikninginn, svo sem kostnaður við að leggja veginn, sinna löggæslu og halda honum opnum yfir vetrartímann. „Þetta er glórulaust rugl í ráðherra. Það er sorglegt að hagfræðingurinn hafi ekki meiri þekkingu á viðskiptafræði en þetta. Löggæsla er bara allt annar gjaldaliður í fjárlögum ríkisins og við kemur útgjöldum til vega ekki á nokkurn hátt. Annað sem hann segir, að byggja vegi og halda þeim við, er að sjálfsögðu hluti af því sem Vegagerðin er að gera. Og er hluti af þessum 25 milljörðum sem ríkið er að greiða til Vegagerðarinnar á hverju ári. Það er fyrir uppbyggingu og viðhald vega,“ segir Tómas. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Kílómetragjald Bensín og olía Skattar og tollar Vegagerð Samgöngur Bílar Vistvænir bílar Bifhjól Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Neytendur Fjármál heimilisins Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Nefndin gerði margar, en óverulegar, breytingar á frumvarpinu. Með stærstu breytingunum er að gildistökunni hefur verið frestað, þeir sem aka bifhjólum, sem vega meira en fjögur hundruð kíló, greiða jafn mikið og ökumenn bifreiða og tekin var ákvörðun um að minnka ekki fyrsta gjaldbilið, eins og fjölmörg hagsmunasamtök höfðu óskað eftir. Rökin notuð gegn þeim Njáll Gunnlaugsson, stjórnarmaður í bifhjólasamtökunum Sniglunum, segir bifhjólamenn ósátta. „Við vorum með hóflegar tillögur um að lækka og vera í samræmi við það sem þeir sem eru á erlendum númerum borga. En þau rök voru notuð gegn okkur og gjaldið á útlendinga hækkað í staðinn. Svo er reynt að réttlæta það með því að það sé lítll munur á sliti og þyngd milli mótorhjóla og bíla,“ segir Njáll. Njáll Gunnlaugsson er mikill mótorhjólaáhugamaður. Hann segir bifhjólamenn ætla að mótmæla frumvarpinu frekar. „Við eiginlega skiljum ekki þessi rök sem er verið að nota í þessum tillögum nefndarinnar,“ segir Njáll. Tómas Kristjánsson, formaður Rafbílasambands Íslands, segir ljóst að ekkert hafi verið hlustað á þeirra tillögur. „Það er augljóst að það er ekki hlustað á eitt einasta atriði sem Rafbílasambandið bendir á. Hvorki í umsögn við frumvarpið né þar sem var tekið fyrir þegar við mættum á fund með nefndinni. Það segir okkur að það á að keyra þessi lög í gegn án andstöðu. Það er rosalega sorglegt því þetta hefur ótrúlega slæm áhrif á almenning í landinu,“ segir Tómas. Glórulaust rugl Fjármálaráðherra hefur sagt að fyrsta gjaldbilið, sem nær til ökutækja allt að 3.500 kílóum verði ekki minnkað þar sem munurinn á sliti vega frá þeim sé óverulegur. Þá séu viðgerðir vegna slits ekki aðalútgjöldin til vegamála. Fleira þurfi að taka inn í reikninginn, svo sem kostnaður við að leggja veginn, sinna löggæslu og halda honum opnum yfir vetrartímann. „Þetta er glórulaust rugl í ráðherra. Það er sorglegt að hagfræðingurinn hafi ekki meiri þekkingu á viðskiptafræði en þetta. Löggæsla er bara allt annar gjaldaliður í fjárlögum ríkisins og við kemur útgjöldum til vega ekki á nokkurn hátt. Annað sem hann segir, að byggja vegi og halda þeim við, er að sjálfsögðu hluti af því sem Vegagerðin er að gera. Og er hluti af þessum 25 milljörðum sem ríkið er að greiða til Vegagerðarinnar á hverju ári. Það er fyrir uppbyggingu og viðhald vega,“ segir Tómas.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Kílómetragjald Bensín og olía Skattar og tollar Vegagerð Samgöngur Bílar Vistvænir bílar Bifhjól Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Neytendur Fjármál heimilisins Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira