Fótboltagláp, ráfandi djammarar og nú fljúgandi nefhjól Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. júní 2025 13:37 Íbúasamtökin Hljóðmörk sem berjast gegn óþarfa flugumferð segja um enn eitt dæmið að ræða þar sem öryggi fólks sé ógnað. Vísir/Vilhelm Rannsókn Rannsóknarnefndar samgönguslysa vegna nefhjóls lítillar flugvélar sem féll á Austurvöll í gær er á frumstigi. Íbúasamtökin Hljóðmörk segja um að ræða enn eitt dæmið þar sem öryggi fólks er ógnað í grennd við flugvöllinn. Eigendur flugvélarinnar harma atvikið. Mildi þykir að engan hafi sakað þegar nefhljól lítillar kennsluflugvélar féll af í aðflugi vélarinnar að Reykjavíkurflugvelli í gær, og féll niður á Austurvöll, nokkrum metrum framan við Alþingishúsið. Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa er unnið að því að safna gögnum, en vélin og hjólið eru í vörslu nefndarinnar. Flugsérfræðingar sem fréttastofa hefur rætt við segja málið með miklum ólíkindum, atvik af þessum toga séu afar fágæt svo vægt sé til orða tekið, og eigi varla að geta gerst. Kennsluflugvél Geirfugls Flugvélin er kennsluvél á vegum flugfélagsins Geirfugls. Í tilkynningu frá félaginu segir að lendingin á tveimur hjólum hafi gengið mjög vel og litlar skemmdir orðið á vélinni. „Flugfélagið Geirfugl lítur atvikið alvarlegum augum enda er flugöryggi haft að leiðarljósi í allri starfsemi félagsins. Atvik sem þessi eru sem betur fer afar fátíð. Rannsóknarnefnd samgönguslysa fer með rannsókn á málinu og mun félagið veita starfsmönnum nefndarinnar alla umbeðna aðstoð og upplýsingar í þeirri von að upplýsa megi hvað olli atvikinu,“ segir í tilkynningunni. Flugfélagið ætli ekki að tjá sig um málið að svo stöddu. Fréttatilkynning vegna flugatviks Atvik varð í gær (þriðjudaginn 10. júní 2025) í tengslum við kennsluflugvél félagsins TF-FGC þegar nefhjól vélarinnar losnaði af í aðflugi yfir miðbæ Reykjavíkur og fell til jarðar. Til allrar hamingju olli hjólið engum meiðslum eða tjóni á jörðu niðri þegar það féll til jarðar. Kennari og nemandi voru um borð í vélinni og lenti kennarinn vélinni á Reykjavíkurflugvelli eftir atvikið án nefhjóls og gekk sú lending mjög vel, engin slys urðu á fólki og litlar skemmdir á vélinni. Flugfélagið Geirfugl lítur atvikið alvarlegum augum enda er flugöryggi haft að leiðarljósi í allri starfsemi félagsins. Atvik sem þessi eru sem betur fer afar fátíð. Rannsóknarnefnd samgönguslysa fer með rannsókn á málinu og mun félagið veita starfsmönnum nefndarinnar alla umbeðna aðstoð og upplýsingar í þeirri von að upplýsa megi hvað olli atvikinu. Stjórn og starfsmenn félagsins munu ekki tjá sig frekar um atvikið fyrr en rannsókn á því er lokið. Reykjavík, 11. júní 2025 Stjórn Flugfélagsins Geirfugls ehf. Atvikið hefur orðið kveikja mikillar umræðu á samfélagsmiðlum um öryggismál og staðsetningu flugvallarins miðsvæðis í Reykjavík. Meðal þeirra sem hafa hvatt sér hljóðs eru íbúasamtökin Hljóðmörk sem hafa barist gegn því sem samtökin kalla óþarfa flugumferð um Reykjavíkurflugvöll. Daði Rafnson er í hópi fulltrúa samtakanna sem sendu frá sér grein um málið sem birtist á Vísi í morgun. Enski boltinn og fullir djammarar „Því miður kemur þetta ekkert á óvart, því að við höfum reynt að ná fundum með ráðuneytinu, samgönguráðuneytinu, til þess að benda á áhyggjur okkar af öryggismálum tengdum flugvellinum.“ Þetta sé ekki eina atvikið sem komið hafi upp. „Bara á undanförnum árum hefur legið við slysum út af því að flugumferðarstjórar eru að horfa á enska boltann, djammarar labba inn á völlinn og þurfa að vera stöðvaðir þar. Svo hafa verið ýmis atvik þar sem hurð hefur skollið nærri hælum,“ segir Daði. Flugumferðin sé af öllum mögulegum toga og mjög mikil. Til að mynda kennsluvélar, rellur og þyrlur. „Þetta eru kannski óöruggustu loftförin.“ Þessum loftförum sé flogið yfir fjölmennustu svæði landsins og mikilvægar stjórnsýslubyggingar. „Það er bara það sem við viljum sjá gert, að það verði aðgerðir núna, ekki bara talað og málin tafin.“ Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Fleiri fréttir Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Afstaða Rússlands til vopnahlés, skoðun á aðstæðum í Múlaborg og hraðbankarán Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Sjá meira
Mildi þykir að engan hafi sakað þegar nefhljól lítillar kennsluflugvélar féll af í aðflugi vélarinnar að Reykjavíkurflugvelli í gær, og féll niður á Austurvöll, nokkrum metrum framan við Alþingishúsið. Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa er unnið að því að safna gögnum, en vélin og hjólið eru í vörslu nefndarinnar. Flugsérfræðingar sem fréttastofa hefur rætt við segja málið með miklum ólíkindum, atvik af þessum toga séu afar fágæt svo vægt sé til orða tekið, og eigi varla að geta gerst. Kennsluflugvél Geirfugls Flugvélin er kennsluvél á vegum flugfélagsins Geirfugls. Í tilkynningu frá félaginu segir að lendingin á tveimur hjólum hafi gengið mjög vel og litlar skemmdir orðið á vélinni. „Flugfélagið Geirfugl lítur atvikið alvarlegum augum enda er flugöryggi haft að leiðarljósi í allri starfsemi félagsins. Atvik sem þessi eru sem betur fer afar fátíð. Rannsóknarnefnd samgönguslysa fer með rannsókn á málinu og mun félagið veita starfsmönnum nefndarinnar alla umbeðna aðstoð og upplýsingar í þeirri von að upplýsa megi hvað olli atvikinu,“ segir í tilkynningunni. Flugfélagið ætli ekki að tjá sig um málið að svo stöddu. Fréttatilkynning vegna flugatviks Atvik varð í gær (þriðjudaginn 10. júní 2025) í tengslum við kennsluflugvél félagsins TF-FGC þegar nefhjól vélarinnar losnaði af í aðflugi yfir miðbæ Reykjavíkur og fell til jarðar. Til allrar hamingju olli hjólið engum meiðslum eða tjóni á jörðu niðri þegar það féll til jarðar. Kennari og nemandi voru um borð í vélinni og lenti kennarinn vélinni á Reykjavíkurflugvelli eftir atvikið án nefhjóls og gekk sú lending mjög vel, engin slys urðu á fólki og litlar skemmdir á vélinni. Flugfélagið Geirfugl lítur atvikið alvarlegum augum enda er flugöryggi haft að leiðarljósi í allri starfsemi félagsins. Atvik sem þessi eru sem betur fer afar fátíð. Rannsóknarnefnd samgönguslysa fer með rannsókn á málinu og mun félagið veita starfsmönnum nefndarinnar alla umbeðna aðstoð og upplýsingar í þeirri von að upplýsa megi hvað olli atvikinu. Stjórn og starfsmenn félagsins munu ekki tjá sig frekar um atvikið fyrr en rannsókn á því er lokið. Reykjavík, 11. júní 2025 Stjórn Flugfélagsins Geirfugls ehf. Atvikið hefur orðið kveikja mikillar umræðu á samfélagsmiðlum um öryggismál og staðsetningu flugvallarins miðsvæðis í Reykjavík. Meðal þeirra sem hafa hvatt sér hljóðs eru íbúasamtökin Hljóðmörk sem hafa barist gegn því sem samtökin kalla óþarfa flugumferð um Reykjavíkurflugvöll. Daði Rafnson er í hópi fulltrúa samtakanna sem sendu frá sér grein um málið sem birtist á Vísi í morgun. Enski boltinn og fullir djammarar „Því miður kemur þetta ekkert á óvart, því að við höfum reynt að ná fundum með ráðuneytinu, samgönguráðuneytinu, til þess að benda á áhyggjur okkar af öryggismálum tengdum flugvellinum.“ Þetta sé ekki eina atvikið sem komið hafi upp. „Bara á undanförnum árum hefur legið við slysum út af því að flugumferðarstjórar eru að horfa á enska boltann, djammarar labba inn á völlinn og þurfa að vera stöðvaðir þar. Svo hafa verið ýmis atvik þar sem hurð hefur skollið nærri hælum,“ segir Daði. Flugumferðin sé af öllum mögulegum toga og mjög mikil. Til að mynda kennsluvélar, rellur og þyrlur. „Þetta eru kannski óöruggustu loftförin.“ Þessum loftförum sé flogið yfir fjölmennustu svæði landsins og mikilvægar stjórnsýslubyggingar. „Það er bara það sem við viljum sjá gert, að það verði aðgerðir núna, ekki bara talað og málin tafin.“
Fréttatilkynning vegna flugatviks Atvik varð í gær (þriðjudaginn 10. júní 2025) í tengslum við kennsluflugvél félagsins TF-FGC þegar nefhjól vélarinnar losnaði af í aðflugi yfir miðbæ Reykjavíkur og fell til jarðar. Til allrar hamingju olli hjólið engum meiðslum eða tjóni á jörðu niðri þegar það féll til jarðar. Kennari og nemandi voru um borð í vélinni og lenti kennarinn vélinni á Reykjavíkurflugvelli eftir atvikið án nefhjóls og gekk sú lending mjög vel, engin slys urðu á fólki og litlar skemmdir á vélinni. Flugfélagið Geirfugl lítur atvikið alvarlegum augum enda er flugöryggi haft að leiðarljósi í allri starfsemi félagsins. Atvik sem þessi eru sem betur fer afar fátíð. Rannsóknarnefnd samgönguslysa fer með rannsókn á málinu og mun félagið veita starfsmönnum nefndarinnar alla umbeðna aðstoð og upplýsingar í þeirri von að upplýsa megi hvað olli atvikinu. Stjórn og starfsmenn félagsins munu ekki tjá sig frekar um atvikið fyrr en rannsókn á því er lokið. Reykjavík, 11. júní 2025 Stjórn Flugfélagsins Geirfugls ehf.
Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Fleiri fréttir Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Afstaða Rússlands til vopnahlés, skoðun á aðstæðum í Múlaborg og hraðbankarán Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Sjá meira